Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 4
4 2. maí 2005 MÁNUDAGUR EGYPTALAND, AP Egypska lögreglan handtók tímabundið um tvö hundruð manns í gær í heima- bæjum þriggja manneskja sem sprengdu sprengju og skutu á langferðabíl á ferðamannastöð- um í og nærri Kaíró á laugardag. Að sögn lögreglu var með hand- tökunum verið að safna upplýs- ingum um fólkið vegna rann- sóknar á hryðjuverkasamtökum á þessum slóðum. Síðdegis á laugardag sprengdi maður, sem lögregla var á hælun- um á, sprengju sem hann bar á sér nærri fínu hóteli í Kaíró. Innan við tveimur tímum síðar gerðu tvær blæjuklæddar konur skotárás á ferðamannarútu og styttu sér síðan aldur, eftir því sem yfirvöld greindu frá. Konurn- ar kváðu hafa verið systir og heit- kona fyrrgreinda mannsins. Vitni sögðu að minnsta kosti aðra kon- una hafa fallið fyrir skotum lögreglu. Að sögn egypska innan- ríkisráðuneytisins var maðurinn grunaður um að hafa verið viðrið- inn sprengjutilræði á fjölsóttum útibasar í gamla bænum í Kaíró 7. apríl síðastliðinn. Egypskum yfirvöldum er mikið í mun að hindra hryðju- verkaárásir á ferðamenn, enda er ferðaþjónusta aðalgjaldeyris- tekjulind landsins. ■ Tugmilljónir í leit að verustað laxa Veiðimálastofnun ætlar að afhjúpa leyndardóminn um verustað laxa í út- höfunum. Tækjavæddum gönguseiðum verður sleppt í vor. Rannsóknin kostar 70 til 80 milljónir króna. VEIÐI Starfsmenn Veiðimálastofn- unar hafa að undanförnu komið fyrir síritandi mælimerkjum í laxaseiðum sem mæla hita og dýpi í allt að tvö ár. Verkefnið er stærsta einstaka verkefnið sem Veiðimálastofnun hefur ráðist í og er áætlað að um 70 til 80 milljónir króna þurfi til að fjármagna það. Ráðgert er að árlega verði sleppt 300 merktum seiðum næstu þrjú árin en verkefninu lýkur eftir fimm ár, þegar seiðin hafa skilað sér úr hafi. Þeim verður sleppt í Kiðafellsá við sunnanverðan Hval- fjörð, en Veiðimálastofnun hefur tekið ána á leigu meðan á verkefn- inu stendur. Sigurður Már Einarsson, fiski- fræðingur hjá Veiðimálastofnun á H v a n n e y r i , segir að verið sé að þróa aðferðir til að tryggja sem bestan ár- angur af verk- efninu og há- marka endur- heimt seiðanna. “ T i l g a n g u r rannsóknarinn- ar er að komast að því hvar lax- inn heldur sig í úthafinu, en það hefur verið mönnum nokk- ur ráðgáta. Rannsóknir í laxveiðiám við Norð- ur-Atlantshaf leiða í ljós aukin afföll laxa á dvalartíma þeirra í sjónum, sérstaklega hjá stórlaxi, sem er tvö ár í sjó áður en hann gengur upp í árnar. Við þurfum að afla þekkingar á farleiðum og búsvæðum þeirra í sjó, en slík vitneskja getur varpað ljósi á þessa hnignun. Þessi þróun hófst fyrir um 15 árum og enn sér ekki fyrir endann á þessari lægð,“ segir Sigurður Már. Með því að bera saman upplýs- ingar úr endurheimtum mæli- merkjum og upplýsingar frá gervitunglum um yfirborðshita sjávar má kortleggja hvar laxinn heldur sig á mismunandi tímum í úthöfunum, en laxinn er uppsjáv- arfiskur líkt og síld. Mælimerkin eru þróuð og framleidd hjá há- tæknifyrirtækinu Stjörnu Odda. Þetta er í fyrsta skipti sem svo smáum mælimerkjum er komið fyrir í laxagönguseiðum. NASCO, Alþjóða laxverndar- samtökin, hafa nú komið á fót lax- verndarráði í samvinnu við þau lönd sem hagsmuna eiga að gæta við verndun og nýtingu Atlantshaf- slaxins. Ráðið hefur að markmiði að stuðla að samvinnu landanna um rannsóknir á ástæðum þessarar hnignunar. johannh@frettabladid.is Störf ráðherra mæld: Þorgerður vinsælust KÖNNUN Minni ánægja ríkir meðal landsmanna með störf allra ráð- herra Framsóknar- flokksins nú en síð- asta haust, sam- kvæmt nýrri könn- un frá Þjóðarpúlsi Gallups sem Ríkis- útvarpið segir frá á heimasíðu sinni, ruv.is. Tæp 28 pró- sent aðspurðra eru ánægð með störf Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra en ánægja með störf hans hefur minnkað jafnt og þétt síðustu sjö ár. Mest ánægja ríkir samkvæmt könnuninni með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. - lkg Þjóðarpúls Gallup: Vilja breyta 1. maí KÖNNUN Meirihluti þjóðarinnar vill að baráttudag verkalýðsins beri alltaf upp á fyrsta mánudag í maí í stað þess að vera ávallt fyrsta maí. Þetta kemur fram í Þjóðar- púlsi Gallups sem greint er frá á heima- síðu Ríkisút- v a r p s i n s , ruv.is. Tæp 72 p r ó s e n t landsmanna vilja breyta fyrirkomulaginu en 23 prósent vilja það ekki. Mikið hefur verið rætt um að breyta fyrirkomulagi frídaga svo launþegar fái samfelld frí en ekki staka frídaga. - lkg Norður-Kórea: Eldflaug í Japanshaf KÓREA, AP Suður-kóresk stjórnvöld gruna Norður-Kóreumenn um að hafa skotið á loft skammdrægri eld- flaug í gærmorg- un, en suður- kóreska leyniþjón- ustan var síðla dags enn að vinna í því að afla stað- festingar á frétt- inni. Fregnir hermdu að flaugin hefði lent í Japans- hafi. Fjölmiðlar í Japan og Suður- Kóreu sögðu frá því að talsmenn Bandaríkjahers hefðu upplýst japönsk yfirvöld um hið meinta eldflaugarskot. Sam- kvæmt heimildum þessara miðla fór flaugin um 100 km leið út frá austur- strönd N-Kóreu og stakkst síðan í sjóinn. Hvorki fulltrúar Japansstjórnar né bandarískir erindrekar voru reiðubúnir að tjá sig nokkuð um þessar fréttir. Að sögn AP-frétta- stofunnar staðfesti hins vegar starfsmaður suður-kóresku leyni- þjónustunnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að vísbendingar væru um eldflaugarskot frá Norður- Kóreu. Enn væri unnið að því að afla staðfestingar á þeim grunsemdum. Norður-Kóreumenn hafa áður í tilraunaskyni skotið á loft eldflaug- um sem þeir eru að prófa sig áfram með smíði á, í óþökk grannríkj- anna. ■ ALRÆÐISVALDI MÓTMÆLT Um tíu þúsund manns tóku þátt í mótmæla- göngum í Katmandu, höfuðborg Nepals, í gær og kröfðust þess að lýðræði yrði komið á að nýju. Þetta voru fjölmennustu opinberu stjórn- arandstöðumótmælin í landinu síðan Gyanendra konungur tók sér alræðisvald í byrjun febrúar. ■ NEPAL KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,12 63,42 120,7 121,28 81,75 82,21 10,978 11,042 10,033 10,093 8,913 8,965 0,6001 0,6037 95,68 96,26 GENGI GJALDMIÐLA 29.04.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 112,91 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Verður óvinsælli með hverju árinu sem líður. 1. MAÍ Meirihluti þjóðarinnar vill færa hátíðarhöld baráttudags verkalýðs- ins svo þau beri upp á fyrsta mánudag í maí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JÖ R N T H EO D Ó R SS O N LAXASEIÐI Á SKURÐSTOFU Tæki sett i í kviðarhol sem safnar upplýsingum um hita og dýpi í allt að tvö ár. SIGURÐUR MÁR EINARSSON FISKI- FRÆÐINGUR Rannsóknin getur fært okkur vitneskju um ástæður hnignun- ar í laxastofninum. ÁHYGGJUTÁR Saad Hegazi, íbúi bæjarins Shobra el-Kheima í útjaðri Kaíró, grætur áhyggjutárum eftir að sonur hans var handtekinn í tengslum við rannsókn á hryðjuverkum. N-KÓRESK ELDFLAUG Sýnishorn af norður-kóreskri eldflaugarsmíði á safni í S-Kóreu. Egyptaland: Handtökur vegna hryðjuverka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.