Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 14
14 2. maí 2005 MÁNUDAGUR Auðhringir, Íbúðalánasjóður og félagsleg undirboð Alþjóðlegur frídagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur í gær í blíð- skaparveðri. Helstu mál dagsins voru vald auð- hringa, sterkur Íbúða- lánasjóður og átakið Einn réttur – ekkert svindl! gegn félagslegum undir- boðum á vinnumarkaði. 1. MAÍ Dagurinn í miðbænum hófst með hinni árlegu 1. maí göngu klukkan hálf tvö þar sem jafnt ungir sem aldnir gengu frá Skóla- vörðuholti niður á Ingólfstorg með spjöld og fána á lofti til að krefjast betra kaups og kjara.. Stéttarfélög hafa sjaldan eða aldrei haft mikilvægara hlutverki að gegna, eins og kom fram í 1. maí ávarpi fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík. „Vax- andi áhrif auðhringa og stórfyrir- tækja, sem styðjast við markaðs- sinnaða stjórnmálamenn, sækja að réttindum og kjörum launa- fólks um allan heim,“ segir í ávarpinu og vill fulltrúaráðið koma reglu á kjör og aðstæður er- lends vinnuafls hér á landi. „Stöndum vörð um Íbúðalána- sjóð“ sagði jafnframt í ávarpinu, þar sem fulltrúaráðið gagnrýndi harða atlögu bankanna að sjóðn- um. „Íbúðalánasjóður er í raun eina tryggingin fyrir því að vextir af íbúðalánum hækki ekki, því hann tryggir samkeppni á þessum markaði,“ en annað sem brann á vörum ráðsins var starfsöryggi eldra fólks, fjölmiðlar, réttur langveikra barna og ástandið í Írak og Palestínu. Í kjölfar ávarpsins var kynnt átakið Einn réttur – ekkert svindl! á vegum Alþýðusambands Íslands og aðildarsamtaka þess. Með átakinu er barist gegn félagsleg- um undirboðum á vinnumarkaði og ólöglegri atvinnustarfsemi með erlendu vinnuafli í skjóli brota á lögum og kjarasamning- um, en átakið hefst formlega í dag. Þó Femínistafélagið sé ekki stéttarfélag sem slíkt hafa femínistar tekið virkan þátt í skipulagningu hátíðarhalda 1. maí frá stofnun félagsins. Á því varð engin breyting í gær en 35 ár voru síðan Rauðsokkurnar gengu niður Laugaveginn með borða sem á var letrað: „Manneskja ekki mark- aðsvara“. Í gær voru þessi ein- kunnarorð endurvakin og femínistar fjölmenntu í kröfu- gönguna með bleik spjöld í stað- inn fyrir hinn hefðbundna rauða lit sem flaggað hefur verið á 1. maí til að tákna blóð sem píslar- vottar verkalýðsins úthelltu fyrir réttindi verkamanna. Þegar niður á Ingólfstorg var komið hófst útifundur verkalýðs- ins. Ávarp fluttu Þórunn Svein- björnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Hulda Katrín Stefánsdóttir, formaður Iðnnema- sambands Íslands. Ögmundur líkti auðmönnum landsins við Bogensen, kaupmann frá Óseyri í Axlarfirði úr hug- myndasmiðju Halldórs Laxness heitins, sem öllum og öllu réði í sinni sveit í krafti auðs og einok- unarvalda. „Þeir líkna og lækna, hinir miklu velgjörðarmenn sam- félagsins, alls staðar koma þeir fram sem veitendur. En þeim sem verðmætin skópu, almenningi, launafólki, er ætlað að sitja áhrifalausum á áhorfendabekkj- um að klappa kapítalismanum lof í lófa,“ sagði Ögmundur í ræðu sinni. Hann endaði ávarpið á því að hvetja verkalýðinn til að snúa vörn í sókn. lilja@frettabladid.is Alþjóðlegu stórfyrirtækin Alcoa-Fjarðaál og Bechtel eru komin til að sinna fram- kvæmdum og rekstri álvers á Austur- landi. Allt öðruvísi er staðið að aðbún- aði starfsmanna og innkomu fyrirtækj- anna í samfélagið á Reyðarfirði en á Kárahnjúkum þar sem alþjóðlega stór- fyrirtækið Impregilo starfar. Hver er munurinn? Impregilo kom hingað til lands með skömmum fyrirvara og hafði lítinn tíma til undirbúnings. Íslendingar voru sjálfir illa undirbúnir og vissu ekki á hverju þeir áttu von. Impregilo kom með nýja stefnu og strauma, vildi nota alþjóð- legar starfsmannaleigur og nýta sér þjónustusamninga. Alcoa-Fjarðaál og Bechtel vinna hlutina öðruvísi. Þeir hafa nýtt sér tímann til að undirbúa verkið, byggja álver frá grunni og virð- ast vanda sig við verkið. Þeir vilja nýta sér beint ráðningarsamband. Leiða má líkum að því að Alcoa-Fjarða- ál og Bechtel hafi líka lært af reynslu Impregilo. Stjórnendur þessara fyrir- tækja hafa vafalítið fylgst vel með fjöl- miðlaumfjölluninni og forðast þau mistök sem Impregilo hefur gert. Hver er munurinn í starfsmannastefnu og viðmóti þess- ara fyrirtækja? Starfsaðstaða hefur breyst til batnaðar á Kárahnjúkum. Alcoa-Fjarðaál og Bechtel hafa látið vinna skýrslur um samfélagið og reyna að koma inn í það með lagni og vinna í takt við það samfélag sem fyrir er. Starfsmannaaðstaða er öll til fyrir- myndar á Reyðarfirði. Stjórnendur fyrir- tækjanna setja stífar reglur, til dæmis um öryggismál og öryggisbúnað, og ganga eftir að það sé virt. Það er jú starfsmönnum í hag. Húsakosturinn er traustur og snyrtilegur og maturinn virðist lofa góðu. Mikið er gert fyrir starfsmennina. Ráðnir hafa verið fræðslustjóri og afþreyingastjóri. Sá síðarnefndi á að sjá til þess að eitt- hvað sé gert til afþreyingar fyrir starfs- menn. Þessi fyrirtæki, Impregilo á Kárahnjúk- um og Alcoa-Fjarðaál og Bechtel á Reyðarfirði, eru eins og svart og hvítt hvað varðar aðkomu að verkefninu og innkomu í samfélagið sem fyrir er. Eins og svart og hvítt FBL-GREINING: IMPREGILO, ALCOA-FJARÐAÁL OG BECHTEL PÚTÍN BRENNDUR Í MOSKVU Fylgis- menn rússneska kommúnistaflokksins brenna myndir af Vladimír Pútín Rúss- landsforseta í fyrsta maí göngu í miðborg Moskvu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI „MANNESKJA EKKI MARKAÐSVARA“ Femínistar nútímans vöktu 35 ára gömul einkunnarorð Rauðsokkanna. MÚGUR OG MARGMENNI Jafnt ungir sem aldnir fjölmenntu í miðbæinn og börðust fyrir betri kjörum. VALDAMENN GAGNRÝNDIR Ungur maður heldur á skilti með áletruninni „Þegar sagan endurtekur sig“ og meðfylgj- andi eru myndir af George W. Bush Banda- ríkjaforseta með yfirvararskegg í anda Hitlers, Davíð Oddsyni með hendur fyrir augun og Halldóri Ásgrímssyni með hend- ur fyrir eyrun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.