Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 41
23MÁNUDAGUR 2. maí 2005 Fljótlega gefst Svíum tæki- færi til að kaupa sér svans- merkt hús og fá þar með tryggari og heilbrigðari húsa- kynni sem er ódýrt að kynda. Svanurinn, sem er umhverfis- merki Norðurlanda, hefur hing- að til verið settur á vörur og þjónustu sem uppfylla ströng umhverfisskilyrði og eru svans- merkt hús nýjung í þeirri flóru. Talið er að svansmerktu húsin muni hafa minni rekstrarkostn- að og hærra endursöluverð, en nokkur ár hafa farið í að setja saman skilyrðin sem húsin þurfa að uppfylla fyrir Svaninn. Neytendum gefst fljótlega tæki- færi til að kaupa ný hús þar sem orkunotkun er í lágmarki og án heilsupillandi efna. „Mörg umhverfisvandamál koma upp við húsbyggingar þar sem ólíkir undirverktakar koma að málum. Þess vegna er þess krafist að að- eins einn verktaki sjái um allt verkið til þess að húsið geti verið svansmerkt,“ segir Ragn- ar Unge, talsmaður Svansins í Svíþjóð. Rannsóknir sýna að Svíar vilja búa í umhverfisvænu húsnæði og meirihlutinn fagnar svansmerk- ingum á hús. Margir segjast einnig tilbúnir að borga meira fyrir hús sem eru umhverfisvæn, en þó er talið að svansmerkt hús verði ekki dýrari en önnur hús. Þvert á móti verða þau sennilega ódýrari vegna lægri orkukostnað- ar, þar sem það mun að jafnaði kosta helmingi minna að hita upp svansmerkt hús en venjuleg ein- býlishús. ■ Falleg sex herbergja þakíbúð á tveimur hæðurm. Neðri hæð: Gengið inn í for- stofu með góðum skáp, flísar sem ná inn í hol og eldhús. Eldhús með fallegri innréttingu úr ljósum hlyn, stór gaselda- vél með áfastri viftu, granít á bekkjum. Borðstofa og stofa með dökku parketti, útgengt á rúmgóðar svalir. Baðherbergi er með baðkari og góðri innréttingu úr hlyn. Tvö stór herbergi eru á neðri hæð með fataskápum úr ljós- um hlyn. Þvottahús er á hæð- inni. Efri hæð: Flísalagður stigi er milli hæða með fallegu stál/glerhandriði, sérsmíðað af Klaka í Kópavogi. Stór stofa er notuð sem sjónvarpshol og eru aðrar svalir þar. Lítið salerni sem er flísalagt, innrétting með granítbekk og falleg handlaug, innangengt á háaloft frá salerninu. Góð geymsla með mikilli lofthæð þar sem hægt væri að setja milliloft. Mikil lofthæð er á efri hæð, sem er talsvert undir súð og kemur mjög skemmtilega út. Tvö stór svefnherbergi, bæði með skápum úr hlyni. Annað: Bílageymsla í kjallara, heitt og kalt vatn til þrifa á bílum og einnig sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Svansmerkt hús Garðabær og Stjarnan skrifuðu undir samning fyrr í vikunni. Skrifað hefur verið undir samn- ing á milli Garðabæjar og Stjörn- unnar um framhald framkvæmda við vallarhús við knattspyrnuvöll- inn að Ásgarði. Um er að ræða þriðja áfanga verksins auk fram- kvæmda við innréttingar og fleira, en stefnt er að því að fram- kvæmdum við umsamda bygging- aráfanga verði lokið 31. ágúst á þessu ári. Á heimasíðu Garðabæjar kem- ur fram að heildargreiðslur Garðabæjar til Stjörnunnar sam- kvæmt samningi þessum nemi 54,3 milljónum króna og greiðist á þriggja ára tímabili. Vallarhús- ið er eign Garðabæjar en til af- nota fyrir Stjörnuna samkvæmt samningi sömu aðila um rekstur íþróttavalla. Gert er ráð fyrir að bæjarfélagið hafi afnot af húsinu fyrir aðra starfsemi sem tengist íþrótta- og skólastarfi bæjarins, í samráði við Stjörnuna. Þetta kemur fram á vefnum Víkur- frettir.is ■ Talið er að framkvæmdum við vallarhús Stjörnunnar verði lokið í lok ágúst. Framkvæmdir við vallarhús halda áfram Íbúðin er í fallegu fjölbýli í Bryggjuhverfinu. Glæsieign á Naustabryggju Þakíbúð á tveimur hæðum Verð: 37,7 milljónir. Stærð: 191 fermetri, en 200 fermetra gólfflötur. Fasteignasala: Akkur fasteignasala. Fljótlega munu rísa í Svíþjóð hús sem verða merkt Svaninum, umhverfismerki Norðurlanda. 2JA HERB. AUSTURSTRÖND - 170 SELTJ . Skemmtileg 50,8 fm 2ja herb. íbúð ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi. Parket á gólfum. Frábært útsýni til norðurs. VERÐ 14,5 millj. HRAUNBÆR - 110 Rvk. Góð 2ja her- bergja 54,4 fm. íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli. Eikarparket á gólfum. Stutt í alla helstu þjónustu VERÐ 11,2 millj. ÁLFATÚN - 200 KÓP. LAUS! Falleg 2ja herb. 62,1fm. íbúð á 2.hæð (efstu) í litlu 4ra íb. fjölb. Neðst í botnlanga við Fossvog- inn. Suðursvalir. Gegnheilt stafaparket á íbúð. Sérgeymsla í sam.(ekki í fm tölu íbúð- ar): Frábær garður. Topp staðsetning. VERÐ 16,9 millj. SELVOGSGATA - 220 Hfj. Góð 2ja - 3ja herb. íbúð 58,1fm. á 2. hæð. Parket og flísar á gólfum. Geymsla í kjallara er nýtt sem auka herbergi og er skráð 14,9 fm. Stutt í alla helstu þjónustu. VERÐ 11,3 millj. NJÁLSGATA - 101 RVK. Góð 50,8 fm íbúð ásamt 13,2 geymslu/herb í bakhúsi. Samt. 64,1 fm. Á 1.hæð í góðu húsi á besta stað í miðbænum. VERÐ 12,5 millj. DALSEL - 109 RVK. Rúmgóð og snyrtileg 2ja herb. 75,1 fm íbúð á 3. hæð, ásamt stæði í bílskýli. Rúmgott svefnherbergi. Baðherbergi m/ tengi f. þvottavél og þurrkara. Parket á stofu. Frá- bært útsýni. VERÐ 12,9 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI FISKISLÓÐ - 107 RVK Verslunar- og skrifstofuhúsnæði 1.144.3 fm. Húsið er klætt að utan m/ jatóba viði og náttúrulegum steini. Gluggar eru úr ál/tré. Lofthæð á neðri hæð 4,30 m, efri hæð 3,50 m. Stórar útkeyrsludyr. GARÐATORG-VERSL/SKRIF- STOFUHÚSN. Verslunarhúsnæði innst í Garðartorgi. Hús- næðin er notað sem skrifstofu húsnæði í dag. Bílskúr/lagerrými innaf sem ekki er inn í ferm. fjölda. VERÐ 14,4 millj. BREKKUHÚS - 112 RVK. GÓÐ FJÁRFESTING.159,4 fm atvinnuhús- næði í hús í útleigu með framtíðar leigu- samning, þar sem eftir eru átta ár. VERÐ 24,5 millj. SUMARBÚSTAÐIR AKUREYRI - VAGLASKÓGUR Vel staðsettur sumarbústaður í Lundskógi. Húsið er fullbúið og selst með húsgögnum utan persónulegra muna. Í bústaðnum eru tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús með góðri innréttingu. Yfir svefnherbergja- hluta er um 27 fm. svefnloft sem er ekki innifalið í stærðarskráningu. Úr stofu er gengið út á stóran pall. Lóð er stór og á henni er m.a. róla. VERÐ 10,8 millj. SUMARHÚS - Heilsárs sumarhús á tveimur hæðum, ca. 70 fm. Tveir kvistar, Svalir, Tvö býslög og sólpallur. Húsið er í smíðum en hægt er að afhenda það með stuttum fyrirvara. Húsið afhendist á mis- munandi byggingarstigum. Fullfrágengið með gólfefnum. VERÐ 10,5 millj. HEILSÁRSHÚS - MIÐHÚSUM , Skógarhólf 5, fyrir neðan Þjóðveg. Rétt við Úthlíð og þar er : Golfvöllur, veitingahús, bar, verslun, bensínstöð ofl. Milli Lauga- vatns og Geysis. 78 fm. hús. Heitur pottur er á verönd. Verönd er eingöngu lokið fram- an við hús, ca 70 fm. VERÐ 14,5 millj. Vogar á Vatnsleysuströnd er vinalegt bæjarfélag. Aðeins 15 mín til Hfj. Mikil menningar- og íþróttastarfsemi. Nýlegt íþróttahús og sundlaug. Góður skóli og leikskóli. VERÐ 10,9 MILLJ. – 16,1 MILLJ. - 80% LÁN FRÁ LÁNASTOFNUN. HEIÐARGERÐI 1-3 VOGAR VATNSLEYSUSTRÖND 2JA, 3JA OG 4RA HERBERJA ÍBÚÐIR • Sérinngangur í allar íbúðir. • Sérþvottahús í íbúðum • Sérgeymsla í íbúðum • Sérafnotaréttur af lóð eða suðursvalir. • Vandaðar innréttingar úr eik HTH • Falleg og vönduð tæki: Keramikhelluborð • Fullbúnar án gólfefna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.