Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 62
Bland í poka Ég hef verið að velta fyrir mér að nánast öll umfjöllun um nýlátinn páfa snýr að því að hann hafi átt stóran þátt í falli kommúnismans, hafi eftir fremsta megni reynt að af- stýra Persaflóastríðinu og ferðast mikið. Aðeins ein grein sem ég veit um hefur verið gagnrýnin á þá stað- reynd að páfi heitinn barðist gegn notkun smokksins! Hvað hefði mátt bjarga mörgum mannslífum ef hann hefði einfaldlega ekki sagt neitt? Svo ég tali nú ekki um ef hann hefði stutt notkun smokksins vegna alnæmisfaraldursins sem geisar í Afríku þar sem kaþólikkum hefur fjölgað mest? Ég er alveg ofboðslega ánægður með hana Agnesi Bragadóttur fyrir að fá okkur til að segja hingað og ekki lengra. Ef ekki verður hlustað á þessi skýru skilaboð sem þjóðin er að senda þá vil ég hvetja Agnesi til þess að fara alla leið, stofna flokk og bjóða fram, það er þörf á slíku fólki á Alþingi. Ég segi að jafnvel þó að al- menningur nái sínu fram eigi Agnes að stofna flokk og fara á þing. Það er vöntun á alþingismönnum sem manni finnst maður geta treyst. Ég er ekki alltaf sammála Steingrími J. en mér finnst hann vera nánast eini maðurinn sem ég get treyst og er ekki tilbúinn að selja sína sannfær- ingu. Mér finnst alltaf jafn gaman að horfa á hann kljást við andstæðinga sína þar sem hann hefur yfirlett betur vegna rökfestu sinnar og þekkingar á málefninu. Mér finnst vanta meiri hugsjón, meiri tengingu við vilja þjóðarinnar og meira sjálf- stæði í skoðunum hjá alþingismönn- um. Ég vil Agnesi á þing. Ég var svo heppinn að fá miða á tónleika Roberts Plant hér í Köben um daginn, ég var ekki bara ánægð- ur yfir því tækifæri að fá í fyrsta sinn að heyra og sjá söngvara Led Zeppelin, heldur var ég svo heppinn að njóta félagsskapar Óla Palla sem er forseti Rokklandsins og einn fróð- asti maður þjóðarinnar þegar kemur að músík. Mér leið svona eins og ef Laxnessinn sjálfur hefði lesið fyrir mig Sölku Völku. Ég hafði líka fulla þörf á að fá smá fyrirlestur um rokk því að þegar Óli hringdi í mig og bauð mér með sér á tónleikana þá sagði ég kærustunni að Robert Palmer væri að spila og þegar hún var ekki með á nótunum þá spurði ég hana hvort hún myndi ekki eftir lag- inu Addicted to Love og videóinu með öllum nöktu módelpíunum með gítarana?!!!!! Þegar ég svo hitti Óla Palla þá sagði ég honum að ég hlakk- aði til að heyra þetta lag „læv“! Óli leyfði mér að halda sjálfsvirðing- unni með því að segja að það væru algeng mistök að rugla saman þess- um mönnum. Þetta voru frábærir tónleikar og ekkert gefið eftir í keyrslunni, sjö Zeppelin-lög tekin í bland við nýtt efni, salurinn vel með á nótunum og tilfinningin sú sama og að vera á Kaffibarnum á góðu laug- ardagskvöldi. Kveðja, Frikki HÚSIN Í BÆNUM FRIÐRIK WEISSHAPPEL Langholtsprestakall var stofnað 29. júní 1952. Þann 1. nóvember sama ár kom séra Árelíus Níelsson til starfa og síðan hófst safnaðarstarfið af fullum krafti. Langholtskirkja stendur í Sólheimum í Reykjavík og var vígð árið 1984. Kirkjuna teiknaði Hörður Ágústsson, húsameistari ríkisins, en allar viðbætur eru teiknaðar af Þórarni Þórarinssyni arkitekt. Kórgluggi, hliðargluggi og vesturgluggi eru eftir Sig- ríði Ásgeirsdóttur glerlistamann og voru vígðir 1999. Sama ár var orgel kirkjunnar vígt, barokkorgel frá Noack-verksmiðjun- um. Tónlistarlíf í kirkjunni er í miklum blóma enda hljómburður þar með afbrigð- um góður. Sóknarprestur Langholtskirkju er séra Jón Helgi Þórarinsson. Langholtskirkja SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 0 50 100 150 200 250 300 FJÖLDI 11/3-17/3 218 18/3-24/3 239 25/3-31/3 124 8/4-14/4 229 15/4-21/4 190 22/4-28/4 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.