Fréttablaðið - 03.05.2005, Page 1

Fréttablaðið - 03.05.2005, Page 1
● kveður gamla vinnustaðinn Anna Margrét Björnsson: ▲ SÍÐA 30 Ritstýrir nýju blaði fyrir ungt fólk MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTI Í KVÖLD Liverpool og Chelsea mætast í kvöld öðru sinni í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fyrri leikurinn endaði 0-0. Með Chelsea leikur Eiður Smári Guðjohnsen. Leikurinn hefst klukkan hálf sjö og er sýndur á Sýn. DAGURINN Í DAG 3. maí 2005 – 118. tölublað – 5. árgangur ÁTAK GEGN LÖGBRJÓTUM Alþýðu- samband Íslands hefur hafið sérstakt átak gegn ólöglegu vinnuafli í landinu. Átakið Einn réttur – ekkert svindl mun fremur beinast að þeim atvinnurekendum sem lög brjóta en verkafólkinu sjálfu. Sjá síðu 2 VILJA BORGA FYRIR STOFNANIR Kaupfélag Eyfirðinga er tilbúið til að borga ríkinu hundruð milljóna króna til að liðka fyrir flutningi opinberra starfa frá höfuð- borgarsvæðinu norður á Akureyri. Horft er til Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunarinnar og fleiri stofnana. Sjá síðu 4 UMHVERFISSTOFNUN GAGN- RÝNIR IÐNAÐARRÁÐHERRA Hjá stofnuninni ríkir óánægja með lítið vægi sem Umhverfisstofnun virðist hafa gagnvart öðrum málaflokkum. Sigurjón Þórðarson alþingismaður segir Orkustofnun vera í dekri hjá ríkisstjórninni. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Hrædd við líkams- ræktarstöðvar ● heilsa Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 82% 20-49 ára karla á sv-horninu lesa Fréttablaðið á föstu- dögum.* Þeir eru m.a. að sækja í bílaauglýsingar í smá- auglýsingum – og það nýta bílasölur sér. *Gallup febrúar 2005 VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST NOKKUÐ BJART að deginum og þurrt. Hiti 3-10 stig hlýjast suðaustan til. Þykknar upp í kvöld sunnan og vestan til. Sjá síðu 4 Alexía Björg Jóhannesdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS BRUNI Eldur kom upp í bílhræi við endurvinnslustöðina Hringrás þegar verið var að pressa það um fjögurleytið í gær. Vatnsslangan sem starfsmenn hafa í að grípa í tilfellum sem þessum var ekki lengri en svo að hún náði ekki á brunastað og því þurfti að flytja brennandi bílhræið nær slöng- unni til að slökkva eldinn. „Þetta er hálfgerð garðslanga hjá þeim,“ sagði einn slökkviliðs- maður sem Fréttablaðið talaði við. „Ef eldur kemur upp í dekkjahrúgunni þá ráða þeir ekki við neitt,“ bætti hann við. Mönnum er enn í fersku minni stórbruninn sem varð í Hringrás í nóvember á síðasta ári en þá varð að rýma fjölda húsa í grenndinni. Að sögn Bjarna Kjartansson- ar, sviðsstjóra forvarnarsviðs Slökkviliðsins, er fyrirtækið undir miklu eftirliti eftir stór- brunann. „En við höfum ekki haft áhyggjur af Hringrás því þar hefur þetta verið í skaplegu ástandi en af sjálfsögðu ættu þeir að hafa viðunandi slöngu á svæðinu,“ bætti hann við. Ellý J. Vilhjálmsdóttir, svið- stjóri umhverfissviðs Reykjavík- ur, ætlar að heimsækja Hringrás nú í morgunsárið og athuga hvað gerðist. – jse Eldur í togara: Rak úti á ballarhafi ÚTGERÐ Togar- ann Wisbaden rak stjórn- laust úti á ballarhafi í f j ó r t á n klukkutíma í fyrrinótt og í gær eftir að eldur hafði komið upp í rafmagnstöflu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engum varð meint af. Skemmdir urðu ekki miklar en togarinn varð rafmagnslaus. Ekki var stætt á öðru en að sigla í Hafnarfjarðar- höfn eftir að rafmagn komst á en þar fóru frekari viðgerðir fram. Samkvæmt upplýsingum frá Samherja, sem gerir togar- ann út, stóð til að leggja í hann aftur í gærkvöld, því að aflinn væri sáralítill. – jse Tekjur dragast saman: deCode tapar milljarði VIÐSKIPTI Tekjur deCode á fyrsta ársfjórðungi voru 9,5 milljónir Bandaríkjadala eða tæpar 600 milljónir króna og drógust þær saman um átta prósent milli ára. Fyrirtækið birti tölurnar í gær. Tap fyrirtækisins eftir skatta nam 16,9 milljónum Bandaríkja- dala eða rúmlega milljarði króna, sem er einnig aukning milli ára. Ein af meginástæðum aukins taps er sögð vera hærri þróunar- og rannsóknarkostnað- ur tengdur lyfjaþróun fyrirtæk- isins. - dh BRUNI Í HRINGRÁS Flytja þurfti brennandi bílhræ nær vatnsslöngu á athafnasvæði Hringrásar í Reykjavík í gær. Á innfelldu myndinni má sjá starfsmenn athafna sig eftir að eldurinn var kominn í færi við slönguna. Stórbruni varð í Hringrás í nóvember í fyrra. H E I L B R I G Ð I S M Á L Notkun geðlyfja við athyglisbresti og ofvirkni barna og unglinga hefur aukist um 76 pró- sent frá árinu 2002 og enn meira frá árinu 1999. Kostn- aður Trygginga- stofnunar ríkisins vegna þessarar tegundar lyfja hefur á sama tíma fimm- til sexfaldast. Hann nam um 23 milljónum króna árið 2002 en nærri 130 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn Ástu R. Jó- hannesdóttur, Samfylkingunni, en hún spyr hvort eðlilegt geti talist að á annað þúsund barna taki slík lyf að staðaldri. Horft er til virka efnisins methylphenidat, sem þekktara er undir heitinu Ritalin. Ávanahætta fyrir börn er ekki talin mikil, en engu að síður er ráðið frá því að ávísa lyfinu til fíkla. Samkvæmt gögnum Eftir- litsstofnunar Sameinuðu þjóð- anna var notkun lyfsins hvergi meiri en á Íslandi árið 2003. Næstmest var notkunin í Banda- ríkjunum en þar í landi hafa áhyggjur af hugsanlegri ofgrein- ingu á athyglisbresti vaknað. Í svari heilbrigðisráðherra segir jafnframt að ofvirkni og at- hyglisbrestur sé greindur út frá hegðun barnanna og það séu fyrst og fremst barnalæknar með sérfræðiréttindi sem hefji lyfja- meðferð. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra tekur undir áhyggjur fyrirspyrjanda og ætlar að leita til landlæknis og Miðstöðvar heilsuverndar barna um það hvernig bregðast skuli við. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að að minnsta kosti tvö prósent barna séu greind með athyglisbrest og ofvirkni og bendir á að sé rétt að málum stað- ið geti lyfjameðferð gert gagn í allt að þremur tilvikum af fjór- um. „Það er hins vegar einnig rétt að greining þessa sjúkdóms er háður frásögnum og það getur stundum orðið til þess að börnin eru meðhöndluð þegar rót vand- ans er hugsanlega hjá foreldrun- um.“ Sigurður segir vísbending- ar um að ekki sé um frekari aukningu að ræða í notkun geð- lyfsins. johannh@frettabladid.is SIGURÐUR GUÐMUNDS- SON LAND- LÆKNIR Bruni í Hringrás: Bálið flutt að slöngunni Heimsmet í notkun geðlyfs fyrir börn Notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna og unglinga hefur margfaldast á örfáum árum. Heilbrigðisráðherra tók undir áhyggjur Ástu R. Jóhannesdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Landlæknir segir lyfjameðferð hjálpa í 75 prósentum tilvika. TOGARINN WISBADEN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.