Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 10
3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Ný bóknámsbraut í Menntaskólanum á Akureyri fyrir duglega nemendur: Níundu bekkingar í framhaldsskóla MENNTUN Menntamálaráðuneytið hefur veitt Menntaskólanum á Akureyri heimild til að taka við takmörkuðum fjölda afburðanem- enda sem ljúka 9. bekk í vor og þeir nemendur þurfa því ekki að fara í 10. bekk að hausti. Um er að ræða fjögurra ára tilraunaverkefni og er MA eini skólinn á landinu þar sem þessi kostur er í boði. Jón Már Héðinsson, skólameist- ari MA, segir að í haust verði tekið á móti fyrstu fimmtán nemendun- um en þeir einir geta sótt um inn- göngu sem fengið hafa átta eða meira í meðaleinkunn í 9. bekk. „Þetta er okkar leið til þess að skapa fljótandi skil milli grunn- og framhaldsskóla,“ segir Jón Már. „Við munum vanda valið á þeim nemendum sem við tökum inn á þá almennu bóknámsbraut sem í boði er og ræða við nemendurna sem koma til greina og forráðamenn þeirra. Bekkirnir verða fámennir og því verður kennslan mun ein- staklingsmiðaðri en í stærri bekkj- um og sérstakur umsjónarmaður mun leita leiða til að bjóða upp á nýjungar í námi,“ segir Jón Már. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn næstkomandi mánudag en umsóknarfrestur er til 14. júní og geta dugmiklir nemend- ur af öllu landinu sótt um inn- göngu. - kk/- jh Einingaverksmiðjan á Reyðarfirði: Steypuvinnan að hefjast REYÐARFJÖRÐUR Prufusteypa á ein- ingum í byggingu álverksmiðj- unnar fyrir austan stóð yfir í ein- ingaverksmiðju BM Vallár á Reyðarfirði í síðustu viku og hefst steypuvinnan á fullu í þess- ari viku. Um 12-15 manns starfa að jafnaði í einingaverksmiðj- unni. Víglundur Þorsteinsson, starf- andi stjórnarformaður BM Vallár, segir að undirbúningur- inn hafi verið flókinn og langur. BM Vallá keypti húsnæði á Reyðarfirði árið 2003 og hefur nú byggt þar upp verksmiðju. Verksmiðjan f r a m l e i ð i r steypu á Reyð- arfirði og við K á r a h n j ú k a , hefur alla sem- entsdreifingu fyrir virkjana- framkvæmdirn- ar á Kárahnjúk- um á sinni hendi og selur fylli- efni og fleira. Þetta er til viðbót- ar við þá steypustöð sem Bechtel er sjálft með. „Við erum með umfangsmikla starfsemi hérna. Hér á Austur- landi starfa nú um 35 manns,“ segir Víglundur. Gert er ráð fyrir að ársvelta BM Vallár á Austurlandi nái um einum milljarði á þessu ári og svipaðri veltu á því næsta. Það gerir um fjórðung af veltu fyrir- tækisins 2005. -ghs 6.888 kr. Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur R V 20 34 Tilbo ð maí 2 005 ALTO háþr ýstidæ lur á tilboð sverð i Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst 15.888 kr. Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst 28.888 kr. Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opn unar tími í ve rslun RV: flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.599 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.799kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 4. - 10. maí EGILSSTAÐA 6.799 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 82 54 05 /2 00 5 Fargjald fyrir börn 1 króna! Gildir aðra leiðina fyrir börn að 12 ára aldri, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun (við bætist flugvallarskattur og tryggingargjald, samtal 440 kr.) MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Nemendum sem náð hafa góðum árangri í 9. bekk stendur til boða að hefja nám í MA ári fyrr en í öðrum framhaldsskólum. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON BM Vallá er með umfangsmikla starf- semi á Reyðarfirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI MIKIL UPPBYGGING Á REYÐARFIRÐI Einingaverksmiðja hefur störf í þessari viku. Verksmiðjan framleiðir steypu á Reyðarfirði og við Kárahnjúka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.