Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 2005 13 Rífandi sala er á fellihýsum, hjólhýsum og húsbílum það sem af er ári. Salan fór snemma af stað hjá Seglagerðinni Ægi þar sem viðskiptavinir voru farnir að fjárfesta í sumargræjunum í desember en alvaran hófst fyrir alvöru í janúar. Hjá Evró ehf. á Grensásvegi er búið að selja jafn mikið núna og í lok maí í fyrra. Þá virðist fólk sækja meira í lúx- us, því minna selst af tjaldvögn- um en mun meira af hjól- og fellihýsum. Hjá Seglagerðinni fengust þó þær upplýsingar að sala tjald- vagna væri nokkuð góð. Yngra fólkið sæki helst í þau en þeir sem hafi átt fellihýsi séu að færa sig í húsbíla. Tíðarfarið spillir ekki fyrir fellihýsasölunni og hefur heyrst af fólki sem þegar hefur notað fellihýsin sín á þessu ári. Voru þau til dæmis notuð í vélsleða- ferðum og á Þingvöllum um páskana. Hægt er að nota hjól- hýsi í margra stiga frosti og því möguleiki á að vera í þeim allan veturinn. Hins vegar nýtast felli- hýsin vart nema að frostmarki, segir Jóhann Sigurðsson hjá Evró. Eigendur fellihýsa virðast þó ekki vera vaknaðir til lífsins enn- þá og standa langflest fellihýsi óhreyfð í þeim fellihýsageymsl- um sem haft var samband við. Töluvert hefur verið pantað af fellihýsum fyrir sumarið á felli- hýsaleigu Glæsivagna og er fólk fyrr á ferðinni með það en venju- lega. Þó hefur enginn vagn verið leigður út það sem af er ári. - sgi Landsmenn undirbúa sumarið: Fellihýsin rjúka út FELLIHÝSI Heyrst hefur af fólki sem fór í útilegu með fellihýsi sín strax um páskana. KOKKURINN Á FRIÐRIKI V „Gæði ís- lensku bláskeljarinnar komu mér verulega á óvart og ég er viss um að erlendir kollegar mínir munu kætast ef hún verður flutt út,“ segir Friðrik. Kokkurinn á Friðriki V: Íslenska blá- skelin ber af Friðrik Valur Karlsson, eigandi veitingahússins Friðrik V á Akur- eyri, hefur keypt bláskel af Norð- urskel undanfarin ár. Segir hann íslensku bláskelina í allt öðrum og hærri gæðaflokki en innflutta skel, bæði hvað varðar holdfyll- ingu og bragðgæði. „Eftir að ég kynntist gæðum skeljarinnar frá Norðurskel þá býð ég gestum mínum ekki upp á annað. Ég hef sýnt ítölskum og spænskum matreiðslumönnum bláskelina frá Norðurskel og þeir eiga vart orð til að lýsa gæðum hennar en sjálfir eru þeir vanir hálftómri skel.“ Friðrik hefur matreitt íslensku bláskelina á margvíslegan máta en oft er hún soðin í sjó og bjór til helminga og rétturinn borinn fram í skelinni. Hann hefur boðið bæði innlendum og erlendum gestum upp á íslenska bláskeljar- rétti og segir hann alla lofa hrá- efnið í hástert. „Hingað kom eitt sinn fjögurra manna ítölsk fjöl- skylda sem var á ferðalagi um landið og snæddu þau hjá okkur þrjú kvöld í röð. Fyrsta kvöldið pantaði konan bláskeljarétt og lík- aði svo vel að hún bað um bláskel öll kvöldin,“ segir Friðrik. kk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.