Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 3. maí, 123. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.53 13.25 21.59 AKUREYRI 4.24 13.09 21.57 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona hefur alltaf verið hrædd við líkams- ræktarstöðvar en heldur línunum í lagi með fiskiáti, hestamennsku og göngutúrum niður að sjó. „Vinir mínir gera oft grín að mér vegna þess að ég er með algjöra líkamsræktar- fóbíu. Ég er hrædd við stórar líkamsrækt- arstöðvar eins og Laugar og hvað þetta allt heitir. Ég get ekki fyrir mitt litla líf farið þangað inn. Ég hef alltaf verið svona og ég veit ekki af hverju,“ segir Alexía. Alexía gerir samt margt sér til heilsu- bótar þótt hún forðist líkamsræktarstöðv- arnar. „Ég nota náttúrulega leikhúsið til að gleðja andann og þar er mikil hreyfing. Ég er að setja upp leikritið Riðið inn í sólarlag- ið í Borgarleikhúsinu og ætla að sýna það tvisvar allar helgar sem jafnast alveg á við nokkra tíma í líkamsræktarstöð. Mér finnst líka rosalega gaman að fá mér göngutúr meðfram sjávarsíðunni og finna lyktina af sjónum,“ segir Alexía sem fær þó mest út úr heimsóknum til bróður síns. „Ég er mik- il hestakona og ég fer oft í heimsókn til bróður míns sem er bóndi fyrir vestan. Þar get ég farið á hestbak sem er æðislegt og geri það frekar en að hlaupa á rafrænum brettum í höfuðborginni. Það eflir andann og ég kem alltaf fersk til baka úr heimsókn- unum.“ „Ég er líka alltaf á leiðinni í skvass. Það hljómar svakalega spennandi og ég held ég yrði ekki hrædd við það eins og líkams- ræktarstöðvarnar. Það er sem sagt næst á dagskrá,“ segir Alexía sem hugsar hæfi- lega mikið um það sem hún lætur ofan í sig. „Í vinnunni minni er allt frekar óreglulegt og ég borða aldrei mat á sama tíma tvo daga í röð. Ég lendi oft í því að þurfa að grípa eitthvað úti í búð en það er reyndar orðið mikið framboð af hollum mat í búðum eins og skyrdrykkirnir. Ég lifi á þeim. En auðvit- að dett ég í sukkið stundum og borða eins og hestur. Ég neita mér ekki um mat og ef mig langar í eitthvað þá fæ ég mér það. En mér líður betur þegar ég borða hollt,“ segir Alexía. „Ég borða mikinn fisk og er svo heppin að eiga vin sem gefur mér alltaf fisk þegar hann er í landi. Ég verð svo glöð á sálinni þegar ég borða fisk og mér líður vel andlega.“ lilja@frettabladid.is Glöð á sálinni eftir fiskiát heilsa@frettabladid.is Össur hefur opnað þjónustumiðstöð í húsnæði Apótekarans við Hafn- arstræti á Akureyri. Norðlend- ingar geta farið í göngugrein- ingu, fengið þjónustu stoð- tækjafræðings og aðra sérfræðiþjónustu Össur- ar. Apótekarinn mun hefja sölu á íþrótta- og heilsuskóm ásamt þeim íþrótta- og hitahlífum og spelkum sem sér- fræðingar Össurar mæla með. Sumartíminn er hafinn hvað varðar útivistar- tíma barna og unglinga. Lýð- heilsustöð hvetur foreldra til að virða útivistartímann – börn yngri en tólf ára mega nú vera úti til klukkan 22 og 13 til 16 ára mega vera úti til miðnættis. Þess tími gildir til 1. september. Átakið Hjólað í vinnuna hófst í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í gærmorgun. Alls höfðu 220 vinnustaðir um land skráð sig til leiks í gær og má gera ráð fyrir að hátt í fjögur hundruð manns hjóli í vinnuna þessa dagana. Til- gangur verkefnisins er að efla hreyfingu og ekki er nauðsyn- legt að vera á reiðhjóli – það er í góðu lagi að ganga, hlaupa, skokka eða fara um á línuskautum. Alexía fær sér oft göngutúr niður að sjó til að finna lyktina af sjónum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, ilmvatnið þitt nýja er alveg skítafýlulega gott! Leikum við börnin okkar! BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.