Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 18
Svefn Flestir þurfa að sofa sjö til tíu stundir á sólarhring til að vera vel hvíldir og viðhalda góðri heilsu. Fólki hins vegar hættir til að sofa ekki nóg og fara of seint að sofa á kvöldin og er því þreytt á daginn.[ ] YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir Sértímar í kraftyoga www.yogaheilsa.is Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 11–17 Heilsuvörur og matstofa Við mælum beinþéttni Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Fáðu aukinn hita í kynlífið með Astroglide Warming Liquid. Lyktarlaust. Verið góð hvert við annað Sölustaðir Lyfja, Lyf og Heilsa, Femin.is, Rimaapótek, Laugarnesapótek, Árbæjarapótek, Skipholtsapótek, Apótekarinn, Lyfjaval, Árnes og Siglufjarðarapótek. Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. Rétt viðbrögð geta bjargað mannslífum Björgvin Herjólfsson telur algjörlega nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig eigi að bregðast við þegar lífsháska ber að höndum. Aukin eftirspurn er eftir að komast á skyndihjálparnám- skeið enda getur kunnátta í skyndihjálp bjargað mannslíf- um á ögurstundu. Þjálfarar í faginu telja að fólk þurfi að sækja námskeið á tveggja ára fresti. Rauði Kross Íslands hefur lengi séð um að skipuleggja skyndi- hjálparnámskeið bæði fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og hópa en þau geta verið sniðin að þörfum hvers og eins. „Við erum að von- ast til þess að það sé einhver vakning núna þar sem aukin eftir- spurn hefur verið eftir skynda- hjálparnámskeiðum í fyrirtækj- um og stofnunum,“ segir Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparþjálf- ari hjá fyrirtækinu Icesec sem sér um hópnámskeið í umboði Rauða krossins. „Á fjórum klukkustundum för- um við yfir grunninn sem felur í sér endurlífgun þar sem notast er við brúðu,“ segir Björgvin. Til að læra öll atriði skyndi- hjálpar þarf hins vegar að taka fullt námskeið, 16 stunda langt, og er þar farið yfir hluti eins og að- komu að slysi, fyrstu endurlífgun, beinbrot og stöðvun blæðinga svo eitthvað sé nefnt. „Ég tel alveg nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig það eigi að bregðast við og það er betra að taka fjögurra stunda námskeið en að taka ekki neitt.“ Spurður hvort hann viti til þess að einhver af nemendum hans hafi þurft að nýta sér skyndihjálp- ina eftir námskeið, minnist hann konu sem kom að slæmu slysi. „Ég fékk þakkir frá konu sem hafði komið að bílslysi út á landi. Hún hafði víst verið eins og hers- höfðingi þar til sjúkrabíllinn kom á vettvang,“ segir Björgvin. Skyndihjálp er ekki skyldunám hjá neinni stétt utan heilbrigðis- geirans ef frá eru taldir bílstjórar með meirapróf. „Sum fyrirtæki eru hins vegar mjög vakandi fyrir nauðsyn þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið og í mörgum tilfellum taka starfsmannafélögin sig til og standa fyrir námskeiðum,“ segir Björgvin. „Það er alltaf ánægjulegt að sjá dæmi þess að þetta er tvímæla- laust að bjarga mannslífum, og maður brosir út í annað því það er gaman að sjá vinnu sína skila ár- angri,“ segir Björgvin. kristineva@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.