Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 26
Markaðurinn á mannamáli Nýtt v iðskip tablað frítt með Fr éttablaðinu á morgun Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P RE 2 79 08 0 4/ 20 05 Sögurnar • Tölurnar • Fólkið Nú þarftu ekki lengur að vera sérfræðingur til að fá botn í markaðsmálin. Hér eftir mun Markaðurinn fylgja Fréttablaðinu frítt alla miðvikudaga. Í Markaðnum munum við leggja sérstaka áherslu á að fjalla á auðskilinn hátt um íslenska og erlenda markaði og viðskiptalíf. Við munum ekki einskorða okkur við stórviðburði heldur m.a. greina frá fólki sem vinnur góð verk í misstórum fyrirtækjum víða í þjóðfélaginu. Í grein í Fréttablaðinu fyrir viku síðan undir fyrirsögninni „Hver ber ábyrgðina?“, beindi Ragnar Þorgeirsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, fyrirspurn til mín um ábyrgð á dagskrárefni, sem flutt er í Ríkisútvarpinu. Tilefnið var viðtal við athafnakonuna Jónínu Benediktsdóttur í beinni útsend- ingu Kastljóssþáttar Sjónvarpsins 17. apríl sl. Jafnframt var spurt hvort ég teldi að vinnubrögðin samræmdust almannahlutverki Ríkisútvarpsins og kröfum um faglega vönduð vinnubrögð. Í fyrsta lagi skal tekið fram, að hjá Ríkisútvarpinu hafa frétta- menn og dagskrárgerðarmenn nánast ótakmarkað frelsi og sjálf- stæði við val viðfangsefna og við- mælenda til að koma fram í frétt- um eða dagskrárþáttum. Auðvitað er gert ráð fyrir að farið sé eftir settum vinnureglum og sérstökum fréttareglum Ríkisútvarpsins, sem einnig taka til fréttatengdra þátta. Það er líka brýnt fyrir fréttamönn- um og dagskrárgerðarfólki að hafa samráð við yfirmenn um ákvarðanatöku, ef upp koma álita- efni. Dagskrárstjórar, fram- kvæmdastjórar eða útvarpsstjóri hafa því almennt ekki afskipti af því hvort Jónína Benediktsdóttir eða aðrir eru fengnir til að koma fram í fréttum eða þáttum í dag- skrá Ríkisútvarpsins. Vegna gagnrýni, sem fram hef- ur komið á þennan Kastljóssþátt hafa umsjónarmenn hans gert grein fyrir ákvörðun sinni um að fá Jónínu í viðtal. Þeir benda á að hún hafi verið áberandi í íslenzku viðskiptalífi um árabil. Hún er þekktur einstaklingur, hefur tengzt persónulega áhrifamönnum í viðskiptalífinu, skrifað greinar um þjóðfélagsmál og komið fram sem álitsgjafi í útvarpi og sjón- varpi. Hún hefur gagnrýnt ríkis- stjórn, stjórnarandstöðu, forseta lýðveldisins og hinar ýmsu við- skiptablokkir. Þá vinnur Jónína að ritun bókar um það ógegnsæi sem hún telur einkenna íslenzkt við- skiptalíf. Vegna alls þessa fannst umsjónarmönnum Kastljóss fullt tilefni til að fá hana í viðtal. Fátt er ömurlegra en að stilla upp skoðanalausu fólki til við- ræðna í sjónvarpsþætti, bæði fyrir umsjónarmenn og áhorfendur. Ríkisútvarpið verður að endur- spegla þá gerjun, sem á sér stað í þjóðfélagsumræðunni. Oft stendur styr um menn og málefni, ekki sízt á miklum umbrotatímum eins og þeim sem eiga sér stað einmitt nú, þegar þjóðin er að brjóta af sér hlekki miðstýringar og sækja fram á sviði hins heimsvædda markaðs- og efnahagskerfis. Öll fjölmiðlaumræða síðustu ára ber líka merki þessara breytinga. Hún er beinskeyttari og frjálslegri en áður, t.d. ef litið er svo sem tvo áratugi aftur í tímann. Þó að Ríkis- útvarpið sé háð strangari vinnu- reglum en aðrir ljósvakamiðlar um að gera einstaklingum og ólík- um skoðunum þeirra jafnhátt und- ir höfði, hafa aðferðir þess til að koma umræðunni á framfæri við hlustendur og áhorfendur gjör- breytzt frá því sem áður var. Mað- ur man þá tíð þegar umræðuþætt- ir í útvarpinu voru klipptir að lok- inni upptöku til að milda áhrifin af sjónarmiðum, sem töldust ekki samrýmast hlutleysisreglum stofnunarinnar. Það tíðkaðist líka að „viðtöl“ í útvarpinu væru lesin upp af fyrirframsömdu handriti. Við þær aðstæður var flest nokkuð fyrirsjáanlegt og umsjónarmenn þátta gátu andað rólega. Þetta breyttist auðvitað þegar samtöl manna fóru í vaxandi mæli fram í beinum útsendingum. Þar með varð umræðustíllinn frjáls- legri. En um leið er tekin sú áhætta að yfirlýsingaglaðir við- mælendur láti sér ekki segjast í hlutsömum umsögnum um nafn- greinda og fjarstadda aðila þrátt fyrir ítrekaðar áminningar um- sjónarmanns. Þetta gerðist í um- ræddum Kastljóssþætti. Þar tók Jónína Benediktsdóttir stórt upp í sig en hefði betur stillt orðum sín- um í hóf. Það var óþarfi hjá henni að sverta nöfn valinkunnra at- hafnamanna með dylgjum. Jónína talaði nefnilega að öðru leyti skýrt og skorinort fyrir munn margra um málefni, sem öllum almenningi eru mjög ofarlega í huga um þess- ar mundir. Þau sjónarmið eiga full- an rétt á að heyrast í Ríkisútvarp- inu. Sá sem flytur sjálfur efni í eig- in nafni ber ábyrgð á því. Sam- kvæmt 26. gr. útvarpslaga nr. 53/2000 gildir það bæði um efni, sem útvarpað er samtímis því að það er flutt og efni sem útvarpað er samkvæmt áður gerðri upp- töku. Ennfremur segir: „Ákvæði þessarar málsgreinar taka einnig til samtals í útvarpi þannig að hver sem tekur þátt í samtali í eigin nafni ber ábyrgð á sínu framlagi í því.“ ■ 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR18 Ábyrgð á útvarpsefni MARKÚS ÖRN ANTONSSON ÚTVARPSSTJÓRI UMRÆÐAN LESENDABRÉFI SVARAÐ Að undanförnu hefur Gísli Sig- urbjörnsson, einn forsvars- manna GT-verktaka farið mikinn á síðum dagblaða og m.a. sakað yfirtrúnaðarmann verkalýðsfé- lagana um ómálefnalega um- ræðu um starfsemi fyrirtækis- ins hér að Kárahnjúkum. Það er ekki vilji yfirtrúnaðarmanns að eiga í opinberum ritdeilum við einstaka fyrirtæki, en vegna þess hvernig mál hafa þróast tel ég mig engu að síður skylt að láta eftirfarandi koma fram. Í byrjun febrúarmánaðar sl. barst yfirtrúnaðarmanni upp- sagnarbéf íslensks starfsmanns Gt-verktaka þar sem honum var sagt upp störfum með einnar viku fyrirvara í stað 12 daga eins samningar þó kveða á um. Þess- ari uppsögn mótmælti yfirtrún- aðarmaður með bréfi þ. 16.2. sl. (uppgjör á launum þessa manns er komið til lögmanns og bréfum verkalýðsfélagsins hefur ekki verið svarað hingað til). Jafnframt bárust yfirtrúnað- armanni upplýsingar um komu fjögurra lettneskra starfs- manna. Leitaði yfirtrúnaðarmað- ur þegar til Vinnumálastofnunar vegna staðfestingar á atvinnu- leyfum viðkomandi starfs- manna, sem taldi að starfsmenn þessir væru hér á röngum for- sendum og að vera þeirra hér samrýmdist ekki reglum um þjónustuviðskipti. Kærði Vinnu- málstofnun málið til Sýslu- mannsembættisins á Seyðisfirði í kjölfarið. Þ. 16.02. sendi yfirtrúnaðar- maður bréf til GT-verktaka þar sem þess var varið á leit að fyr- irtækið afhenti þegar í stað afrit af ráðningarrsamningum við- komandi starfmanna, svo sem þeim er skylt skv. grein 12.1.1.1 í virkjunarsamningi. Bréfi þessu er enn ósvarað, en munnlegt svar var að yfirtrúnaðrmaður gæti leitað fyrirtækisins Vis- landia í Lettlandi. Þessu hafnar yfirtrúnaðarmaður. Vislandia hefur enga starfsemi að Kára- hnjúkum og er hvorki skráð hér sem verktaki eða undirverktaki og hefur enga samninga við aðal- verktakann Impregilo. Það hafa GT-verktakar hinsvegar og því eðlilegt að líta á lettnesku starfs- mennina sem starfsmenn GT- verktaka þegar um þetta atriði er fjallað. GT-verktakar láta einnig í veðri vaka að yfirtrúnaðarmaður hafi haldið því fram að þessir menn hefðu ekki bílpróf, það er alrangt, hinsvegar hefur yfir- trúnaðarmaður haft uppi ákveðnar efasemdir um réttindi þessara manna til fólksflutninga hér á land, grundvallaða á yfir- lýsingum GT-manna sjálfra sem hafa haldið því fram ( nú síðast í FB þ. 28.04) að þetta væru starfsmenn Vislandia. Um leyfi til fólksflutninga hér á landi gilda ákveðnar reglur, bundnar við fyrirtæki eða einstaklinga og leyfi þetta er ekki framseljan- legt. Þetta leyfi hefur Vislandia ekki og engar rútur sem hér eru skráðar á þeirra nafn. Það getur því ekki talist óeðlilegt að við þessa skoðun hafi komið upp efa- semdir um réttindamál þessara manna, þar sem handhafi rekstr- arleyfisins kannast ekki við að ökmenn tækja skráðra á sitt nafn séu að störfum hjá honum. GT-verktakar gera einnig að umtalsefni það að yfirtrúnaðar- maður hafi tjáð sig um umkomu- leysi lettnesku starfsmannanna, eftir að þeir voru komnir í far- bann, og stæra sig af því að við- komandi starfsmenn fái sígarett- ur á kostnað fyrirtækisins. Það er hlutverk yfirtrúnaðarmanns að gæta félagslegra réttinda starfsmanna á vinnusvæðinu og benda á þegar á rétt manna er hallað. Það er réttur verka- mannsins að fá sín laun á réttum tíma og það er einnig réttur verkamannsins að atvinnurek- andi borgi skv. réttum taxta. Sé þettta gert geta menn borgað sínar sígarettur sjálfir. Það er ekki nóg af atvinnurekanda að vona að rétt laun séu greitt, held- ur ber honum að ganga úr skugga um það, hafi hann gert samkomulag um það. Í FB 28.04. kemur fram að GT-verktakar hafi skýrt kveðið á um að þess- um lettnesku starfsmönnum skyldi greitt skv. íslenskum kjarasamningum. Það er því þeirra að sýna fram á að við þetta hafi verið staðið með fram- lagningu viðeigandi gagna. Einnig er látið að því liggja að yfirtrúnaðarmaður hafi komist upp með að ljúga hverju sem er að fréttamönnum. Það er ekki mitt að svara fyrir þeirra frétta- öflun eða efnistök, en vissulega sárnar yfirtrúnaðarmanni orð- bragð Gísla í greininni. Þó vil ég að það komi fram að allt frá upp- hafi þessa verks hef ég undan- tekningalaust svarað spurning- um fréttamanna, hafi þær snert mál almenns eðlis sem væru í opinberri umræðu á hverjum tíma. Þessu máli er þannig varið. Hvorki GT-verktakar eða aðrir verktakar við Kárahnjúka geta vænst þess að yfirtrúnaðarmað- ur tjái sig ekki opinberlega um mál sem komast í umræðu vegna vanefnda gangvart virkjunar- samningi. Vörn verktakans er að standa þannig að málum að til þess þurfi ekki að koma að yfir- trúnaðarmaður hafi til þess gild- ar ástæður að að fjalla um mál- efni verktakanum tengd á opin- berum vettvangi. ■ ODDUR FRIÐRIKSSON YFIRTRÚNAÐARMAÐUR UMRÆÐAN GT - VERKTÖKUM SVARAÐ Yfirtrúnaðarmaður á að gæta réttinda starfsmanna Vislandia hefur enga starfsemi að Kára- hnjúkum og er hvorki skráð hér sem verktaki eða undir- verktaki og hefur enga samninga við aðalverktak- ann Impregilo. Það hafa GT- verktakar hinsvegar og því eðlilegt að líta á lettnesku starfsmennina sem starfs- menn GT-verktaka... ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.