Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 28
Leonardo da Vinci starfsmennta- áætlun Evrópusambandsins hóf göngu sína fyrir tíu árum á Ís- landi og hefur veitt styrki til fjöl- margra einstaklinga og verkefna á þeim tíma. „Áætlunin er liður í því að taka þátt með virkum hætti í Evrópusamstarfi og hefur gengið mjög vel,“ segir Ágúst H. Ingþórsson forstöðumaður Landsskrifstofu Leonardó á Ís- landi. Áætlunin er tvíþætt, ann- ars vegar tilrauna- og þróunar- verkefni og hins vegar manna- skiptaverkefni þar sem fólk get- ur farið í styttri eða lengri ferðir erlendis í starfsþjálfun. „1800 manns hafa fengið styrki frá okkur og á hverjum tíma eru í gangi 5 til 10 evrópsk tilraunaverkefni undir íslenskri verkefnastjórn,“ segir Ágúst sem telur þennan aðgang íslensks starfsmenntakerfis að þróunar- verkefnum mjög verðmætan. Ágúst telur að áætlunin hafi opnað íslenskt menntakerfi, hins vegar hafi það ekki haft mikil kerfisáhrif. Starfsmenntun eigi ennþá undir högg að sækja, og ennþá sé meiri áhersla lögð á bóknám. Það verði því að bæta starfsnám enn meira og gera það vinsælla. Haldið verður upp á tíu ára af- mæli áætlunarinnar þann 19, maí í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Við verð- um með afmælispartí en ekki hefðbundna ráðstefnu,“ segir Ágúst en í tilefni afmælisins er efnt til samkeppni um útfærslu á hugmynd eftir Leonardo da Vinci. Einungis nemendur mega taka þátt í samkeppninni og má efniviður og vinna vera í hvaða formi sem er, til dæmis grafísk hönnun, smíðisgripur, hlutur úr súkkulaði, hárgreiðsla eða marg- miðlunarverk. Ágúst segir nokkr- ar tillögur þegar komnar inn en skilafrestur er til 10. maí. Hann vonast þó sérstaklega eftir því að fá súkkulaðiskúlptúr. Í verðlaun fyrir bestu útfærsl- una er ferð til Parísar fyrir tvo og dagskort í Louvre safnið þar sem meðal annars er að finna Monu Lisu, frægasta verk listamanns- ins. 20 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR THOMAS HOOD (1799-1845) Starfsnám á ennþá undir högg að sækja TÍMAMÓT: LEONARDÓ STARFSMENNTAÁÆTLUNIN 10 ÁRA Að reyna að veita montnu fólki ráð, er eins og að flauta upp í vindinn. Thomas Hood var breskt ljóðskáld sem þekktastur var fyrir gamansamar vísur. timamot@frettabladid.is ÁGÚST H. INGÞÓRSSON Forstöðumaður Landsskrifstofu Leonardó á Íslandi. Ætlar að halda upp á afmæli áætlunarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem verðlaun verða veitt fyrir útfærslu á hugmynd eftir Leonardo da Vinci. Íslenska þjóðin sat með öndina í hálsinum fyrir framan sjónvarpsskjái sína þann 3. maí árið 1986. Nú átti að taka söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva með trompi með fyrsta framlagi Ís- lendinga í keppninni, Gleðibankanum. Í mörg ár höfðu Íslendingar lifað í þeirri trú að loks þegar þeir tækju þátt í Evróvisjón væri nánast forms- atriði að vinna. Skilyrði fyrir þátttöku var að viðkomandi land væri í gervihnattasambandi við umheiminn. Árið 1986 var komið að því að hægt var að sýna keppnina í beinni útsendingu. Forkeppnin var haldin í sjónvarpinu og hafði lag Magnúsar Eiríkssonar sigur úr býtum en hann hafði þá um skeið verið einn vinsælasti dægur- lagahöfundur landsins. Allt var gert til að búa lag- ið sem glæsilegast. Þrír vinsælir söngvarar fluttu lagið. Þau Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Ei- ríkur Hauksson og kölluðu sig Icy af því tilefni. Gífurlegur áhugi var á keppninni hér heima og sást varla hræða á ferli meðan á keppninni stóð. Víða voru haldin samkvæmi til að fylgjast með sigurgöngu Gleðibankans. Vonbrigði íslensku þjóðarinnar urðu því gífurleg þegar lagið lenti í 16. sæti. Þrátt fyrir útreiðina sem lagið hlaut voru landsmenn fljótir að ná sér og hafa æ síðan verið bjartsýnir um sigur á hverju ári. Sextánda sætið fylgdi landinu næstu tvö árin á eftir og má segja að það hafi unnið sér ákveð- inn stað í hjörtum Íslendinga. 3. MAÍ 1986 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1943 Fjórtán bandarískir her- menn farast er flugvél af gerðinni Boeing 24 brot- lendir á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Meðal þeirra er yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu. 1968 Fyrsta hjartaígræðslan í Bretlandi er framkvæmd. Hjartaþeginn dó 46 dög- um síðar. 1970 Álver Íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík er formlega tekið í notkun, en fram- leiðsla hófst árið áður. 1974 Menntamálaráðuneytið birtir auglýsingu um greinamerkjasetningu, þar sem kommum er fækkað, og aðra um stafsetningu. Á sextánda sætið stefnum við Dóttir mín, Sólveig Eiríksdóttir síðast til heimilis á Fellsenda í Dölum, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn 30. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Tómasdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður F. Tryggvason Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit, lést á hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 23. apríl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Seli fyrir frábæra hjúkrun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sel njóta þess. Elínborg Einarsdóttir, börn og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jörundur Kristinsson skipstjóri, Foldasmára 11, Kópavogi, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi sunnudaginn 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 4. maí kl 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Auður Waagfjörd Jónsdóttir Kristinn Jörundsson Steinunn Helgadóttir Kristín Bára Jörundsdóttir Eiríkur Mikkaelsson Jón Sævar Jörundsson Rita Sigurgarðsdóttir Alda Guðrún Jörundsdóttir Jóhann G. Hlöðversson Anna Sigríður Jörundsdóttir Bjarni Kr. Jóhannsson Jörundur Jörundsson Áslaug Hreiðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Opnuð hefur verið heimasíða forseta Íslands á slóðinni forseti.is. Á síð- unni eru margvíslegar upplýsingar um forsetann og verkefni hans, dag- skrá, ræður og fleira. Þá er sagt frá samtökum sem forsetinn er verndari fyrir, fjallað um fálkaorðuna, fyrri forseta og Bessastaði. Níu ár eru liðin síðan Ólafur Ragnar Grímsson talaði um að opna heimasíðu forsetaembættisins og var lénið forseti.is pantað í lok júlí 1996. Nú, tæpum níu árum síðar, er síðan orðin að veruleika. Meðal þess sem lesa má um á síð- unni er að í dag flytur forsetinn ræðu á fundi í Walbrook Club í Lund- únum. Nefnist hún: How to Succeed in Modern Business: Lessons from the Icelandic Voyage sem þýða má: Hvernig á að ná árangri í nútímavið- skiptum: Íslenska leiðin. Forsetahjónin verða svo heiðurs- gestir í hátíðarkvöldverði Walbrook Club annað kvöld. Einnig má sjá að forsetinn er verndari þrettán félaga og samtaka og veitir hann reglulega níu verð- laun og viðurkenningar. ■ Forsetavefurinn opnaður FORSETI.IS Á forsetavefnum má sjá að forsetinn flytur ræðu í Lundúnum í dag um velgengni Íslendinga í viðskiptum. ANDLÁT Ingólfur Pálsson, rafvirkjameistari, Réttarheiði 4, Hveragerði, lést á Hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði laugar- daginn 30. apríl. Sólveig Eiríksdóttir, síðast til heimilis á Fellsenda í Dölum, andaðist á Sjúkra- húsinu á Akranesi laugardaginn 30. apríl. Sigríður Magnúsdóttir, frá Bæ í Króks- firði, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík föstudaginn 29. apríl. Kristín María Hafsteinsdóttir, kennari, lést á heimili sínu laugardaginn 30. apríl. Unnur Guðmundsdóttir, Stað, Reyk- hólasveit, lést þriðjudaginn 26. apríl. JARÐARFARIR 13:00 Andrea Guðmundsdóttir, frá Drangavík, Túni, Borgarbyggð, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13:00 Oddgeir Jóhannsson skipstjóri, Þrastarnesi 22, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13:30 Anna Sigríður Björnsdóttir, Skólastíg 11, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13:30 Guðrún Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, Möðrufelli 11, Reykjavík. Útförin fer fram frá Safnaðar- heimilinu í Sandgerði. 14.00 Eyjólfur Bjarnason, frá Kyljuholti, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. www.hjarta.is • 535 1800 Minningarkort 535 1825

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.