Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 30
Ég er með betri leikmenn 22 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við mælum með ... ... að Íslendingar hópist fyrir framan sjónvarpstækin í kvöld og fylgist með Eiði Smára Guðjohnsen í beinni á Sýn þegar síðari leikur Chelsea og Liverpool í Meistara- deildinni fer fram. Eiður Smári gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. sport@frettabladid.is > Við tökum undir ... ... með forystu knattspyrnusambandsins sem hefur lýst yfir áhyggjum sínum með fjölda erlendra leikmanna í íslenska boltanum. Þessi þróun er alls ekki af hinu góða fyrir íslenska knattspyrnu og vart til þess fallin að skila okkur fleiri góðum knattspyrnumönnum. Heyrst hefur ... ... að mikil pressa sé á Valsmönnum í Landsbankadeild karla fyrir sumarið. Það er mikill metnaður á Hlíðarenda og hafa menn þar á bæ lagt allt í sölurnar til að árangur náist. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að allt neðar en þriðja sætið í deildinni sé áfall og muni þýða að fjárhagslegum rekstri deildarinnar sé stefnt í hættu. Með öðrum orðum sé allt lagt undir sumarið. Önnur viðureign lokaúrslitanna í DHL-deildinni í handknattleik karla fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Þar taka heimamenn í ÍBV á móti Haukum en fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hauka, 31-30, eftir æsispennandi leik. Fréttablaðið fékk Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, til að spá í viðureign kvöldsins. „ÍBV tekur þetta á heimavelli með fjórum mörkum, 27-23,“ sagði Óskar Bjarni. „Ég vil meina að leikmenn ÍBV eigi meira inni frá laugardeginum og þess vegna tel ég að þeir klári þennan leik.“ Óskar Bjarni segir að fyrsti leikurinn hafi nokkurn við þróast eins og við var að búast og það hafi í raun komið lítið á óvart að Haukar skyldu vinna leikinn. „Hann var nánast eins og ég hafði hugsað hann og ég held að þetta verði hörkueinvígi sem gæti farið í 5 leiki. Eyjamenn þurfa að stoppa þessi hraðaupphlaup sem eru eitt skæðasta vopn Haukanna.“ Að mati Óskars Bjarna hefur Vignir Svavarsson farið mikinn í úrslitakeppninni og ekkert sem bendir til þess að sú sigling sé á enda. „Síðan eiga Haukarnir Ásgeir [Örn Hallgrímsson] alveg inni. Í liði Eyjamanna finnst mér menn á borð við Rol- and Eradze eiga mikið inni en liðið þarf reyndar að fá fleiri mörk úr hraðaupphlaupum að mínu mati. Eyjamenn vinna leikinn í kvöld og munurinn mun hlaupa á nokkrum mörkum,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals. Jose Mourinho er óttalaus fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld og segir Chel- sea einfaldlega hafa á betra liði að skipa. Rafael Benitez segir Steven Gerrard vera lykilinn að góðri frammistöðu Liverpool í kvöld. DHL-DEILD KARLA Í HANDBOLTA: ÚRSLITARIMMA HAUKA OG ÍBV HELDUR ÁFRAM Í KVÖLD Eyjamenn eiga mikið inni og vinna FÓTBOLTI „Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel,“ sagði Rafael Beni- tez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. Síðari leikur Liverpool og Chel- sea í Meistaradeild Evrópu fer fram í kvöld, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikur- inn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. „Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum.“ Jamie Carragher, sem átti frá- bæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. „Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur,“ segir Carragher. Hann segist bera virð- ingu fyrir Chelsea vegna árang- urs þeirra í vetur en minnir jafn- framt á að Meistaradeildin sé önn- ur keppni þar sem stemmningin sé önnur. „Við ætlum að stoppa þá í þess- um leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleik- ina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á An- field í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool,“ segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. „Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liver- pool og mér líður eins og við mun- um snúa aftur til London á mið- vikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðn- ingsmennirnir eru ekki inni á vell- inum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mín- ir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn,“ sagði Mourinho. vignir@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? FÓTBOLTAKEMPA NAUÐGAÐI STÚLKU OG OFSÓTTI FJÖLSKYLDU HENNAR Fyrrverandi knattspyrnumaður og dópinnflytjandi dæmdur í héraðsdómi: Davíð Garðarsson í tveggja ára fangelsi GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Dekkjalagerinn er nú á 11 stöðum um land allt! ...einfaldlega betri! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Njarðarnesi 1 603 Akureyri Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi KLÁRIR Í SLAGINN Jose Mourinho var mættur á Anfield með leikmenn sína í gær og var með létta æfingu fyrir leikinn í kvöld. Ef eitt- hvað er að marka brosið á andliti Eiðs Smára Guðjohnsen má ætla að hann sé að rifja upp þá staðreynd að hann er enskur meistari. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 1 2 3 4 5 6 Þriðjudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.40 ÍBV og Haukar eigast við í Vestmannaeyjum í úrslitakeppni DHL- deildarinnar í handknattleik karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Olíssport á Sýn.  18.00 UEFA Champions League.  18.30 Liverpool og Chelsea á Sýn. Bein útsending frá undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.  19.35 Íslandsmótið í handbolta á Rúv.  21.00 World Supercross á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Liverpool og Chelsea á Sýn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.