Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 32
3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Það er eitthvað óendanlega skond- ið við það að þrír prúðir drengir sem fíflast í sjónvarpi skuli vera orðnir að stórkostlegu samfélagsmeini en foreldrar sem ekki nenna að ala börn- in sín upp ruku upp til handa og fóta nýlega og kröfðust þess að þáttur- inn Strákarnir á Stöð 2 yrði færður aftur fyrir háttatíma á dagskrá Stöðvar 2. Strákarnir fara á kostum með alls konar uppátækjum og blessuð börnin apa auðvitað eftir þeim vit- leysuna og eru samkvæmt kvörtun- um foreldra að drekka ógeðsdrykki allan liðlangan daginn, pissa á sig eða vini sína í svokölluðum áskor- unum og jafnvel troða sér inn í þvottavélar. Þegar ég var krakki léku börn sér úti frá morgni til kvölds, brutu rúður, slógust, átu pöddur, drukku drullupolla, óðu skítalæki, brenndu sinu, stofnuðu sér í lífshættu í ný- byggingum og háðu heilu hverfa- styrjaldirnar sem margar hverjar enduðu á Slysó. Strákarnir á Stöð 2 voru í bleyju þegar þessi ósköp dundu yfir en þá amaðist fólk við Tomma og Jenna og öðru stórskað- legu sjónvarpsefni sem ýtti undir andfélagslega hegðun. Ég stóð í þeirri meiningu að ís- lenskir krakkar væru orðnir svo feitir af slímusetum fyrir framan leikjatölvur og sjónvarp að þau hvorki kynnu né nenntu að leika sér þannig að ég sá gleðitíðindi í frétt- um af stóra Strákamálinu. Krakkar eiga að vera ódælir, hlaupa á girðingar, sjá hversu langt þau komast og finna mörkin sem foreldrarnir eiga að draga. Þeir for- eldrar sem hafa ekki betri tök á börnum sínum en svo að þeir geta ekki stýrt fjölmiðlaneyslu þeirra sjálfir og koma ábyrgðinni yfir á sjónvarpsstöðvarnar eru ekki til stórræðanna í uppeldinu. Enda nenna þeir ekki að ala ormana upp og væri nær að þrýsta á að Strák- arnir verði gerðir að Play Station- leik en þá geta börnin tekið áskor- unum og pissað á sig í sýndarveru- leikanum og haldið áfram að safna spiki frekar en að valda foreldrum sínum áhyggjum með því að leika sér eins og barna var siður. STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON HVETUR BÖRN TIL ÓLÁTA. Pissað á sig í PlayStation M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N SMS LEIKUR Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið VINNINGAR Miðar fyrir 2 á Kingdom of Heaven Glæsilegur varningur tengdur myndinni DVD myndir og margt fleira. Sendu SMS skeytið JA KHF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli 35.....ekki beint gamall og ekki beint ungur.... En kannski er ég að þroskast? Það þýðir að ég þarf að fá aðra sýn á lífið, huga að heilsunni, taka eftir tilboðum. Ég þarf að geta rætt við tengda- mömmu og skipulagt líf mitt fram í tímann. Svona fullorðins hlutir. Aldrei. Jæja.....? Úff! Þetta hlýtur að hafa verið rosalega heimskuleg spurning. Þú skalt ekki rang- hvolfa augun- um framan í mig, vinur! Mjási! Lalli? Er þetta í alvörunni þú!?! – eða bara mín eigin ímyndun? Hættu! Ég gæti ekki einu sinni ímyndað mér svo mikla andfýlu. Sleik Sleik Sleik Hvar ættum við að setja nýju kristalsskálina? Hmm...látum okkur nú sjá. Hún má ekki vera í alfara- leið.....á öruggum stað.... einhvers staðar þar sem börnin ná ekki til... Hmmm... Hvað með þarna? Hvað með húsþakið? Ég veit ekki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.