Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 6
6 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR Aðalmeðferð á máli Maitsland-bræðra í Hæstarétti: fi‡skur vitnisbur›ur dreginn í efa DÓMSMÁL Mál tvíburabræðranna Rúnars Ben og Davíðs Ben Maitsland kom fyrir Hæstarétt í gærmorgun. Fjölskipaður héraðsdómur dæmdi í nóvember Rúnar í fimm ára fangelsi og Davíð í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stór- felldan innflutning á hassi frá Þýskalandi. Einn dómari skilaði séráliti þar sem hann taldi fyrir- liggjandi gögn ekki duga til að úrskurða bræðurna seka. Báðir bræðurnir áfrýjuðu dómnum til Hæstarétts og krefjast sýknu. Þeir halda staðfastlega fram sak- leysi sínu enda sýni engin gögn hvað orðið hafi um fíkniefnin né heldur liggur fyrir kaupandi á efnunum. Jón Egilsson, verjandi Davíðs, sagði í samtali við Fréttablaðið að grundvöllur fyrir meirihlutaáliti Héraðsdóms væri veikur þar sem þar hafi verið hafður til hlið- sjónar vitnisburður fyrir þýskum dómstólum og bendir á að eitt að- alvitnanna þar, Claus Friehe, sé margdæmdur sakamaður og hafi meðal annars hlotið dóm fyrir ljúgvitni og geti þarafleiðandi vart talist áreiðanlegt vitni. Engin ný gögn hafa þó komið fram í málinu. Hæstiréttur stendur því frammi fyrir því hvort eigi að taka tillit til þýsku dómanna líkt og meirihluti hér- aðsdóms gerði. Búist er við dómsuppkvaðningu á fimmtu- daginn í næstu viku. - oá Norðurljós selja í Og fjarskiptum: Grei›sla til hluthafa VIÐSKIPTI Norðurljós seldu í gær um tíu prósenta hlut í Og fjar- skiptum, síma- og fjölmiðlasam- steypunni, fyrir 1,9 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á geng- inu 4,23 og voru liður í greiðslu til hluthafa í Norðurljósum vegna lækkunar á hlutafé félags- ins. Baugur Group jók þar með eignarhlut sinn í Og fjarskiptum úr 24,6 prósentum í 28,8 prósent, Grjóti, sem er í eigu Baugs og Eignarhaldsfélagsins Fengs, bætti eignarhlut sinn úr 3,4 pró- sentum í 5,8 prósent en einnig keyptu eignarhaldsfélög í eigu Árna Haukssonar stjórnar- manns, Gunnars Smára Egilsson- ar, framkvæmastjóra 365, og Fons, sem er meðal annars í eigu Pálma Haraldssonar, hluti í Og fjarskiptum. - eþa Ekkert uppl‡st um starfi› Daví› Oddsson utanríkisrá›herra vonar a› Mannréttindaskrifstofan hafi bætt mannréttindi á undanförnum árum, fló ekki hafi veri› uppl‡st me› hva›a hætti fla› hafi veri› gert. Stjórnarandsta›an sakar stjórnvöld um a› hafa svipt skrifstofuna fjármunum sínum. ALÞINGI Snarpar umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi í gær og krafðist stjórnarandstaðan þess að fá frumvarp um framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tekið á dagskrá þingsins. Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kvað sér hljóðs og sagði að forsætisráðherra hefði bréflega hafnað kröfu um að verða til svara um málið og vísað því til dómsmála- og utan- ríkisráðherra. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra sagði málið ítrekað hafa verið rætt að undanförnu, meðal annars í tengslum við skýrslu um utanríkismál í síðustu viku. Hann ítrekaði að utanríkisráðu- neytið mundi ekki verja minni fjárhæðum til mannréttinda- mála en áður. „Það má vel vera að Mannréttindaskrifstofan hafi unnið að þörfum mannréttinda- málum en það er svo skrítið að í öllum þessum umræðum hefur ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi hér á landi. Ég vona að hún hafi gert það á undanförnum árum,“ sagði Davíð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði leitt til þess að vita að utanríkisráð- herra hefði ekki orðið var við vaxandi mannréttindastarf í landinu. Hann hefði til dæmis getað kynnst því í gagnrýninni og vitundarvakningunni um borgaraleg réttindi þegar Falun Gong-málið fór sem hæst og gagnrýndar voru lögregluað- gerðir hans hérlendis og erlend- is. Hann hefði getað kynnst því þegar umræðan um tjáningar- frelsið stöðvaði fjölmiðlafrum- vapið á síðasta ári. Þá hefði hann getað kynnst því í hæsta- réttardómum um mannréttinda- brot á öryrkjum þar sem ríkis- stjórn hans sjálfs hefði aftur og aftur verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar. „Nú hefur ut- anríkisráðherra bitið höfuðið af skömminni með því að lýsa því hér yfir að hann hafi svipt Mannréttindaskrifstofuna fjár- munum sínum án þess að hafa kynnt sér starfsemina... Auðvit- að afhjúpar þetta pólítískar refsiaðgerðir gegn Mannrétt- indaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera verið óþægur ljár í þúfu ráðamanna.“ johannh@frettabladid.is Vélstjórar: Me› flriggja ára samning VINNUMARKAÐURINN Skrifað hefur verið undir kjarasamning Sam- taka atvinnulífsins, Landssam- bands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands. Um er að ræða framlengingu gildandi kjarasamnings með ákveðnum breytingum. Kjarasamningurinn gildir fram til 31. maí 2008. Samningurinn er í meginatrið- um eins og samningurinn við Far- mannasambandið og Sjómanna- sambandið í vetur auk viðbótar- ákvæða um tímalaun og ákvæða um það þegar nýtt skip kemur til Íslands. Í þessum samningi eru ákveðnar reglur um að tryggja meðaltekjur. - ghs Danskar konur: Áreittar í Vædderen DANMÖRK Skipslæknirinn á danska varðskipinu Vædderen hefur ver- ið sýknaður af ákæru um kyn- ferðislega áreitni. Atvikið átti sér stað í Reykja- víkurhöfn í maí á síðasta ári þeg- ar skipið lá bundið við bryggju en þá ákváðu skipverjar að slá upp „tóga“-veislu og íklæddust lökum af því tilefni. Sýnt þótti að læknir- inn hefði káfað á brjóstum konu um borð og rekið henni rembings- koss. Önnur kona taldi að hann hefði haft í frammi dónalega til- burði við hana og enn einn skip- verjinn sagði að læknirinn hefði misboðið sér með kynferðislegum aðdróttunum. Undirréttur taldi að læknirinn hefði gerst brotlegur við herlög en hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. ■ NOREGUR Á a› krefjast aukins eldvarnavi›búna›ar hjá Hringrás? SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist flú me› bresku kosn- ingabaráttunni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 21% 79% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN PRÓFAÐU NÝTT SYKURLAUST 7UP FREE NÝTT 7UP FREE Laust við allt sem þú vilt ekki! Ekki kaloríur Ekki sykur Ekki koffein Ekki kolvetni Ekki litarefni RÚNAR BEN MAITSLAND Mál bræðranna Rúnars Ben og Davíðs Ben Maitsland hlaut aðalmeðferð í Hæstarétti í gærmorgun. Bræðurnir halda fram sakleysi sínu. DAVÍÐ ODDSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA Ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi. HELGI HJÖRVAR ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Refsiaðgerðir gegn Mannréttindaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera óþægur ljár í þúfu ráðamanna. HANDTÖKUR Í MUNCH-MÁLI Lög- reglan í Osló tilkynnti í gær að hún hefði handtekið mann grunað- an um aðild að ráninu á málverk- um Munch, Ópinu og Madonnu. Maðurinn er þó eingöngu grunað- ur um að hafa aðstoðað sjálfa ræn- ingjana. Fjórir hafa nú verið hand- samaðir vegna málsins. BRUGGARI DÆMDUR Erik Fallo bruggari var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir morð. Hann bruggaði baneitraðan landa sem innihélt tréspíra og dóu sjö manns eftir að hafa drukkið hann en í það minnsta tveir urðu fyrir óbætan- legum líkamsskaða. BREYTINGAR Á HLUTHÖFUM Norðurljós hafa selt um tíu prósenta hlut í Og fjarskiptum fyrir 1,9 milljarða króna. Kaupendur eru Baugur Group og eignarhaldsfélög í eigu stjórnar- manna og stjórnanda. STÆRSTU HLUTHAFAR Í OG FJARSKIPTUM EFTIR VIÐSKIPTIN Hluthafi Eignarhlutur 1. Baugur Group 28,8 prósent 2. Runnur 15,0 prósent 3. Landsbankinn Luxemb 6,9 prósent 4. Grjóti 5,8 prósent 5. Og fjarskipti 5,5 prósent FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L VARÐSKIPIÐ VÆDDEREN „Tóga“-veisla um borð fór úr böndunum í Reykjavíkurhöfn. 06-07 ok 4.5.2005 22:29 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.