Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 16
,,Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingju- söm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt.” Á þessum orð- um hefst sagan af Önnu Karenínu. Leó Tolstoí skrifaði ekki skáldsög- ur um hamingjusamt fólk, af því að lífshamingjan er alltaf eins og hefur litla spannvídd og getur því ekki borið uppi heilar bækur. Óhamingjusamt fólk er annað mál. Hver myndi nenna að lesa Önnu Karenínu, ef hún og Vronskí greifi felldu hugi saman á fyrstu síðu og byggju saman í farsælli sátt til æviloka? Og hver myndi nenna að lesa Stríð og frið, ef bókin héti bara Friður? Hvar væri dramað? Enginn friður væri vænlegra bók- arheiti. Vitleysa er öðruvísi en óham- ingja, því að öll vitleysa er yfir- leitt eins. Þetta á sér einfalda skýringu. Vitleysa, hér á ég í fyrsta lagi við rangar ályktanir stafar iðulega ekki af öðru en vondri dómgreind. Og þegar svo ber við, að léleg dómgreind leiðir menn að rangri niðurstöðu í einu máli, þá leiðir hún þá oft með líku lagi að röngum ályktunum um önnur skyld mál. En dómgreind manna er ekki endilega annað- hvort góð eða vond, hún er misgóð eins og margt annað í mannlífinu. Sumir hafa svo daufa dómgreind, að þeir komast nær ævinlega að rangri niðurstöðu um hagnýt mál: vitleysan verður að lífsstíl, ýmist óvirkum eða virkum eftir atvik- um. Aðrir brenna næstum aldrei af. Flestir eru þarna einhvers staðar miðsvæðis. Hvernig er hægt að greina hafrana frá sauðunum? Með því að taka mið af leiðarsteinum. Tökum dæmi. Ef maður segist hafa séð unga stúlku úr Skagafirði fara ak- andi á bíl yfir Atlantshafið, þá get- ur hann yfirhöfuð ekki talizt vera traustur sjónarvottur. Ef maður heldur fyrirlestur í útvarpið til að lýsa aðdáun sinni á öllu því, sem fyrir augu hans bar í Albaníuferð (þetta gerðist í Ríkisútvarpinu fyrir fáeinum áratugum), þá fellur hann með líku lagi á prófinu. Og þá er hægt að leiða líkur að því, að skoðanir sama manns á öðrum hagnýtum málum séu í svipuðum gæðaflokki og opinberun hans í Albaníu. En nú er Albanía á réttri leið. Það er hægt að hugsa sér ýmsa aðra prófsteina. Þeir, sem halda áfram að lofsyngja stjórnarfarið á Kúbu, þar sem almenningur lepur dauðann úr skel eftir samfellda sigurgöngu Fídels Kastró og fé- laga síðan 1959, þeir sjá heiminn í svo skökkum hlutföllum, að skoð- anir þeirra á öðrum hagnýtum málum virðast líklegar til að draga dám af skekkjunni. Þeir, sem hæla ástandinu í Norður- Kóreu, þar sem Kim Jong Il (hæð: 157 cm) lét myrða hárskerann sinn, af því að honum mislíkaði klippingin, þeir eru bersýnilega úti að aka, a.m.k. í stjórnmálum. Góð dómgreind, Englendingar kalla þetta common sense eða hversdagsvit, lýsir sér m.a. í því, að menn sjá hlutina í skynsamleg- um hlutföllum og kunna að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Hugsum okkur nú annan próf- stein og ívið þyngri til að greina hafrana frá sauðunum á vettvangi þjóðmálanna. Hafrarnir koma auga á tröllaukna óhagkvæmni og leggjast gegn henni, en sauðirnir ekki: þeir vilja t.d. láta Reykjavík- urflugvöll liggja kyrran á sínum stað og koma með þeirri skoðun sinni upp um það, að þeir bera ekki glöggt skyn á hagkvæmni eða bera a.m.k. ekki mikla virðingu fyrir henni og falla á prófinu. Flugvallarmálið ætti þó að réttu lagi, líkt og viðhorfið til Albaníu í eina tíð, að vera hafið yfir ágrein- ing. Nú er að vísu til fullt af fólki, sem lítur á stjórnmál sem ein- skæra hagsmunabaráttu og hugs- ar í fyrsta lagi um eigið skinn og vill hafa flugvöllinn kyrran á sín- um stað hvað sem það kostar. Þetta fólk leggur þungar byrðar á samborgara sína og mætti gjarnan beina kröftum sínum í aðrar áttir. Aðeins einn af formönnum þeirra fimm stjórnmálaflokka, sem eiga nú fulltrúa á Alþingi, stenzt flug- vallarprófið. Hinir fjórir vilja halda í flugvöllinn og falla. Skortur á tilhlýðilegum skiln- ingi á þeirri óhagkvæmni, sem lega flugvallarins á rándýru landi í hjarta Reykjavíkur leggur á borgarbúa og þá um leið á landið allt, helzt gjarnan í hendur við ónæmi fyrir illri meðferð fjár á öðrum sviðum. Þeir, sem sjá ekk- ert athugavert við staðsetningu flugvallarins í hjarta borgarlands- ins, telja sumir jafnvel ráðlegt fyrir Íslendinga, og þá nær hag- blindan hámarki!, að segja upp samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið þrátt fyrir það aug- ljósa hagræði, sem Ísland hefur haft af þeim samningi. Slíkur mál- flutningur nú minnir óneitanlega á útvarpslesturinn um Albaníu forð- um daga: hann er eins og eftir- drunur í logni eftir óveður, sem er löngu liðið hjá. ■ Þ að er á margan hátt skrítinn veruleiki sem blasir viðþegar bornar eru saman upplýsingar um mjög miklafækkun slysa á íslenskum börnum annars vegar og stór- aukna notkun geðlyfja fyrir börn hins vegar. Getur verið að nú- tíminn búi mjög vel að líkamlegu atlæti barna en gleymi sálinni? Í nýútkominni ársskýrslu Landspítala – háskólasjúkrahúss kemur fram sú gleðilega staðreynd að alvarlegum umferðar- slysum meðal yngstu barna hefur fækkað um 90 prósent. Sú fækkun byggir fyrst og fremst á því að það heyrir sögunni til að börn séu höfð laus í bílum. Þau allra yngstu sitja í bílstólum og hin sem eldri eru nota öryggisbelti. Ekki skiptir minna máli að mjög hefur dregið úr því að foreldrar sendi lítil börn ein út að leika sér og notkun reiðhjólahjálma er orðin mjög útbreidd, en ekki eru mjög mörg ár frá því að slíkir gripir þóttu töluverð sér- viska. Ýmis önnur vitundarvakning hefur orðið undanfarin ár í þá átt að taka meira tillit til barna í umhverfinu. Maður sér til dæmis nánast aldrei fullorðið fólk reykja inni í bílum þar sem börn eru. Á sama tíma og þessi gleðilega þróun hefur átt sér stað virðist hafa orðin einhver grundvallarbreyting á því hvernig búið er að sálarlífi barna hérlendis. Fyrir tæplega tuttugu árum notuðu innan við þrjátíu börn ró- andi lyfið ritalin hér á landi. Nú eru þau meira en þúsund. Það er hrikaleg tala. Og við erum ekki að tala um einhverja vandræðaunglinga því það er löngu kunn staðreynd í skólakerfinu að vandræðabörn nútímans koma úr hópi yngstu nemendanna. Þessi börn sem taka ritalin daglega eru yngri en fjórtán ára, þar af mjög mörg sex, sjö, eða átta ára gömul. Hvað veldur? Möguleikarnir eru tveir. Annaðhvort er verið að sjúkdómsgera hegðunarörðugleika og óþekkt eða samfélag okkar er á hraðri leið með að verða fjandsamlegt börnum. Lík- legasta skýringin er þó sambland af þessu tvennu. Í viðtali Fréttablaðsins við Sigurð Guðmundsson landlækni kom fram að greining sjúkdómanna sem ritalin er notað gegn er háð frásögnum þeirra sem standa barninu næst og hann benti á að það getur stundum orðið til þess að börnin eru meðhöndluð þegar rót vandans er hugsanlega hjá foreldrunum. Foreldrar landsins þurfa að taka þessi orð landlæknis mjög alvarlega, líka þeir sem ekki eiga börn sem taka inn róandi lyf. Það þarf að sinna öllum börnum af áhuga. Þau þurfa tíma og samveru með foreldrum sínum, hvort sem það er yfir námsbók- unum, við tómstundir eða bara fyrir framan sjónvarpið. Þetta telur allt. ■ 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Slysum á ungum börnum hefur snarfækkað á sama tíma og lyfjaneysla þeirra stóreykst. Hefur sálin gleymst? FRÁ DEGI TIL DAGS Fyrir tæplega tuttugu árum notu›u innan vi› flrjátíu börn róandi lyfi› ritalin hér á landi. Nú eru flau meira en flúsund. Í DAG VITLEYSA SEM LÍFSSTÍLL ÞORVALDUR GYLFASON En dómgreind manna er ekki endilega anna›hvort gó› e›a vond, hún er misgó› eins og margt anna› í mannlífinu. Sumir hafa svo daufa dóm- greind, a› fleir komast nær ævinlega a› rangri ni›urstö›u um hagn‡t mál: vitleysan ver›- ur a› lífsstíl, ‡mist óvirkum e›a virkum eftir atvikum. Öll vitleysa er eins Stóra kanínumálið Vefritið Deiglan.com helgar vikuna fram- sóknarmönnum en af því tilefni skrifar deiglupenninn Andri Óttarsson um „stóra kanínumálið“ sem hann kallar svo. Hann segir: „Þrátt fyrir að miklar deilur og átök hafi átt sér stað innan Framsóknarflokks- ins á valdatíma Jónasar [frá Hriflu] er ljóst að á síðustu misserum hafa fram- sóknarmenn náð mun betri árangri í hvers konar þrasi og innanflokksdeilum. Reyndar hafa menn ekki enn verið settir varanlega af en átökin sjást alls staðar innan flokksins. Í apríl náðu framsóknarmenn síð- an ákveðinni „bestun“ í þrasi í hinu svokallaða Stóra Kanínumáli.“ Málefnalegt deiluefni Með „Stóra kanínumálinu“ á Andri við gagnrýni Kristins H. Gunnarssonar þing- manns á Félag ungra framsóknarmanna sem auglýstu að á herrakvöldi sínu myndu „nokkrar hressar framsóknarkon- ur“ ganga um beina. Kristinn spurði að því á heimasíðu sinni hvort framsóknar- konurnar yrðu í kanínubúningum. Krist- inn sagði að með þessu væri verið að „ýta undir viðhorf sem ganga í berhögg við jafnréttissjónarmið sem flokkurinn vill hafa í heiðri, því sé þetta form á skemmtun óviðeigandi.“ Formaður félagsins tók þessari gagnrýni ekki sitjandi heldur kallaði Kristinn H. „Vestfjarðaundrið“ í viðtali við DV. Forsvarsmenn herrakvöldsins héldu áfram að munnhöggvast við Kristin og kröfðust meðal annars afsökunarbeiðni af hans hendi. Andri bendir á í pistli sínum á Deiglunni að jafn málefnalegt deiluefni hafi ekki sést í háa herrans tíð. Komið að köllunum að þjóna Félag ungra framsóknarmanna hefur þó ekki sungið sitt síðasta í „Stóra kanínu- málinu“ og hefur nú boðað til kvenna- kvölds þar sem „nokkrir eldhressir fram- sóknarmenn“ munu þjóna konunum til borðs. Ekki fylgir sögunni hvort þeir muni klæð- ast kanínubúningum, né heldur hvort framsóknarkonurnar klæddust yfirleitt kanínubúningum á herrakvöldinu. Hins vegar kemur fram í auglýsingunni að karlakvöldið hafi heppnast mjög vel og stefnan sé að láta kvennakvöldið takast enn betur. sda@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA 16-17 Leiðari 4.5.2005 22:33 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.