Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 10 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 5. maí, 125. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.46 13.24 22.05 AKUREYRI 4.17 13.09 22.04 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á gull- hælaskó sem eru einstakir í veröldinni. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á sér nokkrar uppáhaldsflíkur en það sem stendur upp úr eru nokkrar gamlar flíkur sem eiga sér skemmtilega sögu. „Rúskinnsjakkinn með loðkraganum sem Hilda móðursystir mín átti er í miklu uppáhaldi sem og gull- hælaskór frá ömmu vinkonu minnar, þeir eru örugglega eina parið í heiminum sinnar teg- undar og eru alveg æðislegir. Ég er alltaf svo- lítið veik fyrir hvíta litnum og brúnum tónum og verð þá að minnast á brúna pilsið mitt frá Karen Millen sem er skreytt perlum og glingri, mjög fallegt og þægilegt. Blúndupils- ið úr Spútnik er líka algjört uppáhalds. Ég hugsa nú samt ekki mikið um tískuna og mér líður eiginlega best í útigalla uppí sveit, en þegar kemur að fatainnkaupum er ég hrifn- ust af svolítið sérstökum hlutum sem finnast á mörkuðum í útlöndum og ég vonast til að komast á einn slíkan í sumar.“ Um þessar mundir er Arnbjörg að leika í barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur, er í tökum á nýrri stuttmynd og mörg önnur skemmtileg verkefni eru framundan. Mestan tíma taka þó æfingar fyrir Eurovisionkeppn- ina í Kænugarði þann 19. maí en þar mun Arnbjörg stíga á svið með Selmu, dönsurun- um Álfrúnu, Lovísu og Aðalheiði og bak- raddasöngkonunni Regínu Ósk. ■ Veik fyrir hvítum fötum ferdir@frettabladid.is Icelandair fagnar sextíu ára af- mæli millilandaflugs Icelandair og þar með sextíu ára afmæli farþegaflugs milli Íslands og annarra landa um þessar mundir. Í tilefni af afmælinu býður félagið sextíu prósent af- slátt fyrir börn af Netsmellum til Evrópu en tilboðið gildir á eftirfarandi áfangastaði: London, Glasgow, Osló, Kaup- mannahöfn, Stokkhólm, Helsinki, Frankfurt, Berlín, Munchen, Amsterdam, París, Barcelona, Madrid og Mílanó. Nánari upplýsingar er að finna á icelandair.is. Bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur verið fjölgað verulega, bæði skammtíma- stæðum fyrir þá sem fylgja farþegum í flug eða sækja komufarþega og lang- tímastæðum fyrir þá sem hafa bílana sína á flugvellinum með- an ferðalagið varir. Ákveðið hefur verið að taka upp gjald- skyldu á skammtímastæðum við flugstöðina frá og með 10. maí til að stuðla að því að fólk sem staldrar stutt við fái stæði. Gjald á skammtímastæðum er hundrað krónur á klukkustund og 2.400 krónur fyrir fyrsta sól- arhringinn. Gjaldið lækkar um helming eftir fyrsta sólarhring- inn. E-korthafar fá 2,5 prósent af kostnaði vegna viðskipta við Iceland Express endurgreiddan auk fastrar 0,5 prósent endur- greiðslu af öllum innlendum viðskiptum. Nánari upplýsingar og umsókn fyrir E-kort- ið er að finna á vef Iceland Express, icelandexpress.is. Gistiheimili Halldóru í Kaupmannahöfn er komið í sumarskap og býður því ferðalöngum upp á sumartilboð. Ef gist er í sjö nætur eða lengur fá ferðalangar tíu pró- sent afslátt af gistingunni. Gisti- heimilið er staðsett í bæ sem heitir Hvidovre og er um það bil tíu kílómetra frá miðbæ Kaupmannahafnar. Nánari upp- lýsingar um gistiheimilið er að finna á vefsíðunni gistiheimil- id.is. Arnbjörg Hlíf í blúndupilsinu og gylltu og hvítu skónum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég skrökva aldrei nema þegar ég hef gert eitthvað af mér. Þá segi ég alltaf ósatt! Wok og aðrar pottþéttar pönnur BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 HELENA HANNAR OG SELUR FÖT Ofurfyrirsætan hyggst hasla sér völl í New York auk þess að taka ljós- myndir fyrir ýmis glanstímarit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TYDanska ofurfyrirsætan Helena Christensen er að hella sér út í verslunarrekstur og ætlar að opna búð í New York í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. Verslunin mun heita Butik og þar ætlar Hel- ena að selja hönnun Camillu Staerk ásamt sinni eigin fata- hönnun. Helena nýtur aðstoðar Leifs Sigersen við fatahönnunina. Helena vill umfram annað hafa búðina aðgengilega fyrir alla og leggur ríka áherslu á mikið úrval. Ekki fylgir þessari sögu hvort Hel- ena hyggst opna sambærilega verslun í heimalandi sínu, Dan- mörku. Þessi fyrrum fyrirsæta hefur í það minnsta í nógu að snúast eftir að hún hætti að sitja fyrir. Helena starfar nefnilega líka sem tísku- ljósmyndari fyrir tískutímarit á borð við Vogue. Helena var ein vinsælasta fyrir- sæta heims á tíunda áratugnum. 25 (01) Allt forsíða 4.5.2005 16:16 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.