Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 29
5FIMMTUDAGUR 5. maí 2005 Langar þig í skemmtilega helgarferð í maí? 13. – 16. maí Hvannadalshnúkur 27. – 29. maí Flatey, perla Breiðafjarðar Sjá nánar á utivist.is Laugavegi 178, sími 562 1000www.utivist.is www.plusferdir.is N E T Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is *Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst Feneyska Rivieran á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.* 63.620 kr. ef 2 ferðast saman. Verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. Ókeypis hlutir... ...Í NEW YORK Uppboðshús Uppboð eru oft sýnd í kvikmyndum eða skrifað um þau í skáldsögum. Hefur þig ekki oft langað að vita hvernig alvöru uppboð er? Uppboð eru haldin nánast daglega í Christie’s og Sotheby’s og eru mörg uppboð opin almenningi. Þá gildir hin gullna regla – fyrstir koma, fyrstir fá. Þótt þú eigir ekki pening til að bjóða í hluti geturðu skoðað falleg verk og fólk. Mundu bara að hafa hendur fyrir aftan bak. Brooklyn-brúin Þú hefur ekki upplifað New York al- mennilega fyrr en þú hefur horft á sól- setrið á Manhattan gegnum járnstólpa Brooklyn-brúarinnar. Svo spillir ekki fyrir að það kostar ekki krónu að rölta yfir brúna. Járnbrautarstöðin Aðalbyggingin er ekki ósvipuð dóm- kirkju með tólf hæða háu lofti sem sýnir öll stjörnumerkin. Þetta er eflaust ein frægasta járnbrautarstöð í heimi og er ávallt iðandi af lífi. Þú getur farið í klukkutíma skoðunarferð um stöðina sem er ókeypis á hverjum miðviku- degi klukkan 12.30. Verðbréfahöll New York Stærstu verðbréfahöll í heimi er hægt að skoða á virkum dögum en hún er á 20 Broad Street á Wall Street. Tak- markaður fjöldi frímiða er til, þannig að best er að koma snemma. Gestir geta skoðað æsinginn á gólfinu (en ekki heyrt lætin) í sérstökum gestasal sem er gerður úr hljóðeinangruðu gleri. Skipulagðar gönguferðir „Times Square Expose“ er ferð þar sem skyggnst er í sögu Times Square á hverjum föstudegi á hádegi. Ferða- langar ganga um nágrennið og kynn- ast því besta í sögu borgarinnar. Með- al staða sem heimsóttir eru eru Emp- ire State Building, Madison Square Garden og Macy’s. Almenningsbókasafn New York Ef þú ert þreytt/ur þá er þetta full- kominn staður til að heimasækja og hvíla sig á stórborgarlífinu. Tvö stór marmaraljón, Patience og Fortitude, gæta bókasafnsins á 5th Avenue en bókasafninu má líkja við vin í eyði- mörkinni. Ókeypis skoðunarferðir eru farnar á mánudegi til laugardags klukkan 11 og 14. Fólkið skoðað Hér er á ferð tómstundagaman sem margir ferðalangar missa af. Skoðun á götulífi í New York er algjör skylda. Þetta er besti staðurinn í heiminum til að horfa á fólk. Grand Central kaffihús- ið er gott til þessarar iðkunar þar sem hægt er að sjá alla koma og fara í stressi. Eða bara hvaða horn sem er á 5th Avenue allan daginn. Algjör snilld! Dæmigert Ryokan-hótel. Ferskara ferðalag Eyjur í Karabíska hafinu eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna enda afar fallegar. Nýjar reglur hræða Ferðamannastraumur á eyj- um í Karabíska hafinu gæti minnkað vegna nýrra ferða- reglna. Nýjar bandarískar ferðareglur eru miðaðar að því að loka bandarísk- um landamærum fyrir hryðju- verkamönnum en þær gætu skap- að vandræði fyrir eyjur í Karab- íska hafinu sem treysta á banda- ríska dollara frá ferðamönnum. Áður fyrr þurftu Bandaríkja- menn sem ferðast til eyjanna að- eins að hafa meðferðis ökuskír- teini eða fæðingarvottorð en með tilkomu nýrra reglna þurfa þeir að hafa vegabréf meðferðis sem ekki allir eiga. Á síðasta ári voru Bandaríkja- menn 53 prósent af ferðamönnum á eyjunum, eða 22 milljónir, en að- eins um sextíu milljónir Banda- ríkjamanna eiga vegabréf. Frá og með 31. desember á þessu ári verða Bandaríkjamenn sem koma frá eyjum í Karabíska hafinu, Bermúda og Mið- og Suð- ur-Ameríku að framvísa vega- bréfum en þeir sem koma frá Kanada og Mexíkó þurfa ekki að framvísa vegabréfum fyrr en 31. desember á næsta ári. ■ Ferðamenn sem heimsækja Japan sækja meira og meira í hefðbundin japönsk hótel, sem kölluð eru ryokan. Mörg ryokan voru byggð á 17. öld- inni og hýstu þau lénsherra sem ferðuðust á Tokaido-brautinni til Edo, sem nú er Tókýó. Ferðamenn sem vilja kynnast japanskri sögu og lífsstíl finna það sem þeir leita að í ryokan. Dæmigerð heimsókn ferðalangs byrjar á kveðju frá starfsfólki og því næst fer ferðalangurinn úr skónum og fer í inniskó. Ferðalangur fer upp á herbergi og fer úr inniskónum áður en hann gengur inn á hrísgrjóna- gólfið, sem kallað er tatami. Glerhurðir eru á hótelinu sem hleypa seiðandi hljóði frá seytlandi lækjum og dýrahljóð- um inn í herbergi ferðamanna. Auðvitað fær ferðamaðurinn líka nóg grænt te til að væta kverkarnar. Ferðamenn úr hinum vestræna heimi eru smám saman að upp- götva ryokan-gistimátann og full- yrða allir sem þar dvelja að þeir komi ferskari og afslappaðri úr ferðalaginu en ella. ■ 28-29 (04-05) Allt ferðir 4.5.2005 16:53 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.