Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 46
14 ■■■ { FERÐIR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Síðustu þrjú til fjögur árin hefur verið aukinn áhuga á hestaferðum meðal Íslendinga. Þeir eru komnir langleiðina með að vera næst- stærsti hópurinn okkar á eftir Þjóð- verjum. Áður fyrr voru aðeins um tíu til fimmtán Íslendingar sem fóru með okkur í hestaferðir yfir sumar- ið en síðan við byrjuðum að aug- lýsa þessar sleppiferðir á heimasíð- unni okkar hefur síminn ekki stoppað,“ segir Einar G. Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta. Farnar verða tvær sleppiferðir í sumar, annars vegar þriggja daga ferð á svæðinu milli Ytri-Rangár og Þjórsár 10. júní og hins vegar fjög- urra daga ferð í nágrenni Snæfells- jökuls og Eldborgarhrauns 15. júní. Ferðirnar eru kallaðar sleppiferðir, því þær eru farnar á þeim tíma sem fólk er að sleppa hestum sínum út og því tilvalið fyrir hestafólk að sleppa hestunum og fá góðan fé- lagsskap í leiðinni. „Þessar ferðir eru sérstaklega sniðnar að þörfum hestamanna sem eiga hesta þó að allir séu auðvitað velkomnir. Sumir eru ef til vill að byrja í hestamennsku, eiga bara tvo til þrjá hesta og geta ekki farið í ferðir en sumir eiga nóg af hestum en kunna ekki að fara í ferðir. Við viljum því bjóða þessu fólki í sleppiferðir með okkur,“ segir Einar sem hefur nokkrar skýringar á auknum áhuga Íslendinga á hesta- ferðum. „Það er margt sem spilar inn í en í fyrsta lagi er mikil aukn- ing í hestamennsku og mikið af fólki sem vill láta halda í höndina á sér til að byrja með. Í öðru lagi er mikið af fólki sem á ekki hest en átti einhvern tímann hest eða hefur alltaf langað í hest sem langar að láta drauminn rætast. Í þriðja lagi eru þaulreyndir hestamenn sem hafa gefist upp á að sjá um ferðir og skipuleggja allt í kringum þær og vill hafa meiri huggulegheit og einhvern til að sjá um allt fyrir þá. Svo í fjórða lagi hefur fólk það mun betra nú en áður. Fólki fannst hestaferðir mjög dýrar en gleymdi að taka með inn í reikninginn að það eyðir ekki krónu í ferðunum sjálfum.“ Í fjögurra daga ferðinni um Snæ- fellsnes er gist í uppábúnum rúmu á huggulegum sveitabæ og er verðið 58.000 krónur á mann. Í þriggja daga ferðinni er verðið 39.000 krón- ur en gist er í svefnpokaplássi. Nán- ari upplýsingar er að finna hjá Ís- hestum á Sörlaskeið 26 í Hafnarfirði og á heimasíðu þeirra, ishestar.is. Fjölskyldan saman í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm! Hótel - heimagistingar - farfuglaheimili - tjaldstæði - veitingastaðir - verslanir Austur-Flói er hið láglenda svæði milli Ölfusár-Hvítár og Þjórsár, neðan Merkurhrauns. Valdimar Össurarson er ferðamálafulltrúi þar. Hann býr nærri félagsheimilinu Þjórsárveri og er stoltur af sínum flatlenda Flóa. „Við eigum okkar hundaþúfur og Himmelbjerg hér en engin há fjöll sem skyggja á útsýn- ið, þessvegna getum við líka státað af mesta víðsýni á landinu. Við Þjórsárver hefur verið settur upp útsýnispallur og fræðsluskilti og þar geta menn sannreynt þetta.“ Valdimar nefnir söguslóðir austan til í Flóanum sem örnefnin Orustu- dalur og Skotmannshóll eru til vitn- is um. Þar hefur verið merkt göngu- leið um og í sumar á að merkja mjög fallega leið meðfram Hvítá, upplýsir hann. Flóaáveitan er eitt af trompunum, sem hann nefnir en hún var stærsta mannvirki í Evrópu á sinni tíð. „Auk þess erum við með hrekkjóttasta mórann, hann Kamp- holtsmóra sem er enn í miklu fjöri,“ segir hann grallaralegur. Valdimar vill endilega koma á framfæri hátíð sem nefnist Fjör í Flóanum og verður haldin í lok maí. Reyndar verður hún boðuð með axarboði sem hann segir hafa verið einu löglegu leiðina til að boða mannfundi fyrr á öldum. „Menn hafa sameinast um að gley- ma siðnum og týna öxunum en við ætlum að rifja þetta upp og lista- konan Sigga á Grund er að skera út axir fyrir okkur. Svo er verið að þjálfa fornmenn í stórum stíl,“ seg- ir Valdimar kampakátur. Einari ásamt dóttur sinni Bryndísi, framkvæmdastjóra hestamiðstöðvar Íshesta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Þar sem víðsýnið blasir við af palli Með stærsta hraun í heimi undir fótum, lengstu á á landinu við hlið sér og vatnsmesta fossinn við bæjardyrnar. Það er fallegt um að litast á Snæfellsnesi og gaman að ríða út. Hestum sleppt í góðum félagsskap Íshestar ehf. hafa boðið upp á lengri hestaferðir á sumrin út um allt land í 23 ár en í sumar setur fyrirtækið nýjung á markaðinn, svokallaðar sleppiferðir – hestaferðir sem hannaðar eru fyrir Íslendinga. Valdimar er vestfirskur galdramaður sem kemur ýmsum hlutum í verk í Flóanum. 550 5600 Nýtt símanúmer hjá dreifingu: Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf 14-15 ferðir lesið OK 4.5.2005 16:33 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.