Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 5. maí 2005 Þegar ég geng inn í hótelherbergið til að hitta Or- lando Bloom tek ég ekki strax eftir honum vegna mannfjöldans í herberginu. Þegar ég svo sé hann velti ég því fyrir mér hversu fíngerður maðurinn er. Og hversu ótrúlega mikið hann minnir mig á leikar- ann Errol Flynn, með síðu lokkana og sjóræningja- skeggið. Síðar útskýrir hann að þessa dagana sé hann að leika í tveimur framhaldsmyndum Pirates of the Caribbean. Orlando kemur fyrir sem frekar alvarlegur piltur. Hann virðist vera örlítið taugastrekktur og leiklistin hefur kennt honum að fela það ágætlega. Það verður að segjast eins og er að hann er ekki fyrsti maðurinn sem kemur upp í hugann þegar mað- ur hugsar um riddara, sem heggur mann og annan í von um að bjarga sál sinni. „Mig langaði mikið til þess að stíga skrefið frá því að vera strákur í það að verða maður með þessari mynd,“ segir Orlando Bloom með kvenlegri röddu sinni. „Hluti af því var að þyngja mig með vöðvamassa. Það var líka mikilvægt fyrir persónuna. Ég bætti á mig um tólf kílóum áður en tökur hófust, en mest er núna farið af vegna þess að ég hef ekki verið að lyfta jafn mikið eða borða eins.“ Þú ert eiginlega bara búinn að leika í svona hetju- myndum frá því að þú braust upp á yfirborðið með Lord of the Rings. Er á planinu að taka að sér annars konar hlutverk bráðlega? „Já, ég var reyndar að klára mynd með Cameron Crowe sem heitir Elizabethtown og er rómantísk gamanmynd. Ég fór beint í að gera hana eftir að ég kláraði að skjóta Kingdom of Heaven. Það var alveg gjörólíkt þessari reynslu.“ Ok, svona ein mynd fyrir stelpurnar? „Já, kannski bara,“ segir Orlando, lítur undan, bros- ir lítillega og roðnar. Hvernig tilfinning er það eiginlega að enda stöðugt á listum yfir kynþokkafyllstu menn veraldar? „Æi, einn af mínum betri vinum benti mér á að það verða alltaf til nýjar strákasveitir og alltaf nýr kyn- þokkafullur ungur leikari. Það verður alltaf til ungt fólk í heiminum fyrir fjölmiðla að hífa upp í hæstu hæðir. Á þessu augnabliki virðist það vera ég en vin- ir mínir hafa stutt mig í þessu, hjálpað mér að hafa báða fætur á jörðinni. Og í raun og veru gefið mér tækifæri til þess að gera það sem ég er að gera.“ Er það satt að þú sért lesblindur? „Já, og það var mjög erfitt fyrir mig þegar ég var að alast upp sem krakki.“ Er þá ekkert erfitt fyrir þig að læra textann að hand- ritunum sem þú færð? „Já og nei. Ég þarf bara að leggja mig meira fram en aðrir, þetta hefur ekki verið mikið vandamál síðustu árin.“ Þetta er fyrsta stóra aðalhlutverkið þitt, fannstu fyrir pressu vegna þessa? „Ég fór vel undirbúinn í áheyrnarprófið til Ridley Scott. Og vegna þess að hann valdi mig og vegna þess að ég hafði lagt mikla vinnu í þetta leið mér eins og ég ætti þetta skilið. Ridley leggur mikið á sig til þess að kreista það besta úr þeim sem hann vinnur með. Hann var mjög skilningsríkur og studdi mig mikið. Vegna þess fann ég ekki fyrir jafn mikilli pressu og ég hefði getað gert.“ Breytti þessi mynd afstöðu þinni til trúarbragða, eða stríðs? „Já, við vissum að þetta viðfangsefni yrði viðkvæmt. Það má rekja margar af deilum nútímans til þess skaða sem varð á tímum krossferðanna. Mér finnst fallegur boðskapur í myndinni og gott jafnvægi í þessari sögu. Umburðarlyndið er mikið. Þeir sýna báðar hliðar deilunnar mjög vel. Ég held á endanum að himnaríki sé í huganum og hjartanu. Þangað kemst maður ef maður tekur ábyrgð á sjálfum sér á hverjum degi. Maður verður líka að vera vakandi fyrir þeim sem eru í kringum sig. Þetta er mjög svip- að heiðri riddaranna í myndinni.“ Heldurðu að svona kvikmyndir geti breytt hugarfari almennings í garð trúarbragða? „Já, ég held að ef myndir á borð við þessa hrinda af stað umræðu, þá geti þær það. Til dæmis ef fólk átt- ar sig á því að það sem er á seyði í þessari mynd hef- ur í raun og veru verið í gangi í rúm þúsund ár. Kristnir fóru til landsins helga til þess að drepa þá sem þeir kölluðu „trúvillinga“. Þetta er búið að vera eins og keppni í trúarbrögðum. Fyrir mér eru trúar- brögð bara aðferð til þess að skilgreina trú margra manna. Þetta snýst bara um hvernig maður kýs að lifa lífi sínu,“ segir Orlando rétt áður en aðstoðarfólk hans leiðir hann út, í næsta viðtal. ■ ORLANDO BLOOM „Mig langaði mikið til þess að stíga skrefið frá því að vera strákur í það að verða maður með þessari mynd,“ segir Orlando Bloom. Langar til a› ver›a a› manni Orlando Bloom leikur í myndinni Kingdom of Heaven járnsmi› á 11. öld, sem leggur af sta› til Jerúsalem í krossfer›. Birgir Örn Steinarsson hitti leikarann í London. 60-61 (28-29) Helgar 4.5.2005 20:03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.