Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 5. maí 2005 31 Lokahóf handknattleiksdeildarÞórs fór fram á Akureyri um helg- ina. Árni Þór Sigtryggsson var val- inn besti leik- maður vetrarins og Markes Skabeikis var valinn besti ný- liðinn. Arnór Þór Gunnars- son hlaut við- urnefningu sem efnilegasti leik- maður meist- araflokks og Atli Þór Ragn- arsson og Ari Jón Jónsson fengu sérstaka viðurkenningu varðandi móralskan styrk og hugarfar en á þeim sviðum þóttu þeir félagar skara fram úr. Stjórn knattspyrnudeildar KR hefurfengið þrjá leikmenn úr banda- ríska háskóla- boltanum til að styrkja meist- araflokk kvenna. Þær heita Sara Halpenny frá Notre Dame, Katherine Win- stead, sem kemur úr Wake Forest í Norður Karólínu og Carmen Watley úr North Carolina háskólanum. Tveir ungir knattspyrnumenn úrBreiðabliki munu halda til Feyen- oord til æfinga í vikutíma. Það eru þeir Viktor Unnar Illugason og Kristinn Jónsson en með í för verð- ur þjálfarinn Bryngeir Torfason. For- maður knattspyrnudeildar Breiða- bliks, Steini Þorvaldsson, mun síð- an heimsækja hópinn síðar í vik- unni. Detroit Pistons og Seattle Super-sonics tryggðu sér sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-körfubolt- ans í fyrrinótt. Pistons lagði Phila- delphia 76ers, 88-78, og vann þar með einvíg- ið 4-1. Sonics lagði Sacra- mento Kings að velli í fjórða sinn en Kings náði, rétt eins og Sixers, að- eins einum sig- urleik í einvíg- inu. Seattle mætir San Antonio Spurs eða Denver Nuggets en meistarar Detroit etja kappi við sig- urvegarann úr einvígi Boston Celtics og Indiana Pacers. Sögusagnir eru á kreiki um aðenska úrvalsdeildarliðið Manchester United sé á höttunum eftir miðvallarleikmanninum Nigel de Jong sem leikur með Ajax í Hollandi. Hinn tvítugi de Jong er samnings- bundinn Ajax til sumarsins 2006 og er ekki falur að sögn Arie van Eijden, framkvæmda- stjóra íþrótta- sviðs hjá Ajax. „Við munum ekki setja verð- miða á Jong einfaldlega út af því að við verðum að halda honum,“ sagði van Eijden. de Jong segist sjálfur mjög óánægður hjá félaginu og því eru taldar miklar líkur á að United muni ná að landa kappanum í sínar raðir. Þýska stórliðið Bayern Munchenmun gera tilboð í Bob Balde sem leikur með Celtic í Skotlandi. Þetta fullyrti Uli Hoeness, fram- kvæmdastjóri liðsins, á dög- unum en Felix Magath, þjálf- ari Bayern, gerði sér ferð til Skotlands til að fylgjast með Balde fyrir skömmu. Orðrómur var um að Bæjarar renndu hýru auga til Craig Bellamy en sam- kvæmt Houness skiptir liðið meira máli að finna varnarmann í stað hins króatíska Robert Kovac. ÚR SPORTINU Reynslutími Ingimundar og Ólafs í Sviss liðinn: Fóru bá›ir heim me› samning í töskunni HANDBOLTI ÍR-ingarnir Ingimund- ur Ingimundarson og Ólafur Haukur Gíslason koma heim frá Sviss í dag en þeir hafa verið við æfingar hjá Pfadi Winterthur síð- an í upphafi vikunnar. Þangað fóru þeir fyrir tilstilli Júlíusar Jónassonar, fyrrum þjálfara ÍR og leikmanns Wintherthur. Báðum gekk þeim vel á æfingum með fé- laginu og voru þeir leystir út með samningstilboði í gær. „Þetta er bara ágætis félag og aðstæður mjög góðar. Þeir ætla að bjóða okkur báðum samning en við svörum þeim ekkert strax heldur tökum við tilboðin með heim og skoðum þau í rólegheit- um,“ sagði Ingimundur við Frétta- blaðið í gær en hann er einnig með samning á borðinu frá danska félaginu Ajax. Fari svo að þeir félagar taki til- boðunum verður fátt um fína drætti hjá ÍR á næstu leiktíð enda er Bjarni Fritzson farinn til Frakklands, Hannes Jón Jónsson til Danmerkur og Fannar Þor- björnsson er hugsanlega einnig á förum til Danmerkur. Svo er Hreiðar Guðmundsson að íhuga tilboð frá KA. - hbg INGIMUNDUR INGIMUNDARSON Er með tilboð frá Danmörku og Sviss. ÓLAFUR GÍSLASON Átti gott ár með ÍR, komst í landsliðið og er hugsanlega á leið í atvinnumennsku. 62-63 (30-31) Sport fyrri 4.5.2005 20:33 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.