Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 69
Þessa dagana eru tónlistarnemend- ur við Listaháskóla Íslands að halda útskriftartónleika sína hver á fætur öðrum. Í kvöld er röðin komin að Ólafíu Línberg Jónsdóttur sópran- söngkonu, sem ætlar að bjóða upp á fjölbreytta söngdagskrá í Íslensku óperunni. Hún ætlar að syngja aríur eftir Mozart, Puccini, Dvorak og Don- izetti ásamt ljóðasöngvum eftir Schubert, Liszt og Haydn, svo nokk- uð sé nefnt. „Eftir Liszt ætla ég að syngja ljóð sem hafa ekki heyrst mikið hérna, en eru mjög falleg. Síðan eft- ir hlé verð ég með nútímalegri tón- list, bæði lög eftir Richard Hundley, sem er bandarískt tónskáld, og einnig eftir þýskt tónskáld sem heit- ir Wolfgang Rihm.“ Ólafía byrjaði í söngnámi sextán ára hjá Elísabetu Erlingsdóttur, sem hefur verið aðalkennari hennar allar götur síðan. „Ég tók mér reyndar hlé í eitt ár og fór til Bandaríkjanna þar sem ég var í einkatímum. Ég var líka hálft ár skiptinemi í Þýskalandi.“ Hún stefnir á framhaldsnám í Hollandi og langar til að leggja fyrir sig óperusöng. „Það er draumurinn. Ég ætla að stefna á óperuheiminn.“ Ólafía hefur komið fram í nokkrum óperuhlutverkum. Hún söng Drusillu í óperunni Krýning Poppeu eftir Monteverdi með Sumaróperunni í Reykjavík haustið 2003 og Arsenu í uppfærslu Óperu- stúdíós Listaháskólans og Íslensku Óperunnar á Sígaunabaróninum eftir Johann Strauss. Um þessar mundir syngur hún hlutverk Grillettu í uppfærslunni Óperustúdíósins á Apótekaranum eftir Joseph Haydn. ■ FIMMTUDAGUR 5. maí 2005 37 Tenórinn ALLRA SÍÐASTA SÝNING Laugardaginn 7. maí kl. 20.00 Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Stefnir á óperuna List án landamæra Listahátíðin List án landamæra verður formlega sett í Iðnó klukkan 14 í dag. Þorvaldur Þorsteinsson, forseti Bandalags íslenskra lista- manna, setur hátíðina. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda og er sérstök áhersla lögð á samvinnu fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Hún stendur til 13. maí og verður eitthvað nýtt og spennandi að gerast á hverjum degi. Meðal viðburða má nefna Listdans á skaut- um, tónleika í Salnum, stuttmyndasýningu í Háskólabíói, leiksýningu í Iðnó og myndlistarsýningu í Hinu húsinu. ■ ■ MESSUR  11.00 Dómkirkjukór Gautaborgar syngur við hátíðarmessu í Hallgríms- kirkju. ■ ■ SÝNINGAR  14.00 Handverksýning eldri bæjar- búa á Seltjarnarnesi veður haldin á degi aldraðra, uppstigningardag, í fé- lagsmiðstöðinni að Skólabraut 3-5. Gengið er inn á jarðhæð. hvar@frettabladid.is ÓLAFÍA LÍNBERG JÓNSDÓTTIR Syngur á útskriftartónleikum sínum í Íslensku óperunni í kvöld. 68-69 (36-37) Menning/slanga 4.5.2005 20:19 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.