Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 1
KÖNNUN Ný skoðanakönnun Frétta- blaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéð- inssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að forystu Ingibjargar. 44,8 prósent aðspurðra sögðu Össur heppilegri leiðtoga fyrir Samfylkinguna á meðan 49,8 pró- sent telja Ingibjörgu betri kost. 73,8 prósent þeirra sem kváðust styðja Samfylkinguna telja farsælla fyrir flokkinn að Ingibjörg verði formað- ur en 24,6 prósent álíta að Össur sé betri kostur. „Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar,“ segir Össur. „Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í mál- inu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður.“ Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar. „Ég get ekki annað en verið það, því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingar- innar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörköss- unum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi.“ Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingi- björg Sólrún Gísladóttir verði for- maður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent. -shg Sjá síðu 4. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 77% fólks í úthverfum lesa Fréttablaðið daglega.* Ekki missa af fólkinu í stærstu hverfunum. *Gallup febrúar 2005 RIGNING Í REYKJAVÍK og víða á vesturhelmingi landsins. Úrkomulaust allra austast. Hiti víðast 4-9 stig. Dregur úr úrkomu í höfuðborginni síðdegis eða í kvöld. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR Tvö silfur og eitt brons Íslensku unglingalands- liðunum í körfubolta gekk vel á Norðurlandamótinu í Svíþjóð og fengu tvenn silfurverðlaun og eitt brons. ÍÞRÓTTIR 68 9. maí 2005 - 123. tölublað – 5. árgangur Blóðugt Stjörnustríð Bandarískur gagnrýn- andi segir nýjustu Star Wars-myndina vera blóðbað. Myndin verður bönnuð börnum innan 12 ára í Bretlandi og Bandaríkjunum. FÓLK 26 VEÐRIÐ Í DAG Fólk þjáð af getuleysi: Afkastar minna ÞÝSKALAND Vinnuafköst fólks sem glímir við getuleysi eru minni en annarra. Þetta kemur fram í könn- un sem gerð var í Þýskalandi. Hún leiðir í ljós að getulausir karlmenn eyða að meðaltali rúm- um klukkutíma af vinnutíma sín- um í vangaveltur um þann vanda sem af getuleysinu leiðir. Jafnframt kom fram að þetta vandamál leggst enn verr á konur en karla því þær reyndust eyða allt að einni og hálfri klukkustund af vinnutíma sínum í að velta vandanum fyrir sér. ■ Pólitísk hrossakaup Ólafur Hannibalsson segir að á Íslandi fái kjósendur aldrei tækifæri til að kjósa um verk nokkurrar ríkis- stjórnar. FÓLK 16 VLADIMÍR PÚTÍN OG GEORGE W. BUSH George W. Bush Bandaríkjaforseti settist undir stýri á Volga-bíl Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og saman keyrðu þeir nokkra hringi á heimreiðinni við heimili Pútíns í Odinsovskíhverfi fyrir utan Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær. „Ég skemmti mér svo vel, við skulum fara annan hring,“ sagði Bush. Báðir verða við hátíðahöld í Moskvu í dag þar sem endaloka seinni heimsstyrjaldar er minnst. Ingibjörg Sólrún me› meira fylgi en Össur Samkvæmt sko›anakönnun sem Fréttabla›i› ger›i í gær er lítill munur á fylgi Össurar og Ingibjargar Sólrúnar flegar mi› er teki› af öllum svörum. Össur n‡tur a›eins stu›nings um fjór›ungs fleirra sem segjast kjósa Samfylkinguna. SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 38 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Nýja Laugardalshöllin verður um 16 þúsund fermetrar eftir stækkun og breytingar. Reykja- víkurborg og Samtök iðnaðar- ins hafa stofnað hlutafélag um rekstur hennar en Íslandsbanki hefur tekið að sér að fjármagna framkvæmdirnar. Gert hefur verið nýtt merki fyrir höllina og opnuð ný heimasíða til að veita upplýsingar um starfsem- ina. Teiknistofan Tark sér um teikningar og hönnun og um verkfræðihönnun sér VST. Gert er ráð fyrir að nýja höllin verði tekin í notkun í haust. Skóflustunga var tekin að nýj- um leikskóla í Grindavík í lið- inni viku. Það voru börn af leik- skólanum Laut sem það gerðu. Nýi skólinn verður um 650 fer- metrar að flatarmáli og vonir standa til að hann geti tekið til starfa í mars á næsta ári þar sem leikskólinn Laut er orðinn of lítill og verður þá fluttur í nýja húsnæðið. 151 tillaga að nýjum miðbæ á Akureyri voru settar upp á sýn- ingu nú um helgina. Þær bár- t í k i Ö d i FASTEIGNASÖLUR 101 Reykjavík 5 Ás 40-41 Bifröst 13 Draumahús 21-28 Eignakaup 12 Eignastýring 34 Fasteignamarkaðurinn 14 Fasteignamiðlun 16 Fasteignam. Grafarv. 17 Fasteignam. Hafnarfj. 15 Fyrirtækjasala Íslands 20 G.Ó. fasteignir 19 Heimili fasteignasala 18 Hóll 20 Hraunhamar 32-33 og 35 Húsalind 12 Höfði 37 og 39 Lundur 8-9 Lyngvík 29 Neteign 31 Nethús 30 Nýtt heimili 18 Valhöll 10-11 X-hús 38 Þingholt 19 Heimili, fasteignasala er með glæsi- lega efri sérhæð á tveimur hæðum við Víðihlið 38 til sölu. Íbúðin er 152 fer- metrar og henni fylgir fullbúinn 28 fer- metra bílskúr. Íbúðin sem um ræðir er vel búin að öllu leyti og í grónu hverfi. Komið er inn í and- dyri og með náttúrusteini. Stigi upp á efri hæðina er einnig lagður náttúrusteini. K ið á ll ð k ti f t þvottavél. Björt stofa, sólskáli og borðstofa með parketi. Úr holi er gengið upp parketlagðan stiga upp á efri hæð íbúðarinnar. Komið er upp í stórt parketlagt sjónvarpshol með mikilli lofthæð og þakgluggum. Rúmgott hjónaher- bergi er á efri hæð með parketi og góðum fataskápum. Stórt barnaherbergi með park- eti og annað barnaherbergi, einnig með parketi. Baðherbergi er glæsilegt, nýlega endurnýjað, með flísum í hólf og gólf, horn- b ðk i hlöð t t kl f Glæsileg sérhæð með fallegu útsýni Björt stofa og sólskáli prýða íbúðina. Eldhús er vel búið og baðherbergi nýlega tekið í gegn – flísalagt í hólf og gólf og með hornbaðkari og hlöðnum sturtuklefa. LIGGUR Í LOFTINU í fasteignum MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINSER ÞÍN FASTEIGN AUGLÝST HÉR? Góðan dag! Í dag er mánudagur 9. maí, 129. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.32 13.24 22.18 AKUREYRI 4.01 13.09 22.19 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Hægt að flísaleggja allt BLS. 2 Vorhreingerning í garðinum BLS. 3 Flísalag›ur ísskápur Áhugaver›ar eignir FASTEIGNIR: Í MIÐJU BLAÐSINS » • hús • fasteignir Lengri og ö›ruvísi en Tvíhöf›afréttir MEÐ NÝJAN SJÓNVARPSÞÁTT Í VINNSLU: SÍÐA 30 » TVÍHÖFÐI Ingibjörg 49,8% Hvorugt 5,5% Össur 44,8% Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Rannsókn á ruslfæði Hættulegt í umfer›inni DANMÖRK Dönsk rannsókn leiðir í ljós að neytendur ruslfæðis eru hættulegri í umferðinni en annað fólk. Rannsóknin var gerð meðal flutningabílstjóra sem vitað er að drekka mikið af gosi og borða trefjasnauðara fæði en aðrir þjóð- félagshópar. Í ljós kom að við- brögð þessara manna voru mun hægari en eðlilegt getur talist. Ástæðurnar má rekja til þess að skyndibitamatur inniheldur meira magn af auðmeltum kolvetnum en annar matur. Þau valda því að blóðsykursmagn í líkömum neyt- enda fellur hratt skömmu eftir neyslu og þeir verða slappir og svifaseinir. ■ FEITMETI Rannsókn sýnir að fólki sem borðar ruslfæði er hættara við umferðarslysum. ÍRAK Íslenskur öryggisvörður særðist í bílsprengjuárás sem kostaði tvo samstarfsmenn hans lífið í Bagdad á laugardag. „Ég held hann hafi sloppið við varanleg meiðsli, hann er að minnsta kosti mjög lítið slasaður sem betur fer,“ sagði Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns Ólafssonar, í gærkvöldi. Hann heyrði í Jóni þegar skömmu eftir árásina þegar gert hafði verið að sárum hans. Jón Ólafsson var með sex öðr- um mönnum í bíl þegar árásin var gerð. Tveir mannanna létust í árásinni og þrír særðust talsvert en Jón og annar maður særðust sýnu minna en þeir sem voru með þeim í bílnum. Hann fékk sprengjubrot í andlitið. Jón er 35 ára og hefur verið í Írak sem öryggisvörður fyrir bandarískt fyrirtæki í hálft annað ár. „Maður veit að þeir sem eru þarna eru í einhverri hættu,“ seg- ir Ólafur faðir hans. „Við höfum haft samband og ég hef talið hann nokkuð öruggan.“ - bþg Hryðjuverk í höfuðborg Írak: Íslendingur sær›ist í sprengjuárás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.