Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 4
KÖNNUN Örlitlu fleiri telja far- sælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðn- ingsmanna flokksins hefur Ingi- björg þó yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Sam- fylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðend- anna tveggja, Össurar Skarphéð- inssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 pró- sent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 pró- sent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingbjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylk- ingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu lands- byggðarbúa gagnvart afstöðu höf- uðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjós- enda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfall- ið var 76 prósent. sveinng@frettabladid.is KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,99 64,29 121,49 122,09 82,90 83,36 11,14 11,20 10,22 10,28 9,05 9,10 0,61 0,61 96,98 97,56 GENGI GJALDMIÐLA 06.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 114,43 +0,26% 4 9. maí 2005 MÁNUDAGUR Ráðherraefni í ríkisstjórn al-Jaafari: Afflakka›i rá›herraembætti› BAGDAD, AP Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnar- mynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráð- herraembætti neitaði eitt ráð- herraefnanna að taka við stöðu sinni. Íraksþing samþykkti í gær endanlegan ráðherralista Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra en samkvæmt honum fá súnníar fjögur ráðherraembætti til við- bótar við þau fjögur sem þeir þeg- ar höfðu. Hina mikilvægu stöðu varnarmálaráðherra hreppti Saadoun al-Duleimi, sem áður vann í hinu alræmda öryggis- málaráðuneyti Saddams Hussein en flúði svo til Sádi-Arabíu árið 1984. Hann er frá Anbar-héraði en þar hefur ólgan í landinu verið einna mest. Sjíar fá aftur á móti olíumálaráðuneytið og sest Ibra- him al-Uloum í þann stól. Í gær neitaði hins vegar súnníinn Hashim Abdul-Rahman al-Shibli að taka við stöðu mann- réttindamálaráðherra þar sem hann vildi ekki fá embætti sitt út á það hvaða trúarhópi hann til- heyrði. Slíkar stöðuveitingar væru einungis til þess fallnar að breikka gjána á milli hinna ólíku hópa sem búa í landinu. Öll þessi togstreita þýðir að tíminn er að verða naumur fyrir ríkisstjórnina að semja stjórnar- skrá en því á að vera lokið um miðjan ágúst. ■ Mjótt á mununum hjá Össuri og Ingibjörgu N‡ sko›anakönnun Fréttabla›sins s‡nir a› lítill munur er á fylgi fleirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphé›inssonar, sé teki› mi› af svörum stu›ningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylk- ingarinnar vir›ast fló heldur hallast a› Ingibjörgu. Þýski sendiherrann: Vita líti› um fijó›verja BRETLAND, AP Bretar eru einstak- lega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sára- lítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. Matussek sagði mikið hafa breyst frá því að hann kom fyrst til Bretlands 1977. Þá hafi Bretar vitað mikið um Þýskaland Hitlers en líka um Þýskaland nútímans. Nú væru þeir hins vegar lítt fróð- ir um Þýskaland í dag. ■ HASHIM ABDUL-RAHMAN AL-SHIBLI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Tilræðin í Mjanmar: Stjórninni kennt um YANGON, AP Mikill viðbúnaður er í Mjanmar eftir að ellefu manns biðu bana og 162 særðust í þremur sprengjutilræðum á laugardaginn. Sprengingarnar urðu á fjölförnum stöðum, í verslunarkjörnum og ráð- stefnumiðstöð. Herforingjastjórnin í landinu kenndi skæruliðahópum stjórnar- andstæðinga um tilræðin. Þeir hafa aftur alfarið neitað aðild að ódæðun- um og segja að herforingjatjórnin sjálf hafi staðið fyrir þeim. Mjan- mar, sem áður kallaðist Burma, hef- ur verið undir stjórn hersins í rúm- lega fjörutíu ár og er ekki útlit fyrir lýðræðisumbætur í landinu í bráð. ■ Addis Ababa: Kvartmilljón mótmælti EÞÍÓPÍA, AP 250 þúsund manns mót- mæltu stefnu stjórnvalda á fjölda- fundi helsta stjórnarandstöðu- flokksins í Addis Ababa, höfuð- borg Eþíópíu í gær. Hailu Shawel, formaður Bandalags einingar og lýðræðis, hét því að fjölga störfum og glæða efnahag landsins lífi þegar hann ávarpaði fundarmenn, viku fyrir þingkosningar sem fram fara næsta sunnudag. Fundargestir gagnrýndu stjórnvöld fyrir að vinna ekki bug á fátækt og ganga illa að sjá landsmönnum fyrir heilbrigðisþjónustu. ■ MÓTMÆLI Í EÞÍÓPÍU Fjölmenni var á kosn- ingafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins. VEÐRIÐ Í DAG HvorugtIngibjörgÖssur 24,6% 32,3% 63,2% 1,5% 4,4% Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins?* Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi?* KÖNNUN GERÐ 8. MAÍ 2005 KÖNNUN GERÐ 2. FEB. 2005 * Svör þeirra sem styðja Samfylkinguna í könnuninni 73,8% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.