Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 16
Kosningar í Bretlandi hafa um ára- tugaskeið verið býsna afmörkuð barátta milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, stjórnar og stjórnarandstöðu. Að vísu hefur þriðji flokkurinn, Frjálslyndir demókratar, haft allt að 20% fylgi, en það hefur ekki dugað honum til að fá nema innan við 10% þing- manna. Kjósendur hafa því getað gengið að því sem vísu að sá stóru flokkanna sem fleiri atkvæði fengi mundi fara með stjórn næsta kjör- tímabil undir forystu flokksfor- mannsins. Atkvæðafylgi frjáls- lyndra, og ýmissa óháðra fram- bjóðenda, hefur þó verið nóg til þess að stjórnarflokkurinn hefur sjaldnast kjörfylgi nema kringum 40%; það nægir honum til þess að fara með 100 sæta meirihluta – eða þar yfir – á þingi. Það má segja að þetta misrétti sé byggt inn í kosningafyrirkomu- lagið: Einmenningskjördæmi þar sem sá, sem fyrstur kemur í mark, sigrar, atkvæði hinna frambjóð- endanna falla dauð, þar sem engin hlutfallskosning er innbyggð í kerfið. Mörgum hefur fundist þetta býsna ólýðræðislegt og stundum hefur Verkamannaflokk- urinn í stjórnarandstöðu tekið und- ir sjónarmið frjálslyndra í þessu efni, og heitið umbótum á kerfinu í átt til hlutfallskosninga. Í stjórn hefur hann þó alltaf látið slíkar umbætur á kosningakerfinu sitja á hakanum – og komist upp með það – því að kjósendur yfirleitt virðast telja það sjónarmið brýnna, að það liggi ljóst fyrir fyrirfram hvaða ríkisstjórn þeir eru að kjósa yfir sig með atkvæði sínu, heldur en að fyllstu sanngirni sé gætt um aðild mismunandi skoðanahópa að land- stjórninni. Í kosningum í Bretlandi er því ætíð kosið milli stjórnar og stjórnarandstöðu; séu menn sæmi- lega ánægðir með landstjórnina veita þeir sitjandi ríkisstjórn áframhaldandi umboð; að öðrum kosti fella þeir hana og stjórnar- andstaðan tekur við stjórnar- taumunum. Þetta sjónarmið er svo ríkt í al- menningsálitinu að sumir fjölmiðl- ar í Bretlandi hafa talið það óá- sættanlega óvissu, að ekki sé á hreinu hvort Tony Blair ætlar sér að sitja út kjörtímabilið, eða láta fjármálaráðherrann, Gordon Brown, taka við forsætisráðherra- embættinu, og þá hvenær. Berum þetta saman við Ísland. Þar höfum við lagt höfuðáherslu á jafnt vægi atkvæða milli flokka, að þeir fái sem næst þingmannatölu sem samsvari fylgi þeirra meðal kjósenda. Við fáum aldrei tæki- færi til þess að kjósa um verk nokkurrar ríkisstjórnar: Allir flokkar ganga óbundnir til kosn- inga hverju sinni, eins þótt þeir hafi starfað saman mörg kjörtíma- bil í röð og gefa ekkert upp um áframhaldandi samstarf nái þeir til þess kjörfylgi. Við eigum þess heldur engan kost að kjósa yfir okkur ríkisstjórn næsta kjörtíma- bils. Það verðum við alfarið að eiga undir því hvernig hrossakaup leið- toga stjórnmálaflokkanna eftir kosningar ganga fyrir sig. Hvað eftir annað hefur það t.d. gerst, að þegar kjósendur hafa refsað fram- sóknarflokknum fyrir gerðir sínar í ríkisstjórn með minnkandi fylgi, hefur afleiðingin orðið sú ein að hann hefur fengið stjórnarforystu í nýrri ríkisstjórn! Okkur finnst það eflaust mjög ólýðræðislegt að stór hluti kjós- enda sé með öllu áhrifalaus í stjórnmálum vegna kosningafyrir- komulagsins. Þorra Breta mundi hins vegar finnast það óþolandi að kjósendur eigi þess nánast engan kost að hafa áhrif á það með at- kvæði sínu hverjir fari með völdin í landinu. Þeir mundu telja að kosningar ættu að snúast um völd og stjórnvaldsaðgerðir næsta kjör- tímabils; ekki vera einhvers konar skoðanakannanir um það hvaða lífsskoðanir kjósendur aðhyllist. Bretar mundu líka telja það ein- menningskjördæmunum til gildis, að þar geta kjósendur refsað eða umbunað þingmönnum, þar á með- al ráðherrum, samkvæmt frammi- stöðu þeirra á síðasta kjörtímabili. Spurningin um völd snýst einnig um stefnu næsta kjörtíma- bils: Um skattana og hvers kjós- endur mega vænta að fá fyrir þá. Um efnahagsstefnuna og fjármál ríkisins. Um þjónustu velferðar- kerfisins og frammistöðu skóla- kerfisins. Og loks um trúverðug- leika flokksleiðtoganna. Tony Blair umbylti Verka- mannaflokknum á árunum fyrir kosningarnar 1997 með þeim ár- angri að hann vann stóran sigur. Á fyrsta kjörtímabili sínu ávann flokkurinn sér frekara traust með farsælli stjórn á efnahagsmálum og vann enn stærri sigur í kosning- unum 2001. En á síðasta kjörtíma- bili hefur það gerst að Blair hefur hríðfallið í áliti. Hann er ekki leng- ur talinn draga vagninn heldur vera flokknum dragbítur. Fólk er löngu orðið þreytt á ýkjum, oflofi og hreinum sjónhverfingum áróð- ursmanna hans og spunameistara. En Íraksstríðið virðist ætla að verða orðstír hans miklu skeinu- hættara en í fyrstu var talið. Ekki svo mjög stríðið sjálft heldur að- dragandi þátttöku Breta í inn- rásinni. Fjöldi fólks telur hann kaldrifjaðan lygalaup, aðrir telja að hann hafi farið sparlega með sannleikann og leynt ráðherra sína, flokksmenn og þjóðina alla mikilvægum staðreyndum, sem hefðu getað gerbreytt ákvörðun- um um innrásina. Og þegar traust leiðtogans og trúverðugleiki er farinn kemur hann fáu fram, með liðlega þriðjung kjósenda að baki, þótt tæknilega hafi hann fyrir til- stilli kosningakerfisins náð meiri- hluta á þingi. ■ 9. maí 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Frumvarp menntamálráðherra um Ríkisútvarpið er metnaðarlaust og tekur ekki á skorti stofnunarinnar á sérstöðu. Aukin ríkisumsvif FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG BRESKU KOSNINGARNAR Til hlutdeildarskírteinishafa ver›bréfasjó›sins Kjarabréfa Falli› frá endanlegum gjalddaga flann 10. maí Hlutdeildarskírteini ver›bréfasjó›sins Kjarabréf eru ekki á gjalddaga flann 10. maí næstkomandi eins og fram kemur á útgefnum hlutdeildarskírteinum, sbr. reglur sjó›sins 10. desember 2003. Sjó›urinn ver›ur rekinn áfram í óbreyttri mynd skv. lögum um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i nr. 30/2003. Ávallt er hægt a› innleysa hlutdeildarskírteini í sjó›num á opnunartíma bankans. Gengi sjó›sins er reikna› daglega og birtist á heimasí›u KB banka, www.kbbanki.is. Frekari uppl‡singar fást hjá rá›gjöfum í síma 444 7000. Blair féll en hélt velli Skemmti sér og öðrum Bobby Fischer hefur sett mark sitt á reyk- vískt samfélag síðan hann kom hingað til lands um páskana. Nú síðast sást til hans á Ölstofu Kormáks og Skjaldar aðfaranótt sunnudags. Fischer var hrókur alls fagnað- ar, virtist skemmta sér hið besta og öðr- um Ölstofugestum ekki síður enda þreytt- ist hann seint á að ræða við fólk og bauð sumum jafnvel í glas. Kona hans var ekki með í för en Kristinn Hrafnsson sem hef- ur fylgt Fischer sem skugginn lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn þegar Fischer er annars vegar. Dónalegir þingmenn? Foreldri barns sem er á ritalíni skammaði þingmenn fyrir umræðu á þingi á föstu- dag um ritalínnotkun barna en þing- mönnum þótti nóg um. Sagt var frá bréfi foreldrisins til þingmanna í fréttum Stöðv- ar 2 á laugardagskvöld og þótti foreldrinu sem þingmenn sýndu börnum og foreldr- um þeirra litla virðingu og stimpluðu börnin jafnvel sem fíkla. Þörf umræða Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Samfylkingu, var einn þeirra þingmanna sem fjölluðu um ritalín- notkun barna á þingi á föstudag. Hún svarar bréfi foreldrisins í grein á vef sín- um í gær. „Ástæðulaust er að taka um- ræðu eins og fram fór á föstudaginn var á Alþingi um svar ráðherra við fyrirspurn minni sem áfellisdóm yfir foreldrum barna með athyglisbrest og ofvirkni, eins og sumir hafa gert. Það er ekki óeðlilegt að menn velti fyrir sér þeim mörgu möguleikum sem gætu e.t.v. verið ástæða fyrir þeirri stöðu sem við erum komin í með þessa gífurlegu aukningu á svo stuttum tíma. Þarna var verið að ræða málin málefnalega og reynt að kalla eftir skýringum á þessari þróun,“ skrifar Ásta og bætir við. „Ég veit að staða margra foreldra með þessi veiku börn er erfið en hún batnar ekki við það að við stingum höfðinu í sandinn og látum það afskiptalaust þegar við fáum upplýsingar eins og þær sem fram koma í svari heil- brigðisráðherra.“ brynjolfur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA ÓLAFUR HANNIBALSSON Í dag mun menntamálanefnd Alþingis senda frá sér nýja útgáfuaf frumvarpi til laga um ríkisfjölmiðlana, hverjar skyldur oghlutverk þeirra eigi að vera og hvernig þeim skuli stjórnað. Hörð gagnrýni úr ýmsum áttum hefur komið fram á fyrstu gerð frumvarpsins, ekki síst vegna þess að þar er Ríkisútvarpinu gefin mun víðtækari heimild til að útfæra starfsemi sína en það hefur í núgildandi lögum. Enn er von um að menntamálanefnd lagfæri verstu annmarka þessa frumvarps, sérstaklega kaflana um hlutverk stofnunarinnar og heimild hennar til þess að taka þátt í annarri starfsemi en sjón- varps- og útvarpsrekstri. Sú vonartýra er þó fremur dauf því upp- runalega frumvarpið er svo afspyrnuvont að frekar ætti að varpa því á haugana en freista þess að lappa upp á það. Nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamála- ráðherra kemur úr Sjálfstæðisflokknum en þess hefur lengi verið beðið að flokkurinn kæmi fram með frumvarp sem tæki til ræki- legrar endurskoðunar stöðu Ríkisútvarpsins á frjálsum fjölmiðla- markaði. Athugið í því sambandi að nú eru um tveir áratugir frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Því meiri voru vonbrigðin þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir því metnaðarlausa frumvarpi sem menntamálanefnd hefur til meðferðar. Í skýrslu hinnar þverpólitísku fjölmiðlanefndar er eitt orð sem kemur fyrir oftar en öll önnur og það er orðið fjölbreytni. Hér er til dæmis ein tilvitnun: „Það þarf með öllum tiltækum leiðum að tryggja eins og kostur er, menningarlega og stjórnmálalega fjöl- breytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði.“ Maður spyr sig hvort fjölbreytni sé tryggð með því að dagskrá Ríkissjónvarpsins sé byggð í grundvallaratriðum upp á enskum og bandarískum gamanþáttum og bíómyndum eins og dagskrá Stöðv- ar 2 og Skjás 1? Ríkissjónvarpið keppir blákalt við þessar stöðvar um sýningarréttinn á vinsælu bandarísku sjónvarpsefni þótt allt að þreföldun hafi orðið á verði þeirra undanfarin ár. Af hverju snýr Ríkissjónvarpið sér ekki að einhverju öðru? Eflir innlenda dag- skrárgerð, talsetur meira af barnefni og sýnir sjónvarpsefni á öðru máli en engilsaxnesku? Það væri réttara að festa í lög kvöð um slíkt en að blessa sérstöðuleysi stofnunarinnar með nýju lagafrumvarpi. Það er með miklum ólíkindum að eftir fjórtán ára valdasetu í ráðuneyti menntamála, sem Ríkisútvarpið heyrir undir, skuli Sjálf- stæðisflokkurinn standa að lagafrumvarpi þar sem á að opna upp á gátt dyrnar að enn víðtækari ríkisrekstri í fjölmiðlun en við höfum nú þegar. Hvað hefur komið fyrir þennan flokk sem hefur verið helsti merkisberi frelsis og minnkandi ríkisumsvifa á Íslandi? Hvað segja þeir þingmenn flokksins sem hafa helst viljað gefa sig út fyrir að styðja frjálslyndi og einkaframtak? Er þetta ykkar frumvarp, Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Krist- jánsson, Gunnar Ingi Birgisson og Guðlaugur Þór Þórðarson? ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.