Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 71
22 9. maí 2005 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Juventus er komið á topp- inn í ítölsku knattspyrnunni eftir 1-0 útisigur í stórleiknum gegn Milan í gær. Leikurinn var hnífjafn en Juventus tókst að halda forystunni sem þeir náðu um miðjan fyrri hálfleik og fóru því með þrjú stig í farteskinu en skallamark David Trezuguet skildi liðin að. Það virtist stefna í óefni fyrir Juventus í byrjun því Milan byrj- aði af miklum krafti og uppskar snemma tvö góð marktækifæri sem liðinu tókst ekki að nýta. Það var því að nokkru leyti þvert gegn gangi leiksins þegar David Trezeguet skoraði með skalla eftir stórbrotna sendingu frá Al- essandro Del Piero. Milanliðinu virtist brugðið við þetta mark og gestirnir náðu tökum á leiknum. Þjálfara Milan, Carlo Ancelotti þótti nóg um í hálfleik og gerði taktíska breytingu ásamt því að setja Serginho inn á í stað Andrea Pirlo. Sú breyting virkaði sem vítamínsprauta fyrir Milan og skömmu síðar setti hann Filippo Inzaghi inn fyrir Jon Dahl Tomas- son. Það leið ekki á löngu þar til Inzaghi var nálægt því að jafna metin en honum brást fótafimin í það skiptið. Eftir þetta skiptust liðin á að skapa sér marktækifæri og Del Piero var nálægt því að koma gestunum í lykilstöðu en skalli hans fór í slána. Hvað sem liðsmenn Milan reyndu þá gekk þeim erfiðlega að brjóta vel skipulagða vörn gestanna niður og skora markið sem hefði haldið þeim í toppsætinu en niðurstaðan varð sú sem þeir óskuðu sér allra síst, tap á heimavelli og 2. sætið í deildinni. Milan virðist vera í einhverri lægð og sú lægð kemur ekki á besta tíma fyrir liðið sem er í bar- áttu við Juventus um ítalska meistaratitilinn og framundan er úrslitaleikur við Liverpool í Meistaradeild Evrópu. Betur má ef duga skal hjá Milan sem verða að hysja upp um sig buxurnar ef þeir ætla ekki að enda tómhentir í lok maí. ■ MEÐ AÐRA HÖND Á TITLINUM Leikmenn Juventus féllust í faðma að leik loknum í gær enda tryggði sigurinn á AC Milan þeim nánast örugga forystu á toppi ítölsku deildarinnar. Þrjár umferðir eru nú óleiknar. AP Góð staða Juventus Juventus s‡ndi styrk sinn flegar li›i› lag›i AC Milan a› velli í uppgjöri toppli›- anna á Ítalíu í gær. HÁÞRÝSTIDÆLA 110 BAR 12.490 kr. Öll helstu merkin í verkfærum. Ótrúlegt úrval af BMF festingum, boltum, skúfum og saum. Sjón er sögu ríkari. Súperbygg, þar sem þú færð meira fyrir minna. Opið mán-fös 8-18 og lau 9-15 Bæjarhaun 8 Hafnarfjörður Sími: 414-6080 NÝTT Á ÍSLANDI DEWALT SDS PLUS BORHAMAR 600W 18.490 kr. AXA LEX STORMJÁRN verð frá 1.096 kr. VINNUBORÐ SAMFELLANLEGT 1.389 kr. VERKFÆRAKASSI Á HJÓLUM 5.800 kr. HANDLAUG Á VEGG 58X46 4.490 kr. HANDSÖG JACK 550 MM 699 kr. SKRÚFUBOX VERKFÆRABOX MALARSKÓFLA verð frá 390 kr. 1.950 kr. ALLIR DAG AR T ILBO ÐSDA GAR 690 kr. pr.stk HRÍFA, BEÐAKLÓRA BEÐASKAFA Íslendingar erlendis: Arnar fiór skora›i FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson skoraði annað mark Lokeren er liðið mætti Oostende í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokeren vann leikinn 2-0 en mark Arnars kom á 72. mínútu. Arnar Grétarsson og Rúnar Kristinsson voru einnig í byrjunarliði Lokeren en var báðum skipt út af í seinni hálfleik. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunar l ið i Young Boys gegn Zurich í svissnesku 1. deildinni og skoraði jöfn- u n a r m a r k leiksins sem fór 1-1. S t e f á n Gíslason og fé- lagar í Lyn töp- uðu gegn Rosenborg, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni. Lið Jóhannesar Harðarsonar vann góðan sigur á Odd Grenland, 4-0, á heimavelli. Jóhannesi var skipt út af á lokamínútu leiksins. Aalesund tapaði fyrir Tromsö á útivelli og spilaði Haraldur Guð- mundsson allan leikinn fyrir Aalesund. Lið Árna Gauts Arason- ar, Vålerenga, vann Bodo/Glimt, 1-0. Hannes Sigurðsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks er lið hans, Viking, tap- aði á heimavelli fyrir Molde, 3-2. ARNAR ÞÓR VIÐARS- SON Skoraði fyrir Lokeren í gær. Hver tekur fyrsta bikar ársins? FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Keflavíkur mæt- ast í kvöld í Meistarakeppni KSÍ en leikurinn fer fram á aðalvellin- um í Kaplakrika. Hvorugt þessara liða hefur áður unnið bikarinn þannig að það er ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í kvöld. Meistarakeppnin markar yfirleitt byrjun sumars- ins og því er um að gera fyrir knattspyrnuunnendur að skella sér í Kaplakrika og sjá þessi tvö lið etja kappi um bikarinn. FH verður án Tommy Nilsen sem tekur út leikbann en hann var úrskurðaður í leikbann eftir keppnistímabilið í fyrra. Annars eru flestir leikmenn liðanna klárir í þennan fyrsta slag sumarsins og það verður án efa hart barist í Kaplakrika í kvöld. Dómari í kvöld er Egill Már Markússon og honum til aðstoðar verða Einar K. Guðmundsson og Sigurður Óli Þorleifsson. Varadómari er Krist- inn Jakobsson. ■ Wise hættur hjá Millwall FÓTBOLTI Dennis Wise er hættur sem knattspyrnustjóri Milwall en hann tilkynnti ákvörðun sína í dag. Dennis Wise sem hefur verið spilandi knatt- spyrnustjóri hjá félaginu sagði ástæð- una vera ein- falda. „Ég fór á fund með s t j ó r n a r f o r - manninum og hann sagði mér sína stefnu og ég var hreint út sagt ekki sam- mála henni,“ sagði Wise. Ray Wilkins hefur verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Wise. ■ WISE OG PAPHITIS Þjálfarinn og stjórnar- formaðurinn sam- fagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.