Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 76
Það hefur lengi staðið til að gera kvikmynd eftir hinni frábæru skáldsögu Douglas Adams, The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy, og margir leikstjórar hafa verið orðaðir við verkefnið. Það kom að lokum í hlut breska nýliðans Garth Jennings að koma þessari geggjuðu sýn Adams á hvíta tjaldið og það verður að segjast eins og er að hann skilar vandasömu verki með mikilli prýði. Það munar sjálfsagt mest um það að myndin er öll mjög bresk. Allir helstu leikarar eru Bretar og eins og bresk bíólög gera ráð fyrir verður því áherslan á persónurnar og söguna frekar en tæknibrellurn- ar sem þó eru ómissandi í þessum geggjaða óð til alheimsins. Myndin hefst á því að hinn væru- kæri Arthur Dent kemst að því að það stendur til að eyða Jörðinni þar sem hún stendur í vegi fyrir lagn- ingu hraðbrautar í gegnum vetrar- brautina. Vinur hans sem er geim- ferðalangur sem skrifar fyrir Handbók puttaferðalangsins um vetrarbrautina kippir honum með sér út í geim augnabliki áður en Jörðinni er eytt og þá hefst ótrúlegt ferðalag jarðarbúans um alheiminn en vitleysan þar er öll eins og á Jörðinni, bara milljón sinnum um- fangsmeiri og fáránlegri. Martin Freeman, best þekktur sem Tim úr The Office, fer ákaflega vel með hlutverk Arthurs og nýtur þess að vera umkringdur eðalleik- urum í minni og stærri aukahlut- verkum. Stephen Fry ljær leiðbein- ingarriti puttalingsins þíða rödd sína og Mos Def gerir Ford prýðileg skil. Alan Rickman fer á kostum sem rödd þunglynda vélmennisins Marvins, sem er án efa skemmtileg- asta persóna myndarinnar, og Bill Nighy og John Malkovich klikka ekki í sínum hlutverkum. Þá er Sam Rockwell gersamlega óþolandi sem Zaphod Beeblebrox, forseti vetrar- brautarinnar, en það vill svo vel til að Zaphod er óþolandi persóna. Myndin er hvorki jafn fyndin né jafn skemmtileg og bókin en stend- ur þó fyllilega fyrir sínu og þótt ýmsar breytingar á sögunni muni fara í taugarnar á heittrúuðum að- dáendum Adams liggur styrkur myndarinnar ekki síst í því að hún höfðar til allra og getur, ekki síður, skemmt þeim sem ekki hafa lesið bók Adams. Hinir ólesnu hafa jafn- vel forskot á hina innvígðu og fá meira fyrir sinn snúð í þessari fantasíu sem minnir um margt á geimdelluna The Fifth Element eft- ir Luc Besson. Þórarinn Þórarinsson. Kostulegur heimsendir THE HITCHHIKER’S GUIDE TO THE GALAXY LEIKSTJÓRI: GARTH JENNINGS AÐALHLUTVERK: MARTIN FREEMAN, MOS DEF, ZOOEY DESCHANEL, SAM ROCKWELL NIÐURSTAÐA: Myndin er hvorki jafn fyndin né jafn skemmtileg og bókin en styrkur myndar- innar liggur ekki síst í því að hún höfðar til allra og getur, ekki síður, skemmt þeim sem ekki hafa lesið bók Adams. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN G O T T F Ó LK M cC A N N ÁSKRIFT: 515 6100 | WWW.STOD2.IS | SKÍFAN | OG VODAFONE ÍSLENSKIR MÁNUDAGAR Strákarnir í kvöld kl. 20 Skómarkaðurinn Glæsibæ S: 693-0997 SKÓMARKAÐURINN GLÆSIBÆ Athugið lokavika Allt á að seljast Ótrúleg verð Töskur og skór frá kr. 500.- Opið mánudag - föstudags 10-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.