Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 13

Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2005 þau yfir daginn þegar hvað heit- ast er. Sömuleiðis upp brattan tind, Devil’s Thumb. Um nóttina eru hlaupararnir komnir niður í 1.000-2.000 feta hæð en Gunn- laugur segir að það verði ekkert léttara því að þá verði hlaupararnir orðnir svo þreyttir. Fjallaljón og skröltormar „Snjóalög eru mikil og þau gera hlaupið erfiðara. Árið 1995 þurfti til dæmis að hlaupa 30-40 kílómetra í snjó. Hitinn getur líka skipt máli. Hitinn getur orð- ið töluvert mikill um miðjan dag- inn í fjórum gljúfrum sem hlaup- ið er í gegnum og það getur mað- ur ekki búið sig undir. Ýmislegt getur líka komið upp á. Skipu- lagningin í hlaupinu er mikilvæg hjá hverjum og einum, að fara ekki of hratt af stað þó að menn séu eldfrískir þegar þeir leggja af stað. Maður leggur af stað í besta formi lífs síns og sólar- hring seinna kemur maður í mark í versta formi lífs síns,“ segir Gunnlaugur. „Þetta tekur á.“ Gunnlaugur hefur lesið frá- sagnir af fjallaljónum og skröltormum á hlaupaleiðinni. Fyrir tíu árum segir hann að hlaupara í æfingahlaupi hafi verið banað af fjallaljóni. „Ég er ekki að segja að það sé allt vað- andi í fjallaljónum en þegar hlaupararnir æfa þarna þá eru þeir með sérstakar blístrur sem eiga að fæla þau í burtu en í hlaupinu verður auðvitað tölu- verð umferð. Ég hef ekki heyrt af því að menn hafi orðið fyrir ásókn ljóna í sjálfu hlaupinu en ég hef lesið að skröltormarnir séu til staðar. Maður verður bara að gæta að þeim, sérstaklega yfir daginn þegar það er heit- ast,“ segir hann. - Hvað ætlarðu að gera ef þú mætir skröltormi á leiðinni? „Reyna að hoppa yfir helvít- ið,“ svarar hann. „Annars er ekki hægt að búa sig undir þetta. Maður verður bara að takast á við það þegar þar að kemur. Svo er dimmt á nóttunni og þá hleyp- ur maður með höfuðljós. Þá verður erfiðara að sjá hvað er framundan þannig að maður get- ur ekki tryggt sig gagnvart öllu.“ ghs@frettabladid.is Í KJÖLFAR MÖMMU Litlir álftarungar svamla með móður sinni á tjörn í Þýska- landi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.