Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 16
Þá er komið að því, síðasta sam- ræmda prófið er á morgun. Marg- ir eru reyndar þegar búnir með sín próf, kláruðu fyrir helgi. Það á við um þá sem hvorki taka próf í samfélagsfræði né náttúru- fræði. Síðustu tvær vikur hafa nemendur keppst við, rifjað upp og reynt að muna, lesið yfir og lagt á minnið, jafnvel námsefni nokkurra ára. Vafalaust hafa fjöl- margir foreldrar lagt sitt af mörkum með ýmsum hætti; lagt sérstaka áherslu á hollt matar- æði, aðstoðað við lestur og hlýtt yfir. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara prófa, tilgang þeirra og framkvæmd og það er eðlilegt að menn setji spurningar- merki við slík próf, svo áhrifa- mikill þáttur sem þau eru í lífi og starfi grunnskólanema og þar með heimila þeirra. Að venju hafa verið settar fram ýmsar athugasemdir við prófin sjálf, slíkt er árlegur við- burður. Mistök voru gerð við stærðfræðiprófið, ritgerðarefnið í íslensku var í besta falli sér- kennilega valið auk þess sem mis- tök voru gerð í prófinu sjálfu og hlustunin í dönsku var „svínslega þung“, svo dæmi séu tekin. Það er auðvitað sérlega hvimleitt að mis- tök skuli gerð við samningu og frágang prófanna. Auk stærð- fræðiprófsins gerðist það í hlust- un í íslensku að það gleymdist að endurtaka eina spurningu af tíu. Þetta hljómar kannski ekki mjög alvarlega en slík mistök rugla nemendur í ríminu, einkum þá sem eiga erfitt með bóklegt nám. Eftir 7 vikna verkfall í vetur var tilkynnt sérstaklega að við samningu samræmdra prófa yrði ekki tekið tillit til þess að skólaár- ið yrði styttra en venjulega. Próf- in yrðu álíka þung og önnur ár og þar sem allir nemendur sætu þar við sama borð skipti í raun ekki máli hvort prófin væru létt eða þung. Þetta er auðvitað ekki rétt. Það má öllum ljóst vera að þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám finna minna fyrir slíkri skerðingu og eru duglegri að vinna sjálfir með námsefnið en hinir sem eiga erfiðara með bók- lega námið. Margt við samræmdu prófin er umhugsunar virði. Þar á með- al hversu mikil áhersla á bóklegt nám felst í lokaprófum eftir 10 ára nám í grunnskóla. Ekki er hugað að því hversu vel nemend- ur standa t.d. í handmennt, hvort þeir búa yfir félagsfærni eins og það heitir, hvort þeir hafa lært að vinna saman í hóp eða koma fram opinberlega svo aðeins séu nefnd örfá dæmi. Og þrátt fyrir ára- tuga umræðu um aukna áherslu á verklegar greinar virðist í raun hafa heldur hallað undan fæti. Annað umhugsunarefni við samræmdu prófin er sú mikla streita sem þau valda hjá mörg- um nemendum. Kennarar og ekki síður foreldrar hljóta að velta fyrir sér réttmæti þess að láta 15-16 ára börn ganga í gegnum slíkt álag. Á hverju ári er um það rætt að ekki eigi að undirbúa nemendur sérstaklega fyrir sam- ræmd próf, ekki eigi að láta þau hafa áhrif á skólastarfið og sér- staklega þurfi að huga að því að draga úr kvíða nemenda. En þetta eru orðin tóm á meðan nið- urstöður þessara prófa eru einn helsti mælikvarði á hæfileika nemenda til inngöngu í marga framhaldsskóla. Í raun eru sam- ræmdu prófin inntökupróf. Það þýðir m.a. að nemendur, sem hafa verið bestu vinir í 10-15 ár standa e.t.v. frammi fyrir því að komast ekki í sama framhalds- skólann. Vissulega er einnig horft á skólaeinkunnir við mat á umsóknum nemenda í framhalds- skóla en margir þeirra leggja þó mesta áherslu á útkomu úr sam- ræmdum prófum. Þá hefur meðferð á niðurstöð- um samræmdra prófa valdið því að þau eru stór þáttur í mati á gæðum skóla. Frammistaða ein- stakra skóla og þar með kennara er beinlínis metin út frá árangri nemenda í 4-6 bóklegum greinum og hlýtur að teljast heldur tak- markað sjónarhorn. Það er líka takmarkað sjónarhorn á getu nemenda. Þess eru dæmi að prýðilegir nemendur til munns og handa bresta í grát af ein- skærum létti yfir þokkalegum ár- angri í samræmdum prófum. Það er undarleg stemning í grunn- skólum landsins daginn sem nið- urstöðurnar berast og margir hljóta að spyrja sig hvort það sé rétt að láta 16 ára unglinga ganga í gegnum þá streitu sem er fylgi- fiskur þessara prófa, a.m.k. enn sem komið er. Núverandi fyrir- komulag þýðir að margir nem- endur njóta í raun hvorki sann- mælis né jafnréttis. Hæfileikum þeirra er mishátt gert undir höfði og getan til að læra á bók er hærra metin en getan til að vinna með höndunum eða hæfileikar til mannlegra samskipta. Erum við sátt við það? ■ S extán manns eru látnir og á annað hundrað slasaðir eftiróeirðir sem brutust út í Afganistan þegar fréttist að banda-rískir hermenn hefðu vanvirt Kóraninn, trúarrit múslima. Bandaríska vikuritið Newsweek flutti frétt þess efnis í vikunni að helgiritinu hefði verið sturtað niður í salernisskál í fangabúðunum í Guantanamo í því skyni að þvinga íslamska fanga til að veita upp- lýsingar. Víðar í löndum múslima hefur komið til óeirða út af þessari frétt og athæfið sætt fordæmingu. Í Newsweek í gærmorgun kom hins vegar fram að fréttin gæti verið röng og var beðist velvirðingar á villum í henni. Reyndist hún aðeins hafa verið byggð á frásögn eins heimildarmanns sem taldi sig hafa lesið um atvikið í leynilegum stjórnarskjölum. Heimildar- maðurinn er ekki lengur viss um hvar atvikið gerðist. Dregið hefur verið í efa að það hafi yfirhöfuð átt sér stað. Það verður að teljast næsta ótrúlegt dómgreindarleysi hjá út- breiddu og virtu fréttariti eins og Newsweek að treysta á einn heimildarmann þegar settar eru fram jafn alvarlegar ásakanir og hér var um að ræða. Hætt er við að trúverðugleiki blaðsins hafi beðið mikinn skaða. Er ekki á bætandi eftir þau hneyksli sem skek- ið hafa bandaríska fjölmiðla á undanförnum mánuðum. Hefur hver fjölmiðillinn á fætur öðrum orðið uppvís að hroðvirknislegum vinnubrögðum sem leiddu til uppsláttarfrétta sem ekki reyndust á rökum reistar. Trúverðugleiki Newsweek og annarra fjölmiðla er þó léttvægur miðað við hinar hörmulegu afleiðingar fréttarinnar. Enn kann hún að eiga eftir að draga á eftir sér langan slóða. Víst er að fréttin skaðar ekki aðeins Bandaríkjastjórn heldur Vesturlönd öll og vest- ræn samfélög. Skiljanlegt er að vanvirðing við helgirit og helgigripi skapi hugaræsing og óróa meðal trúaðra. Þar eru múslimar ekki einir á báti. Fjölmiðlar þurfa þess vegna að sýna sérstaka aðgát og vand- virkni þegar þeir flytja fréttir á þessu sviði. En stundum er vissulega erfitt að átta sig á siðferðishugmynd- um manna og hvar þeir draga mörkin milli þess sem hægt er að sætta sig við og hins sem er óviðunandi. Ekki eru margir dagar síð- an fréttist að ung kona í Afganistan hefði verið grýtt til bana fyrir að vera eiginmanni sínum ótrú. Ekki hefur spurst að þessi villi- mannslega aftaka á grundvelli gamalla laga hafi vakið hugaræsing og óróa meðal múslima eða kallað þúsundir manna út á götur til að mótmæla. Hver getur verið skýringin á því? Múslimar eiga rétt á því að Vesturlandabúar virði trúarbrögð þeirra og trúartilfinningar. En það er kominn tími til þess að þeir líti einnig í eigin barm og uppræti forneskjuna sem komið hefur óorði á íslam og íslamska menningu í okkar heimshluta. 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Vond fréttamennska getur haft skelfilegar afleiðingar. Fréttir, trú og si›fer›i FRÁ DEGI TIL DAGS Samræmdu prófin í 10. bekk Gunnar Örn Örlygsson kom á óvart Fyrrverandi félagar Gunnars Arnar Ör- lygssonar skilja ekki hvers vegna Gunn- ar Örn yfirgaf Frjálslynda flokkinn og alls ekki hvers vegna hann kaus að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Svo eru aðrir sem skilja bara alls ekkert í hvers vegna sjálfstæðismenn tóku við honum og þaðan af síður að hafa fagnað honum með lófaklappi. Til að átta sig betur á undrun þeirra sem horfa á er gaman að rifja upp nokkur orð Gunn- ars Arnar um sinn nýja flokk og flokksbræður. „Nýfrjálshyggja Sjálf- stæðisflokksins með Hannes Hólmstein Gissurarson sem hugmyndafræðing og siðapostula þeirrar hreyfingar í farar- broddi er ógnvænleg. Í nýfrjálshyggj- unni er félagshyggjan blótsyrði. Sú stefna stjórnvalda sem er við lýði í dag er ekki heilbrigð frjálshyggjustefna. Heldur er hún blanda af slæmum kommúnisma og lénsfyrirkomulagi gamla Englands.“ Ráðherrum sagt til syndanna Um Davíð Oddsson hefur Gunnar Örn látið eftirfarandi orð falla: „Ég skal ekki segja hvort kæruleysisleg áhrifin af dýr- indis síld og ljúfum mjöð eða skipu- lagður heilaþvottaáróður frjálshyggju- aflanna í þessu landi fái forsætisráð- herra (þ.e. Davíð Oddsson) til að segja aðra eins vitleysu og raunin er ár hvert í áramótaræðum sínum.“ Um Árna Mathiesen hefur hann sagt: „Það verður að viðurkenna þá hörm- ung sem fylgt hefur aðferðarfræði HAFRÓ og Árna Mathiesen ráðherra. Stöðnun eða miklu frekar afturför er raunin að óbreyttu. Tekjurnar eru ríg- bundnar í úrelt vísindi sem eiga ekkert erindi við umhverfið okkar og þær sí- breytilegu aðstæður sem koma upp hverju sinni í umhverfinu. Íslensk þjóð getur stóraukið tekjur sínar af sjávar- útvegi með því einu að gefa hafrann- sóknir frjálsar. Þessu verðum við að breyta. Þó það verði mitt síðasta verk mun ég berjast af alefli fyrir breyttum áherslum á þessu sviði. Hér er um eitt stærsta og veigamesta mál sem kemur að efnahagsmálum þjóðarinnar.“ trausti@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG SAMRÆMD PRÓF INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Núverandi fyrirkomulag fl‡›ir a› nemendur njóta hvorki sannmælis né jafnréttis. Hæfileikum fleirra er gert mishátt undir höf›i og getan til a› læra á bók er hærra metin en getan til a› vinna me› höndunum e›a hæfileik- ar til mannlegra samskipta. Múslimar eiga rétt á flví a› Vesturlandabúar vir›i trúarbrög› fleirra og trúartilfinningar. En fla› er kominn tími til fless a› fleir líti einnig í eigin barm og uppræti forneskjuna sem komi› hefur óor›i á íslam og íslamska menningu í okkar heimshluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.