Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 22
Búslóðaflutninga í skipagámi sem flytja á milli landa þarf að skipuleggja afar vel og vandlega. Áður en rokið er til og öllu hent í kassa sem á að flytja er mikilvægt að kynna sér nokkur atriði. Byrjaðu á því að hafa samband við flutningsaðila og kynna þér hvernig þú átt að bera þig að og fáðu uppgefið verð á flutningnum, og ekki er verra ef þú veist nokkurn veginn hversu marga rúmmetra þú munt flytja. Því næst skaltu verða þér úti um inni- haldslýsingu sem þarf að fylgja búslóðinni og koma þér upp merk- ingakerfi fyrir alla þá hluti sem þú flytur. Merkingakerfið getur til dæmis verið upphafsstafirnir þínir og svo númer á eftir. Þannig merkirðu hlutina hvern á eftir öðrum. Best er að verða sér úti um sterkbyggða kassa sem allir eru jafnstórir þannig að þeir rað- ist vel saman. Jafnvel er hægt að vera með tvær til þrjár ólíkar stærðir, en kassa er hægt að fá í búntum hjá Kassagerðinni. Hafðu það hugfast að öllu þarf að pakka inn og merkja hvort sem það eru hjól, húsgögn eða rúm. ■ Garðblómabókin – Handbók um fjölærar skrautjurtir og sumarblóm er nýkomin út. Á annað þúsund tegundir blóma koma við sögu í nýju Garð- blómabókinni og hafa þær flest- ar verið reyndar á Íslandi með góðum árangri. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar en sú fyrri sem kom út fyrir áratug er upp- seld fyrir löngu. Á síðustu tíu árum hefur líka ýmislegt breyst í garðblómaflórunni á Íslandi og því er sú bók sem nú kemur út rækilega uppfærð og endur- skoðuð. Umfjöllun um fjölmarg- ar tegundir hefur verið bætt inn og á annað hundrað nýrra lit- mynda. Bókin er mjög aðgengileg, með stuttum köflum og sterkum myndum. Þar er meðal annars fjallað um nafngiftir plantna, ræktun, fjölgun og umhirðu garðblóma, jarðveg, áburð, safnhauga, skjól í görð- um, blóma- beð, stein- hæðir, gras- flatir og blómaengi. Ítarlegar skrár eru í bókinni. Má nefna skrár yfir stein- hæðaplönt- ur, hávaxnar plöntur, sígrænar plöntur, skuggþolnar plöntur, þekju- og klifurplöntur og fleira í þeim dúr og einnig skrár yfir plöntur eftir blómalitum. Nýja bókin er því alger biblía fyrir garðeigendur. Hún er gefin út af Skruddu og ritstjóri hennar er Hólmfríður Auðbjörg Sigurð- ardóttir. ■ Ný blóma- biblía Nú er árstíminn til að planta niður trjám og best að gera það á vorin til að plantan nái að festa vel rætur fyrir veturinn. „Fólk á aldrei að kaupa sér trjá- plöntu nema að vel athuguðu máli því það skiptir öllu að velja rétta plöntu á réttan stað,“ segir Steinunn I. Stefánsdóttir garð- yrkjufræðingur hjá Blómavali. Hún segir að þegar fólk sé að planta niður trjám þurfi maður að útbúa góða holu, setja skít neðst í holuna og mold yfir. Plöntunni á að koma vel fyrir og greiða aðeins úr rótunum áður en mokað er yfir þær. „Plöntuna þarf að vökva mjög vel og er það rignir ekkert þarf að vökva hana nokkuð áfram til að hjálpa henni af stað,“ segir Steinunn. Besta tímann til að planta niður trjám segir hún vera um þetta leyti en ef plantan er í potti sé það í lagi fram eftir sumri. „Ef planta er keypt í potti þá er hægt að planta henni hvenær sem er, en því fyrr því betra svo plantan nái að festa rætur sínar fyrir veturinn,“ segir Steinunn. Við val á plöntum segir Stein- unn að best sé að leyta ráða hjá garðyrkjufræðingi því fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu stór plantan verður og hvers hún þarfnast. „Í dag er til fjöld- inn allur af blómstrandi trjám og runnum. Gott er að gefa plöntunni gott vaxtarými svo hún njóti sín betur í stað þess að hrúga öllu þétt saman,“ segir Steinunn. „Fólk er farið að prufa miklu meira af tegundum, enda tíðin orðin betri og garðarnir skjólbetri,“ segir Steinunn. ■ Hlutir sem eru nauðsyn- legir til pökkunar: Kassar Pökkunarlímband Bóluplast Frauðplast Tússpennar Merkimiðar Öllu pakkað: 1. Flokkaðu hluti ofan í kassa, láttu til dæmis allar bækur saman, öll föt saman og allt eldhúsdót saman. 2. Hafðu það hugfast þegar þú pakkar að kassarnir geti orðið fyrir hnjaski þannig að þú skalt pakka þétt í kassana og nýta plássið vel og láta ekkert hringla laust. 3. Öllu brothættu skaltu pakka í bólu- plast eða setja í kassa með frauðplasti. 4. Fatnað skaltu setja í plastpoka ofan í kassana, til að koma í veg fyrir að bleyta komist að þeim, eða jafnvel setja hann í plast- kassa. 5. Þegar kassa er lokað skaltu líma vel all- an hringinn og láta límbandið krossa að ofan og á botninum. Merktu kassann með tilheyrandi númeri og merktu svo númerið og innihaldslýsingu á kassan- um inn á innihaldslistann. 6. Kassana þarf að merkja með nafni og heimilisfangi áfangastaðar. Ef búslóðin fer með landflutningum áður en hún fer í skip getur verið að það þurfi að merkja heimilisfang skipaflutninganna. 7. Ef þú hefur tækifæri til að raða í gám- inn sjálf/ur þá er það best. Nýttu plássið vel, raðaðu öllu þétt og sjáðu til þess að allt sé vel fest. Búslóðinni pakkað í gám Mikilvægt að velja réttar plöntur 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 4 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.