Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 PÓLLAND, AP Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetan- um Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu al- þekkta. Yfir tölvubreyttri mynd- inni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin „Með kveðju til Pútínokkíós“ (eftir Pinocchio eins og Gosi heitir á frummálinu). Tilefni þessa tiltækis er kraumandi óánægja margra Pól- verja með ræðu þá sem Pútín flutti er þess var minnst með pompi og prakt í Moskvu þann 9. maí að 60 ár voru liðin frá stríðslokum í Evrópu. Að sögn Wprost bar Pútín þar á torg „stalínska túlkun sögunnar“ en Pólverjar höfðu gert sér vonir um að í ræðunni myndi Pútín for- dæma innrás Sovéthersins í Pól- land haustið 1939. Sú innrás var gerð í samræmi við samning Hitlers og Stalíns um að skipta Póllandi á milli sín. Talsmenn Rússlandsstjórnar lýstu í gær áhyggjum yfir því sem þeir kölluðu bylgju and-rússnesks áróðurs í Póllandi. ■ Pólverjar eru reiðir Rússlandsforseta vegna stríðslokaafmælisræðu: Senda Vladimír Pútín langt nef EINKAVÆÐING Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undan- förnu unnið að því að bjóða al- menningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboði. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 pró- senta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almenn- um fjárfestum á kaupverði hóps- ins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjár- festa sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmunds- son í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir, kenndir við Húsa- smiðjuna, muni bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamið- stöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra, Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjár- festar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað í trúnaðarákvæði. Við mat á bindandi kauptilboð- um í Símann á síðara stigi sölu- ferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóð- endur, segir Jón Sveinsson for- maður einkavæðingarnefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi til- boð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opn- uð fyrir opnum tjöldum samdæg- urs. Hæstbjóðandi fær svo fyrst- ur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. „Gert er ráð fyrir að lok skila- frests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu,“ segir Jón Sveinsson. - bg/hh / Nánar í Markaðnum sem fylgir blaðinu í dag. Nýtt v iðski ptabl að með Frét tablaðinu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið Auglýsingasími 550 5000 BJARTVIÐRI á vestuhelmingi landsins en fremur skýjað og stöku él austan til. Hiti 3-10 stig að deginum, mildast suðvestan til en víða hætt við næturfrosti. VEÐUR 4 MIÐVIKUDAGUR Rán í Árbænum KR stal sigri á elleftu stundu gegn Fylki í Árbænum í gær. Sigurvin Ólafsson skoraði sigurmarkið á 95. mínútu leiksins. ÍÞRÓTTIR 21 18. maí 2005 - 130. tölublað – 5. árgangur Franz frestar Tónleikum skosku sveitarinnar Franz Ferdinand hefur verið frestað. Tónleikarnir áttu upp- haflega að vera 27. maí en verða 2. september. TÓNLIST 26 GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! Á SÉRTILBOÐI *Kauptu Singstar Pop og þ ú færð PS2 á sértilboði 9.999 kr.* FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hroðvirkni á þingi Vera má að vönduð umræða liggi að baki hraðatkvæða- greiðslum í lok þings hverju sinni en fyrir óinnvígða hlýtur þetta að líta út sem hræðileg hroðvirkni segir Ólafur Hanni- balsson. SKOÐUN 16 Fjárfestar vilja almenning me› Almenningur mun a› líkindum fá a› kaupa hlut í Símanum, hvort sem fla› ver›ur í tengslum vi› sam- nefnt félag e›a í útbo›i strax a› loknum kaupum. Forma›ur einkavæ›ingarnefndar segir tilbo› ver›a opnu› a› vi›stöddum bjó›endum og fjölmi›lum. Klífur Esjuna flrisvar í viku GUÐMUNDUR GUNNARSSON: Í MIÐJU BLAÐSINS » » heilsa » nám » ferðir Kvikmyndin Dís hefur veri› valin til s‡ningar á kvik- myndahátí› í Sjanghæ. DÍSIN Á LEIÐ TIL KÍNA ▲ fólk 30 VEÐRIÐ Í DAG Alcoa horfir norður: Ræ›a n‡tt álver VIÐSKIPTI Alcoa á Íslandi, sem er að reisa Fjarðarál á Reyðarfirði, óskaði í gær eftir formlegum við- ræðum við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Norðurlandi. V a l g e r ð u r Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskipta- ráðherra, segir að tekið verði já- kvætt í beiðni Alcoa og erindinu beint til fjárfest- ingastofu sem sjái um tengsl stjórnvalda við erlend fyrirtæki sem vilji fjárfesta á Ís- landi. Valgerður segir ekki ljóst hvar álver rísi á Norðurlandi gangi þetta eftir né hvaðan orkan verði fengin. Huga þurfi að mörgu í þessu ferli. Málið sé á byrjunar- stigi. Fleiri vilja auka álframleiðslu sína á Íslandi. Century Aluminium, sem rekur Norðurál, hefur undirritað viljayfirlýsingu um byggingu álvers í Helguvík og Alcan vill stækka álver sitt í Straumsvík. - bg / Sjá í Markaðnum „POSI“ Póstkortið sem pólska vikublaðið Wprost hefur látið gera af Pútín Rússlands- forseta með tölvugert lyganef Gosa. SINUBRUNI Í BREIÐHOLTINU Miklir sinueldar brutust út í Elliðárdalnum skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn Slökkviliðsins hefur verið kveikt í á fjórum stöðum að minnsta kosti. Það tók slökkviliðið um eina klukkustund að ráða niðurlögum eldsins en það fékk aðstoð frá starfsmönnum hverfismiðstöðvar Gatnamálastjóra í Breiðholti. Lögreglan var í kring að leita brennuvarganna en þeir hafa enn ekki fund- ist og er málið enn í rannsókn. Á myndinni sést Haukur Grönli slökkviliðsmaður glíma við eldinn. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.