Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 21
5MIÐVIKUDAGUR 18. maí 2005 Kogga, listakona: Það eykur einbeitingu og sköpun. Sjöf Har., myndlistarmaður: Það eykur hugmyndaflugið. Sigurbjörn, hestamaður: Til að ná árangri og svo er það líka hollt. Hvers vegna notar þú Rautt Eðal Ginseng? Mr. Lee, túlkur: Til þess að brosa breitt. Teitur Örlygsson Körfuknattleiksmaður: Því að ég er einbeittari í öllu sem ég tek mér fyrir hendur auk þess er úthaldið betra. Rautt Eðal Ginseng Skerpir athygli og eykur þol - kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking Fæst í apótekum Ég nota Sterimar, það hjálpar. FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX , , , , , , SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Hvernig skilgrein- um við sjálfsaga? Ef sjálfsagi snerist aðeins um að gera það sem okkur langar ekki að gera á því augnabliki sem okkur langar alls ekki að gera það væri lífið mun einfaldara en það er. Að gera ekki það sem við viljum gera Staðreyndin er hins vegar sú að sjálfsagi snýst líka um að gera ekki það sem okkur langar að gera á því augnabliki sem okkur langar helst að gera það. Andstæðir pólar Þetta leiðir til þess að við sveifl- umst á milli tveggja andstæðra póla, sem aftur veldur því að hinn svokallaði gullni meðalvegur er, fyrir okkur flest, vandfundinn. Þetta getur haft mikil áhrif á þjóð- félagið í heild. Til dæmis er „skap- leysi“ orðið mjög algengt í sumum þjóðfélögum, meðal annars Bandaríkjunum, þar sem þetta hugtak hefur verið skilgreint og notað til þess að greina andlegt ástand þjóðfélagsþegnanna. Þessi staða getur skapast hjá okkur öll- um og lýsir sér meðal annars í því að við vitum ekki almennilega hvernig okkur líður nema að ann- að hvort sé allt í himnalagi eða ástandið mjög slæmt. Áunnið bjargarleysi Sérfræðingar hafa í kjölfarið komið með annað hugtak sem lýsir líðan margra og kallast áunnið bjargar- leysi. Sú líðan lýsir sér meðal ann- ars í framtaksleysi, okkur finnst við standa ein og ekki vera við stjórn- völinn í eigin lífi. Þetta getur valdið mikilli vanlíðan og íslenskir sér- fræðingar eru meðvitaðir um það. 22% Íslendinga með geðröskun árið 2010 Fagráð sem stofnað var á vegum Landlæknisembættis gerði árið 2003 heilbrigðisáætlun þar sem áætlað er að um 22% Íslendinga eldri en 5 ára muni þjást af geð- röskunum af ýmsu tagi árið 2010. Þar munu kvíði, depurð og þung- lyndi líklega vega einna þyngst. Læknar líkamsrækt þunglyndi? Rannsóknir hafa leitt í ljós að í sumum tilfellum hefur líkamsrækt meiri áhrif en lyfjameðferð á þung- lyndi. Einnig benda rannsóknir til þess að þeir sem stunda líkams- rækt markvisst eigi 70% auðveld- ara með að taka ákvörðun! Og lausnin er? Augljóst er að við höfum öll mjög gott af því að stunda hvers konar líkamsrækt óháð aldri og kyni. Þótt það geti verið erfitt að komast af stað hafa úrræðin aldrei verið fleiri, og sama á við um fæðuval. Því stendur eftir að við verðum að finna það hjá okkur sjálfum að rækta okkur á líkama og sál. Við getum ekki beðið lengur eftir að einhver annar komi og „reddi“ þessu fyrir okkur, við verðum að axla þessa ábyrgð sjálf. Gangi þér vel... Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. Nálarstungur eru í mikilli sókn hérlendis og gagnast við hvers kyns kvillum. „Vegna áhrifa nálarstungna til að auka græðandi mátt líkamans gagnast nálarstungur við mörgum sjúkdómstilfellum og eru ekki síð- ur góðar samhliða hefðbundinni læknismeðferð, svo sem fyrir fólk sem er í mikilli lyfjameðferð eða að jafna sig eftir veikindi,“ segir Ólöf Einarsdóttir nálarstungu- fræðingur. Hún lauk fjögurra ára námi frá The International Coll- ege of Oriental Medicine og út- skrifaðist með BSc-gráðu frá Brighton University í nálar- stungufræðum. Aðspurð segir Ólöf að nálarstungur séu í sókn hérlendis sem annars staðar og að hún fái til sín breiðan hóp fólks með ýmis heilsufarsvandamál. „Ef ég á að nefna eitthvað sérstakt hef ég séð góðan árangur hjá fólki sem komið hefur vegna vefjagigt- ar, mígrenis og astma. Annars gagnast nálarstungur við svo mörgu og ég er einmitt nýkomin frá New York þar sem ég var að kynna mér nálarstungur sem lið í áfengis- og eiturlyfjameðferð. Einnig heimsótti ég St. Vincent spítalann sem er staðsettur þar sem Tvíburaturnarnir voru. Eftir 11. september 2001 hefur verið boðið upp á ókeypis nálarstungu- meðferð fyrir starfsfólk spítalans, slökkviliðsmenn og aðra. Þar er boðið upp á nálarstungur og var fullt út úr dyrum þegar ég kom þarna að, en inni var verið að með- höndla yfir 30 manns.“ Ólöf er starfandi í Bolholti 4 og í Heilsubrúnni, en þar starfa sam- an faglærðir einstaklingar á þver- faglegum grunni, með hefðbundn- ar og óhefðbundnar meðferðir. Þar er auk nálastungna boðið upp á sálfræðimeðferð, stuðning vegna áfalla og langvarandi streitu og sjúkdóma, handleiðslu, höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð, samtalsmeðferð og upp- eldis- og talmeinameðferð. Guðrún kynnti sér nýlega nálarstungur sem lið í áfengis- og fíkniefnameðferð. Nálarstungur gagnast við astma, mígreni og vefjagigt Farsímar í dreifbýli varasamir Gemsanotendum úti í sveit er hættara við að fá heilaæxli. Talið er að notkun farsíma í dreif- býli sé hættulegri en í borgum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar sænskrar rannsóknar. Svo virðist sem tíðni heilakrabbameins sé meiri meðal farsímanotenda sem búa afskekkt en þeirra sem búa í þéttbýli. Alls tóku 1.400 manns á aldrinum 20 til 40 ára þátt í rann- sókninni – allt fólk sem hafði greinst með heilaæxli. Ástæða þess kann að vera sú að farsímar í dreifbýli þurfa að senda sterk- ari merki frá sér enda langt á milli símamastra. Sænsku vísindamennirnir telja að farsímanotendum í dreif- býli sé þrisvar sinnum hættara en borgarbúum við að fá heila- æxli og að hættan sé átta sinnum meiri á að heilaæxli viðkomandi reynist illkynja. Vísindamennirn- ir hvetja fólk til að nota hand- frjálsan búnað og umfram allt takmarka notkun barna á farsím- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.