Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Khodorkovskí dæmdur sekur Örlög Yukos eru endanlega ráðin. Líklegt að ríkið eignast olíurisann. Þórlindur Kjartansson skrifar Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer hefur nú tryggt sér nægilega stóran hlut í knatt- spyrnuliðinu Manchester United til þess að geta einn síns liðs breytt samþykktum félagsins og notað eignir þess sem tryggingu fyrir skuldum sínum. Stuðningsmenn félagsins eru æfir yfir þessari þróun mála og nú stendur yfir undirbúningur að stofnun nýs félags, FC United, enda telja hörðustu stuðnings- menn Manchester United að yfir- taka Glazer marki endalok fé- lagsins. Þeir segja að Glazer fjár- magni kaupin að öllu leyti með lántökum, þótt hann segist setja 33 milljarða af eigin fé í kaupin, en félagið kostar í heild um hund- rað milljarða króna. Gunnar Gunnarsson situr í rit- og vefnefndum Manchester United-klúbbsins á Íslandi og hefur verið í forsvari fyrir ís- lenska aðdáendur félagsins vegna yfirtöku Malcolms Glazer. Hann segir að þótt íslenska félag- ið hafi ekki gefið út formlega ályktun vegna yfirtökunnar hafi stjórnarmenn hér á Íslandi tekið virkan þátt í mótmælum og fjár- fest í Shareholders United, félag- inu sem safnar hlutabréfum í klúbbnum til að verjast ágangi Bandaríkjamannsins. Markmið Shareholders United er að trygg- ja að Glazer geti ekki náð svo stórum hlut í félaginu að hann geti neytt alla aðra hluthafa til að selja sér hlutabréfin sín. Stuðningsmenn United telja að Glazer muni þurfa að taka of mikla áhættu í rekstrinum til þess að standa skil á vaxta- greiðslum af lánum. Gunnar bendir á að offjárfesting í Lazio á Ítalíu hafi skilað félaginu einum meistaratitli en í kjölfarið hafi félagið verið nálægt gjaldþroti. Hið sama átti sér stað í Leeds en félagið féll um deild nokkrum árum eftir að hafa unnið meist- aratitil og komist langt í Evrópu- keppnum. „Það sem menn óttast er hrun félagsins. Hann þarf að koma fé- laginu í stöðuga titla og það má ekkert út af bregða. Glazer þarf að tvöfalda eða jafnvel fjórfalda hagnaðinn og við sjáum ekki hvernig hann ætlar að fara að því,“ segir Gunnar. Hann segir að Manchester United hafi verið stöðugasta stórlið Evrópu á síð- ustu árum og hið eina sem alltaf hafi komist áfram í Meistara- deildinni. Slíkur árangur sé hins vegar ekki tryggður og óttast stuðningsmenn að undir stjórn Glazers geti félagið orðið gjald- þrota ef eitthvað smávægilegt bregður út af. Stuðningsmenn United telja að Glazer muni selja Old Traf- ford og hækka miðaverð upp úr öllu valdi. Þeir benda á reynsluna í Bandaríkjunum þar sem Tampa Bay Buccaneers, amerískt fót- boltalið í eigu Glazers, hefur rek- ið lestina í sínum riðli eftir að hafa unnið einn titil fyrir nokkrum árum. Þar hefur miða- verð hækkað og aðstaða til iðkun- ar og áhorfs verið í niðurníðslu. Bæði Landsbankinn og KB banki hafa tekið þátt í kaupum Glazers á hlutabréfum í United. Gunnar segist vita til þess að nokkrir íslenskir stuðningsmenn íhugi að hætta í viðskiptum hjá þessum bönkum í mótmæla- skyni. Í Manchester er lagt að stuðningsmönnum að hætta við- skiptum við Vodafone, Audi, Nike og Budweiser sem styðja United. Með því vonast þeir til að fæla fjárfesta frá Glazer. EFNALAUG Í GÓÐUM REKSTRI Efnalaug, lítil efnalaug í eigin húsnæði, góð kaup fyrir samhent hjón eða sem viðbót við aðra efnalaug. Stuðningsmenn Rauðu djöflanna eru æfir yfir yfirtöku Malcolms Glazer. Þeir óttast að hann muni steypa félaginu í glötun. Íslenskir stuðningsmenn hafa stutt baráttuna gegn bandaríska auðmanninum. Glazer þarf að tvöfalda eða jafnvel fjórfalda hagnaðinn og við sjáum ekki hvernig hann ætlar að fara að því,“ segir Gunnar. GÆTTU ÞÍN GLAZER Það væri ekki góð hugmynd hjá Glazer að fara á pöbbarölt í Manchester þessa dagana. Stuðningsmenn liðsins myndu hafa ýmislegt við hann að tala og ekki allt á jákvæðu og rólegu nótunum. Allt brjálað í Manchester Fr ét ta bl að ið /A P Mikhaíl Khodorkovskí hefur verið dæmdur sekur um flest ákæruatriði í réttarhöldum um meint skattsvik þessa fyrrver- andi forstjóra olíufyrirtækisins Yukos. Dómarinn í málinu mun deila út refsingu á næstu dögum og gert er ráð fyrir að forstjórinn þurfi að sitja allt að tíu ár í við- bót í fangelsi en hann hefur verið eitt og hálft ár bak við lás og slá. Saksóknari í Rússlandi hefur enn fremur í hyggju að fjölga ákæruliðum og heldur fram að tugum milljarða króna verð- mætum hafi verið skotið undan skatti til viðbótar við það sem áður var talið. Skattskuldir Yukos eru stjarnfræðilegar en stjórnvöld vilja rukka fyrirtækið um allt að tvö þúsund milljarða króna. Flestir telja að örlög Yukos séu þegar ráðin og að eignir félags- ins muni flytjast yfir til hins ríkisrekna Rosneft olíufyrir- tækis. Verðmæti fyrirtækisins á markaði hefur lækkað um 95 prósent á undanförnum árum eftir að rannsóknin hófst. – þk ÁFRAM BAK VIÐ RIMLA Khodorkovskí er búinn að venjast þessu útsýni í rúmt ár. Það gæti komið sér vel næstu tíu árin. S Ö G U H O R N I Ð Stórborgin Las Vegas, höfuðborg fjárhættuspils í Bandaríkjunum, var stofnuð í miðri eyðimörk 15. maí 1905 og fagna íbúarnir þvi nú hundrað ára afmæli. Las Vegas er í miðri eyði- mörkinni í Nevada-fylki í Banda- ríkjunum en svæðið í kringum borgina býr að vatnsuppsprett- um og því varð staðurinn þar sem Las Vegas stendur nú við- komustaður fyrir hesta- og lestarferðir til Vesturstrandar- innar á nítjándu öld. Nevada heyrði til Mexíkó og er nafn borgarinnar spænskt, Las Vegas, þýðir „engi“ enda er borgarstæðið fremur gróður- sælt, sérstaklega í samanburði við eyðimörkina í kring. Bandaríkjamenn náðu yfir- ráðum á svæðinu árið 1855 og fimmtíu árum síðar var borgin stofnuð og var hún þá fyrst og fremst þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Árið 1911 voru lög sem bönnuðu fjárhættuspil felld úr gildi í Las Vegas en það var ekki fyrr en árið 1941 sem sigur- ganga borgarinnar hófst. Þá tóku sig til nokkrir sterkefnaðir mafíósar og hófu uppbyggingu á risastórum lúxushótelum þar sem boðið var upp á allar lífsins forboðnu nautnir. Glæpaforingj- arnir „Bugsy“ Siegel og Meyer Lansky voru meðal helstu fjár- festa í borginni og eru þeir tald- ir hafa verið helstu hvatamenn að gríðarlegri uppbyggingu á áratugunum eftir síðari heims- styrjöld. Segja má að Las Vegas hafi í nokkra áratugi eftir heimsstyrj- öldina verið hálfgert fríríki í Bandaríkjunum. Næstum allar tekjur yfirvalda komu frá spila- vítunum sem gerði það að verk- um að aldrei hefur verið rukkað- ur tekjuskattur í borginni. Stemmningin í borginni hefur því löngum verið sérstök og það þótti til siðs að skilja eftir allar hömlur við borgarmörkin. „Það sem gerist í Vegas, verður eftir í Vegas (What happens in Vegas, stays in Vegas),“ er óopinbert mottó borgarinnar og gefur til kynna að innan borgarinnar geti menn látið eftir öllum sínum frumstæðustu löngunum án þess að þurfa að takast á við afleið- ingarnar. Á síðustu árum hefur hins vegar yfirbragð borgarinnar verið að breytast. Í stað þess að ungt, frægt, ríkt og fallegt fólk sé þar á hverju strái og lifi villtu og hömlulausu partílífi fram undir morgun er mun algengara að hitta sólbrún gamalmenni frá Flórída sem standa dægrin löng við spilakassa og rúlla sér svo upp á herbergi í göngugrindinni og eru komin í háttinn fyrir mið- nætti. Las Vegas – 100 ára Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 443,14 Lev 43,11 14,87% Carnegie Svíþjóð 72,75 SEK 9,18 -0,17% deCode Bandaríkin 7,11 USD 66,77 4,24% EasyJet Bretland 2,45 Pund 123,89 4,25% Finnair Finnland 6,66 EUR 84,34 5,84% French Connection Bretland 2,48 Pund 123,89 0,99% Intrum Justitia Svíþjóð 51,75 SEK 9,18 3,55% Low & Bonar Bretland 1,175 Pund 123,89 4,02% NWF Bretland 5,65 Pund 123,89 5,54% Scribona Svíþjóð 14,2 SEK 9,18 5,64% Singer & Friedlander Bretland 3,1225 Pund 123,89 2,13% Skandia Svíþjóð 40,9 SEK 9,18 17,66% Somerfield Bretland 1,965 Pund 123,89 -0,35% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 16. maí 2005 Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 5 , 6 6 + 9 , 2 % Morgan Stanley ekki ráðhollur Fjárfestir vann mál gegn fjárfestingarbankanum og fær greiddar háar bætur. Verðbréfafyrirtækið Morgan Stanley þarf að greiða fjárfesti ríf- lega sex hundruð milljónir Banda- ríkjadala – um 39 milljarða króna – vegna lélegra ráða í tengslum við fjárfestingar fyrir sjö árum. Ronald Perelman seldi fyrir- tæki árið 1998 og fékk að hluta til greitt með hlutabréfum í öðru fyr- irtæki, Sunbeam. Í aðdraganda kaupanna hafði Perelman fengið Morgan Stanley til að leggja mat á fjárhagslegan styrk Sunbeam og fengið þær upplýsingar að þar væri allt í stakasta lagi. Skömmu síðar fór Sunbeam í gjaldþrot og Perelman tapaði öllu fénu. Kviðdómur í málinu hafði feng- ið fyrirmæli frá dómaranum í mál- inu um að líta bæri svo á að Morg- an Stanley hefði viljandi afvega- leitt fjárfestinn. Perelman ætlar að halda áfram málaferlum og vill fá allt að þremur milljörðum dala – tæplega tvö hundruð milljarða króna – í miskabætur vegna atviks- ins. Morgan Stanley hefur átt und- ir högg að sækja undanfarið vegna hneykslismála og deilna innan stjórnar fyrirtækisins. Jafnvel er talið að Philip Purcell forstjóri muni innan skamms þurfa að taka pokann sinn. - þk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.