Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 32
Flestir kannast við að fá sendan tölvupóst með tilboðum um end- urfjármögnun greiðslukorta- skulda, kaup á stinningarlyfinu Viagra og aðferðir til þess að lengja líkamshluta. Þessi svokall- aði ruslpóstur er nú talinn vera um tveir þriðju af allri umferð tölvupósts í heiminum. Fjölmargar aðferðir hafa verið þróaðar til þess að draga úr ónæðinu sem venjulegir netnot- endur hafa af ruslpósti. Margar þeirra hafa þá óheppilegu hliðar- verkun að hætta er á að því að raunverulegur tölvupóstur flokk- ist sem rusl. Ýmsir hafa haft áhyggjur af því að þetta kunni að draga verulega úr gagnsemi tölvupósts sem samskiptatækis. Hópur vísindamanna við Kali- forníuháskóla í Los Angeles hefur þróað nýja leið til þess að berjast gegn óumbeðnum tölvu- pósti. Kerfið byggist á því að út- búa sameiginlegan gagnagrunn um ruslpóst þannig að þegar ein- hver flokkar bréf sem rusl þá fái aðrir notendur hugbúnaðarins aðgang að þeim upplýsingum. Vísindamennirnir líkja þessu við samvinnu ólíkra lögreglu- umdæma í baráttu gegn glæpum – vitneskja á einum stað er gerð öllum ljós. Þeir telja að með þess- ari aðferð sé mun líklegra að hægt sé að stöðva ruslpóst áður en hann angrar mikinn fjölda netverja. Þá telja þeir mjög litlar líkur á því að raunveruleg skila- boð verði flokkuð sem ruslpóstur. Frá þessu er sagt í tímaritinu New Scientist. MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Þórlindur Kjartansson skrifar Mikil spenna ríkir nú í Los Angeles þar sem upp- hafsorrustan milli Sony, Microsoft og Nintendo um næstu kynslóð leikjatölva fer fram. Margir telja að Microsoft hafi nú þegar náð forystu í slagnum. Eftir miklu er að slægjast í tölvuleikjum. Á heimsvísu nam sala tölvuleikja og leikjatölva 27 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra. Það samsvarar um 1.800 milljörðum íslenskra króna. Þá er vöxtur í þessum geira mikill. Á fyrsta ársfjórðungi í ár stækkaði markaðurinn fyrir þessar vörur um næstum því fjórðung í Bandaríkjunum. Kannanir sýna að fjöldi þeirra sem leggja stund á tölvuleiki vex mjög hratt og er langt frá því að aðeins börn og unglingar leiki sér í tölvum. Ný könnun í Bandaríkjunum sýnir að 39 prósent af fullorðnu fólki á aldrinum átján til 55 ára spilar tölvuleiki og margir þeirra segjast háðir tölvu- leikjum. Í könnuninni kom meðal annars fram að 27 prósent þeirra sem svöruðu viðurkenndu að hafa átt svefnlausar nætur yfir tölvuleikjum. Vel er því fylgst með öllum nýjungum á þessum markaði. Harðir tölvuleikjaaðdáendur, tækninörd- ar og fjárfestar hafa því hópast saman til Los Ang- eles til að fylgjast með stærstu sýningu heimsins á tölvuleikjum og tölvuleikjabúnaði. Tölvurnar sem keppa munu um hylli leikjaglaðra neytenda á næstu árum eru Xbox 360 vélin frá Microsoft, Playstation 3 frá Sony og Revolution vélin frá Nin- tendo. Þessi nýja kynslóð leikjatölva tekur við af for- verum sínum en meðal þeirra var Sony Playstation 2 langvinsælust og hafði ríflega fjörtíu prósenta markaðshlutdeild. Xbox tölvan frá Microsoft var í öðru sæti með nítján prósent en Nintendo rak lest- ina með um fjórtán prósent markaðshlutdeild fyrir GameCube. Nú gæti þessi staða snúist við. Ein helsta ástæð- an er sú að Microsoft mun að öllum líkindum vinna kapphlaupið um að koma fyrst á markað en gert er ráð fyrir að sala á Xbox 360 hefjist áður en jóla- vertíðin hefst í Bandaríkjunum í haust. Markaðs- rannsóknarfyrirtækið Jupiter spáir því að eftir fimm ár verði markaðshlutdeild Microsoft 38 pró- sent, Sony hafi 32 prósent og Nintendo verði með 22 prósent. Leikjatölvur hafa jafnan verið langt á undan annarri þróun í tölvuheiminum hvað stafræna vinnslu varðar en auk þess veðja framleiðendur á að leikjatölvurnar verði í raun miðstöðvar fyrir af- þreyingu á heimilum. Xbox mun til að mynda spila DVD-diska og tónlist auk þess sem hægt verður að eiga samskipti í gegnum internetið. Þá mun mikið verða lagt upp úr nettengingum þannig að hægt sé að keppa í leikjum við nánast hvern sem er í heim- inum. Þótt enn hafi ekki verið gefnar nákvæmar upplýsingar um eiginleika Playstation 3 og Nin- tendo Revolution má gera ráð fyrir að þeir verði að mestu leyti áþekkir. Það sem mun hins vegar ráða miklu um vel- gengni nýju tölvanna er ekki aðeins tæknilegir eig- inleikar heldur einnig stemmningin sem myndast um vöruna. Helstu framleiðendur leikja munu vilja framleiða leiki fyrir þá vél sem líkleg er til mestra vinsælda á meðan útfærslur fyrir hinar vélarnar verða látnar sitja á hakanum. Fyrsta orrusta í tölvuleikjastríði Microsoft, Nintendo og Sony ætla sér stóra hluti með næstu kynslóð leikjatölva. Sony sigraði síðast með Play- station 2 en nú veðja margir á Microsoft og nýju Xbox 360 tölvuna. Mikil spenna er á leikjasýningu í Los Angeles þar sem tækin eru kynnt. Býður áskrift að tölvuleikjum XBOX 360 VEKUR ATHYGLI Ljósmyndarar og blaðamenn hópast í kringum nýju leikjatölvuna frá Microsoft. Ný aðferð í baráttu við ruslpóst Sameiginlegur gagnagrunnur kemur auga á ruslið og sendir það á haugana. SLEGIST UM BESTU LEIKINA Miklu skiptir fyrir framleiðendur leikjatölva að vinsælustu leikirnir séu fáanlegir fyrir þeirra tölvur. Grand Theft Auto er meðal vinsælustu leikja í heimi og hefur slegið í gegn á Playstation 2 tölvunum. AÐALSTRÆTI 6-8 · 101 REYKJAVÍK · SÍMI 515 2000 · www.tmhf.is Fundurinn verður haldinn í húsakynnum félagsins að Aðalstræti 6, 7. hæð, í dag, miðvikudaginn 25. maí kl. 14.00. Tryggingamiðstöðin hf. boðar til hluthafafundar Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Dagskrá: 1. Kosning stjórnar 2. Önnur mál, löglega upp borin LÍTILL STARTKOSTNAÐUR Videoleiga og hverfisverslun, 20 milljónir í veltu á ári, verð einungis 2.5 milljónir, upplagt fyrir duglegan einstakling eða par. Fjölmiðlafyrirtækið Time Warn- er býður nú upp á nýja breið- bandsþjónustu sem felur í sér að hægt er að velja úr hundruðum tölvuleikja til að spila í gegnum netið. Gert er ráð fyrir að fjöldi leikja margfaldist á næstu mán- uðum. Gegn mánaðarlegu gjaldi fá áskrifendur aðgang að safni leik- ja sem þeir nálgast í gegnum net- ið og gert er ráð fyrir að mánað- argjaldið verði ríflega þúsund krónur á mánuði. Um er að ræða leiki fyrir PC tölvur og gildir hver áskrift fyrir tvær tölvur. - þk Microsoft tilkynnti í síðustu viku að ákveðið hefði verið að ganga til samstarfs við kínverskt fjárfestingarfélag um að setja upp MSN þjónustu í Kína. Nú þegar geta Kínverjar notað bæði Hotmail og MSN Messenger á kínversku en nú hyggst fyrirtækið bjóða upp á þjónustu sambærilega við það sem er í Bandaríkjunum þar sem hægt er að nálgast margskonar lesefni, hljóð og mynd í gegnum MSN. Miklar ritskoðunarhömlur eru á netinu í Kína en talsmaður Microsoft lét hafa eftir sér að það yrði ekki vandamál enda ætlaði fyrirtækið að fara eftir lögum og reglum í hverju því landi þar sem það stundar við- skipti. - þk MSN til Kína AÐ DRUKKNA Í RUSLI Um tveir þriðju alls tölvupósts í heiminum er rusl sem eng- inn hefur beðið um né vill fá. M yn d/ N or di c Ph ot os / G et ty Im ag es AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.