Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 17 S K O Ð U N Katrín Ólafsdóttir skrifar Undanfarna mánuði hefur verð- bólgan, mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs, verið yfir 4%, sem eru efri þol- mörk verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans. Ákveðin hættumerki hefur því mátt lesa út úr vísitöl- unni. Nú í maí bregður svo við að útreikningsaðferðum er breytt og vísitalan lækkar. Tólf mánaða breytingin fer niður fyrir 4%, eða alveg niður í 2,9%, sem er bara nokkuð nálægt verðbólgumark- miðinu sjálfu. Samkvæmt því er lítið eftir af hættumerkjum. Lækkunin stafar að mestu af breytingu á útreikningi húsnæð- isliðar vísitölunnar og þá stendur eftir: Hefur verðbólgan sjálf minnkað? Vísitala neysluverðs er það tæki sem við höfum valið til að mæla verðbólguna frá mánuði til mánaðar. Eins og öll mannanna verk er hún langt frá því fullkom- ið mælitæki á verðbólgu, en þó betri en flest önnur tæki. Auðvelt er að gagnrýna hvernig hún er reiknuð. Með neyslukönnun er metin meðalneysla meðaleinstak- lings. Út frá þeirri neyslu er búin til karfa af vörum og þjónustu og er verð þessarar körfu metið í hverjum mánuði og breytingin sýnir hver verðbólgan er hverju sinni. Einu sinni á ári er karfan síðan endurskoðuð. Það er augljóst þegar kemur að vörum eins og mjólk og þjónustu eins og klippingu hvernig taka eigi þær inn í vísitöluna. Það er ekki eins augljóst hvernig hús- næði skuli meðhöndlað, þar sem við kaupum almennt ekki hús- næði oft á ári. Það er misjafnt eftir löndum hvort húsnæðisverð er tekið með í vísitölu neyslu- verðs og t.d. er það ekki tekið með í samræmdri vísitölu neysluverðs sem öll EES-ríkin birta, þ.m.t. Ís- land. Þar sem húsnæðisverð er tekið með í reikninginn, eru mis- munandi aðferðir notaðar við að reikna það inn í vísitöluna. Allar reikningsaðferðir hafa kosti og galla og reikningsaðferð- ir Hagstofunnar mátti gagnrýna. Eflaust var því ástæða til breyt- inga, en aftur á móti má einnig gagnrýna tímasetningu breyting- anna. Hefði þessi breyting komið fram við reglubundna endurskoð- un í mars væri erfitt að setja sig upp á móti henni. Að hún komi fram núna í kjölfar gagnrýni og þegar lækkun vísitölunnar kemur sér afskaplega vel þar sem hugs- anleg endurskoðun kjarasamn- inga blasir við, það finnst mér undarlegt. Til þess að vísitala neysluverðs virki sem mælitæki verður hún að vera trúverðug. Það verður að gæta þess mjög vel að hún glati ekki trúverðugleika. Verðbólga eða ekki verðbólga? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S PR E 28 37 1 0 5/ 20 05 Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallup í maí 2005. SLÁANDI YFIRBURÐIR Samkvæmt niðurstöðum nýrrar f jölmiðlarkönnunar Gallup eru lesendur Fréttablaðsins 43% fleir i en Morgunblaðsins á meðal fólks á aldrinum 18 ti l 49 ára. Þessi aldurshópur er langvirkastur í kaupum á hvers kyns vörum og þjónustu.  Fréttablaðið er einfaldlega það blað sem fólk kýs að lesa, umfram önnur dagblöð. Fréttablaðið er með 43% fleiri lesendur en Morgunblaðið á aldrinum 18-49 ára. Keisarans hallir skína Ég átti ekki heimangengt og er því ekki með öllum toppunum í Kína. Vinur minn er þarna og hringdi í mig, alveg í rokna stuði. Fyrst hringdi hann klukkan fjögur að degi til, en þá hefur verið miðnætti hjá þeim í Kína. Þá lá nú vel á honum og greini- lega búið að vera gaman í sendi- ráðsveislunni. „Af hverju ertu ekki hérna? Hér eru allir,“ sagði hann drjúgur með sig. Svo hringdi hann aftur um kvöldmatarleytið, greinilega í partíi. Setti „speakerinn“ á nýja gemsann sinn og var þá aðeins búinn að bæta á sig. „Hvað kem- ur á eftir „Það kvað vera fallegt í Kína og keisarans hallir skína.““ Ég mundi bara að það var eitt- hvað um um vorkvöld í vestur- bænum. Annars var erfitt að vera spontant þegar maður er edrú heima um kvöldmatarleytið og allt í einu kippt inn í eftirpartí í Kína. Ég fór að hugsa um Kína. Ég er ekki viss um að ferðin sem slík skili neinu beint í kassann fyrir Íslendinga, en gott partí er gott partí. Kína er hins vegar mjög spennandi fyrir fjárfesta. Mark- aðshagkerfið hefur haldið inn- reið sína í landið og við þær breytingar geta margir orðið rík- ir. Sjálfur hef ég fjárfest pínu- lítið í sjóðum í Kína, en ekkert að ráði ennþá. Jim Rogers er alþjóðlegur fjárfestir og hefur mikla trú á Kína. Hann fjárfesti þar í svo- nefndum B-hlutabréfum sem voru ætluð útlendingum. Þeim fylgdu takmörkuð réttindi og er- lendir fjárfestar misstu trúna á þeim og seldu. Þá keypti Rogers vegna þeirrar sannfæringar sinnar um að kínversk stjórnvöld myndu fyrr eða síðar sjá að A- og B-kerfi hlutabréfa væri vitlaust. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Svona geta menn grætt á því að veðja á að skynsemin ráði að lok- um. Þess vegna reynir maður að eignast stofnfé í sparisjóðunum. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Með neyslukönnun er metin meðalneysla meðaleinstak- lings. Út frá þeirri neyslu er búin til karfa af vörum og þjónustu og er verð þessarar körfu metið í hverjum mán- uði og breytingin sýnir hver verðbólgan er hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.