Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Frosti Bergsson er ekki lengur í brúnni í Opnum kerfum sem hann ásamt samstarfsfólki gerði að stórveldi. Hann situr ekki auðum höndum og situr í stjórnum félaga sem hann hefur fjárfest í. Hafliði Helgason ræddi við hann um Opin kerfi og nýtt hlutverk í viðskiptalífinu. Frosti Bergsson leiddi um árabil framsækn- asta og öflugasta tölvu- og hugbúnaðarfyrir- tæki landsins, Opin kerfi. Upphafið að fyrir- tækinu var útboð tölvukerfis fyrir Samband almennra lífeyrissjóða, Vinnuveitendasam- bandið og Alþýðusambandið. Áhugi Hewlett Packard var vakinn og niðurstaðan að stofna útibú á Íslandi. Frosti leiddi hóp fimm starfs- manna sem saman byggðu upp leiðandi fyrir- tæki á tölvumarkaðnum. Síðan eru liðin tuttugu ár! „Hugsaðu þér, ég er búinn að vera í í tölvubransanum í þrjátíu ár, því ég var áður í tíu ár hjá Kristjáni Skagfjörð. Á þeim tíma var IBM með 95% markaðshlutdeild á Íslandi sem var náttúrlega rosaleg einokun.“ Við höf- um komið okkur vel fyrir á Þremur frökkum og rifjum upp upphaf tölvugeirans yfir bragðmikilli grænmetissúpu. Skýrsluvélar ríkisins og Reikningsstofa bankanna voru á þeim tíma stórir viðskipta- vinir tölvu- og hugbúnaðar. „Svo voru fyrir- tæki sem ráku saman tölvukerfi, svo sem Verslunarbankinn og Eimskip.“ Þau kerfi voru ólík því sem nú þekkist. „Engir skjáir, bara kort. Forrit og gögn voru á gatspjöld- um,“ segir Frosti. LÍFEYRISSJÓÐIR MARKA UPPHAFIÐ Frosti lærði rafeindatæknifræði í Danmörku og kynntist tölvum í upphafi þróunar einka- tölvunnar. Hjá Kristjáni Skagfjörð herjuðu menn á sölu tölva til þeirra sem nýttu sér reiknigetu þeirra svo sem verkfræðistofur og fleiri. „Svo fengum við íslenskan bókhalds- hugbúnað sem gekk á okkar vélar og vorum þar með komnir í bullandi samkeppni við IBM.“ Þegar tilboð barst um að leiða stofnun HP á Íslandi var Frosti til í slaginn. „Mér fannst aðeins erfitt hjá Kristjáni Skagfjörð, að þeir voru með ólíkan rekstur innan fyrirtækisins; veiðarfæri, matvöru og byggingavörur. Ég sló til og færði mig yfir. Menn töldu þá að samkeppnin væri það mikil að það væri ekki pláss fyrir nýjan aðila. En Hewlett Packard fékk samninginn við Samband almennra líf- eyrissjóða, þannig að við fengum gott start.“ Frosti segir að það hafi verið spennandi að kynnast starfsmannamenningu HP og vinnu- brögðum fyrirtækisins. Það orð fór af HP og síðan Opnum kerfum á fyrstu árunum að þeir bæru af í áreiðanleika og skipulagi. „Við vor- um með mikla valddreifingu,“ segir Frosti. „Þannig að þeir sem voru í viðskiptum við okkur höfðu alltaf á tilfinningunni að þeir væru að tala við eigandann, sama hvern talað var við. Það tókst að byggja upp mjög góðan vinnumóral.“ OPIÐ STÝRIKERFI Frosti segir hópinn hafa lagt mikið upp úr samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki. „Unix- stýrikerfið kom til sögunnar sem við kölluð- um opið kerfi. Við hvöttum hugbúnaðarhúsin til að þróa hugbúnað í þessu staðlaða um- hverfi og þá var hægt að láta hugbúnaðinn ganga á mismunandi vélategundum. Áður höfðu menn verið bundnir ákveðn- um vélategundum.“ HP á Íslandi var í örum vexti, óx um 40 prósent á ári og skilaði góð- um hagnaði. Árið 1997 var keyptur 51% hlutur í Skýrr og segir Frosti það hafa verið vel heppnaða einkavæðingu. „Það hafði verið lítilsháttar tap á fyrirtækinu og við snerum því í hagnað og Skýrr hefur gengið vel æ síðan.“ Opin kerfi voru skráð á hlutabréfamarkað 1997 og hækkaði gengi bréf- anna um 127 prósent á fyrs- ta viðskiptadegi. Framundan voru annasöm ár með kaup- um á öðrum fyrirtækjum og útrás. Opin kerfi voru meðal fyrstu félaga, fyrir utan sjávarútvegsfyrirtæki, til þess að kaupa erlend fyrir- tæki. „Við áttum í mörgum innlendum fyrirtækjum í ýmsum rekstri. Við vorum tölvufyrirtæki sem var með fjárfestingar- deild til hliðar. Gangurinn var mjög góður og árið 2000 var verðmæti fyrirtækisins komið yfir níu milljarða.“ Hæst fór verðmæti fé- lagsins í á tólfta milljarð. Svo rann upp árið 2001 sem reyndist tækni og hugbúnaðarfyrir- tækjum þungt í skauti. „Verðmætið hrapaði í fjóra milljarða. Það var samdráttur á mark- aðnum og þá fékk ég það skemmtilega hlut- verk að taka til. Við þurftum að afskrifa hlutabréf í öðrum fyrirtækjum.“ Sama gerð- ist víða um heim. NÁÐU FYRRA VERÐMÆTI Hlutabréf tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja féllu hratt. „Þá sögðum við: Er ekki núna tækifæri til þess að kaupa og fara í útrás. Markaðurinn á Íslandi er ekki svo stór.“ Frosti segir að Opin kerfi hafi náð að rétta við mun hraðar en mörg félög sem féllu á þessum tíma. Mörg þeirra eigi enn langt í land með að ná fyrra verðmæti. Opin kerfi náðu fyrra verðmæti undir lok árs 2004. Fyrirtæki drógu úr fjárfestingum í upplýsingatækni, en upp á síðkastið hafa fjárfestingarnar aukist á ný. „Upplýsingakerfin eru lífæð margra fyrir- tækja og eðlileg endurnýjun var farin að segja til sín.“ Þótt einhvers konar ofmat hafi ráðið sýn manna á nýja tækni hefur upplýsingabylting- in leitt til gífurlegrar hagræðingar. Frosti nefnir einfalt dæmi eins og rafrænar skatt- skýrslur sem spara gríðarlega vinnu við úr- vinnslu, auk vinnusparnaðar fyrir framtelj- endur sjálfa. Eftir tæp tuttugu ár við uppbyggingu Op- inna kerfa stóð Frosti frammi fyrir því að aðrir voru komnir með sterka stöðu í hlut- hafahópnum og ágreiningur var um stefnu. Hann brást við með því að fá hóp hlut- hafa í lið með sér og verjast. „Ég lenti þarna í ákveðnum slag og það stefndi í mikil átök á hluthafafundi, en sem betur fer náðu menn að setj- ast niður og finna lausn.“ Niðurstaðan var að Kögun gerði yfirtökutilboð og seg- ist Frosti sáttur við það verð sem hann og aðrir hluthafar Opinna kerfa fengu fyrir sín bréf. „Að sjálfsögðu var þetta barnið mitt og ég ber tilfinningar til fyrirtækisins og starfsmanna þess. Ég ákvað að líta svo á að þetta hefði verið góður kafli þessi tuttugu ár og ég er búinn með þennan kafla.“ FJÁRFESTINGAR OG FRÍTÍMI Frosti er nú með eigið fjár- festingarfélag og hefur tekið þátt í verkefnum eins og bílafyrirtækinu Heklu, lyfja- verksmiðju á Spáni, auk þess að vera nú hlut- hafi í Verðbréfastofunni og situr þar sem stjórnarformaður. Hann er með hópi sem hyggst bjóða í Símann, en segist ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. „Ég hef frjálsari tíma og hef tök á að sinna áhugamálum meir en áður.“ Forgjöfin fer væntanlega lækkandi í golfinu og Frosti segist hafa gaman að lax- veiði. „Mér leiðist ekkert.“ Frosti segist hafa gaman af að ferðast og nú gefst tími fyrir það. Hann prófaði fallhlífastökk í Ástralíu þegar hann heimsótti dóttur sína sem stundar þar framhaldsnám í sálfræði. Fékk stökkið í afmælisgjöf. „Það var mikið adrenalínkikk og ég hvet menn til að prófa það,“ segir hann en er efins um að hann muni stunda það sem áhugamál. Þótt nóg sé að gera er breytingin mikil frá stjórn fyrirtækis í örum vexti. „Þegar maður horfir til baka þá gekk fyrir- tækið fyrir flestu öðru þegar tími manns var annars vegar.“ Hádegisverður fyrir tvo á Þremur frökkum hjá Úlfari Grænmetissúpa Steiktar gratineraðar gellur Steiktur karfi með gorgonzola Drykkir Vatn og pilsner Kaffi Alls 4.010 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Frosta Bergssyni stofnanda Opinna kerfa Græddur er geymdur milljarður Það er merkilegt að heyra það sí- fellt í fréttum að fátækt á Ís- landi sé mikil og fari vaxandi. En þetta er víst staðreynd, eins og sjá má á bílastæðum fyrir framan fjölbýlishús þar sem ekki er óalgengt að sjá tveggja til þriggja ára bíla og mjög fáa jeppa. Kannski einn eða tvo jepplinga en enga Land Cruisera og þaðan af síður Porsche Cayenne. Aurasálin, og vinir hennar í bankageiranum, telja að fátækt sé engum að kenna nema fátæk- lingunum sjálfum. Þeir kunna nefnilega ekki að spara peninga en eins og einn vinur Aurasálar- innar benti á fyrir skemmstu er mjög lítið mál að græða peninga, bara ef menn eru mjög duglegir að spara. Ein besta og einfaldasta leiðin til að græða peninga er nefnilega vextir. Menn þurfa ekki að eiga nema eins og og einn milljarð til að geta lifað mjög góðu lífi af vöxtunum. Aurasálin leggur því til við fólk sem vill græða pen- inga að það byrji á því að leggja milljarð inn á bankabók. Með að- eins fimm prósenta vöxtum er hægt að lifa ágætu lífi á svona fimmtíu milljónum á ári. En þá kann einhver að spyrja: Hvar fær fátækur maður millj- arð til að leggja inn á bankabók? Við þessu er mjög einfalt svar. Sparnaður! Með því að eyða í sparnað og sýna hugvitssemi geta menn eignast milljarð á mjög skömmum tíma. Milljarður kann að virðast mjög stór tala en í raun eru þetta ekki nema hund- rað milljónir á ári í átta ár, eða milljón á mánuði í þrjátíu ár, þannig að það borgar sig að byrja snemma að spara. Önnur góð leið sem fátækt fólk gæti farið er einkavinavæðing. Ef maður fær úthlutað ríkis- fyrirtæki á útsöluprís getur maður grætt milljarða á mjög stuttum tíma. Þeir milljarðar geta svo enst manni mjög lengi ef maður er duglegur að spara. Þriðja leiðin sem Aurasálin veit að er skotheld til að græða millj- arða er einfaldlega að taka yfir fyrirtæki, til dæmis í útlöndum, og selja það svo aftur fyrir nokkrum milljörðum meira en maður keypti það. Þetta er ein- mitt það sem vinsælt núna hjá eigendum Porsche Cayenne-bíla á Íslandi. Af hverju skyldi það sama ekki gilda um fátækt fólk? Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn var Ögmundur Jóna- son þingmaður eitthvað að kvar- ta yfir því að íslenskur banki væri að auglýsa það að fólk ætti að eyða í sparnað. Hann sagði eitthvað á þá leið að fátækt fólk hefði ekki efni á að eyða í sparn- að af því að það næði ekki end- um saman. Aurasálin hlær að þessum mál- flutningi. Eina ástæðan fyrir því að fólk er fátækt er að það nenn- ir ekki að spara, nennir ekki að stofna banka og nennir ekki að standa í skuldsettum yfirtökum á alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Ef fólk hefði vit á því að gera þetta gæti það léttilega sparað miklu meira en það gerir. Gleymum því ekki að græddur er geymdur milljarður. A U R A S Á L I N Frosti Bergsson Starf: Fjárfestir Fæðingardagur: 30. desember 1948 Maki: Halldóra Mathiesen Börn: Freyr f. 1970, Anna Dóra f. 1975, Matthías Árni Ingimarsson f. 1983 og Bergur f. 1995. ÁRATUGIR Í TÖLVUBRANSA Tölvu- og hugbúnaðargeirinn er ekki ýkja gamall. Frosti Bergsson hefur þriggja áratuga reynslu af greininni. Hann rekur nú eigið fjárfestingarfélag eftir að hann seldi hlut sinn í Opnum kerfum sem hann fóstraði frá upphafi allt þar til á síðasta ári. „Við áttum í mörgum innlendum fyrirtækjum í ýmsum rekstri. Við vorum tölvufyrirtæki sem var með fjárfestingardeild til hliðar. Gangurinn var mjög góður og árið 2000 var verðmæti fyrirtækisins komið yfir níu milljarða. Frumkvöðull á kaflaskilum Fr ét ta bl að ið /E .Ó l.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.