Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 61
KR stal sigri í Árbænum MIÐVIKUDAGUR 18. maí 2005 Slakir KR-ingar stálu sigri gegn frískum Fylkismönnum í Árbænum í gær. Sigurvin Ólafsson skora›i sigurmarki› fyrir KR á 95. mínútu leiksins. FÓTBOLTI Þegar 5 mínútur voru liðnar af uppbótartíma á Fylkis- völlinum skorar Sigurvin Ólafs- son sigurmark KR-inga. „Eins og í amerískri bíómynd,“ sagði hetjan eftir leikinn sem eins og aðrir slagir Fylkis og KR í gegnum tíð- ina einkenndist af mikilli baráttu. „Þetta var rosalega sætt, rétt eins og í amerískri bíómynd,“ sagði Sigurvin Ólafsson, hetja KR-inga gegn Fylki í gær. Hann skoraði sigurmark sinna manna á elleftu stundu. „Það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt í Árbænum og það sýndi sig í kvöld. Við vor- um reyndar ekkert sérstakir í kvöld og spiluðum ekki góða knattspyrnu. En stigin eru kær- komin og þá sérstaklega miðað við frammistöðuna. Við hættum þó aldrei að berjast og það skiptir öllu máli.“ Kvöldsólin virtist sterk sem aldrei fyrr á Fylkisvellinum í gærkvöld en viðureignin var án efa stórleikur umferðarinnar. Þessi lið hafa enda eldað saman grátt silfur á undanförnum árum. Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis, tók þá ákvörðun að velja Hrafnkel Helgason í stöðu fram- liggjandi miðjumanns í stað Sví- ans Eriks Gustafsonar og átti sú ákvörðun eftir að borga sig strax í upphafi. Á 5. mínútu tekur Hrafn- kell á rás frá miðju vallarins og á hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn KR á Sævar Þór Gíslason sem er brugðið af Kristjáni Finn- bogasyni markverði. Hrafnkell skoraði úr vítinu en Kristján var ekki langt frá því að verja. Leikurinn dettur eilítið niður eftir þetta og gerist lítið þar til Valur Fannar skorar illskiljanlegt sjálfsmark eftir hornspyrnu KR. Hann virtist í engum vandræðum en skallar boltann eigi síður í kol- ranga átt. Kannski átti kvöldsólin sökina þar. Ekki lifnar leikurinn við þetta og það er ekki fyrr en hálftími er liðinn að Fylkismenn virðast ætla taka frumkvæðið. Þeir eru hættir hásendingum langt fram á völlinn og reyna þess í stað að byggja spilið rólega upp sem virðist gefa góða raun. Í tvígang er Eyjólfur Héðinsson upphafsmaður góðra sókna sem lýkur þó með því að Viktori B. Arnarssyni mistekst að klára sóknina með marki. Síðari hálfleikur var slakur í stuttu máli sagt. Fylkismenn voru ferskari framan af en leikurinn fjaraði út og virtist ætla að stefna í jafnteflið. En þá vöknuðu leik- menn liðanna til lífsins og gerðust Fylkismenn sérstaklega ágengir. Þegar 5 mínútur eru liðnar af upp- bótartíma skunduðu KR-ingar upp völlinn á meðan Fylkismenn virðast einfaldlega hættir. Sigur- vin Ólafsson fær frábæra send- ingu inn í teig heimamanna og skýtur bylmingsskoti í mark Fylk- is. KR-ingar gefast aldrei upp og það hefur sjaldan sýnt sig betur en á Fylkisvellinum í gær. Fylkir var betra liðið, lengst af í leikn- um. Þeir leyfðu boltanum að ganga á milli manna og oft voru sóknaraðgerðirnar góðar þó svo að þær hafi ekki alltaf gengið upp. Vörn KR stóð áhlaupin ágætlega af sér en gestirnir gátu þó prísað sig sæla fyrir að Fylkismenn nýttu illa þau færi sem þeim bauðst. KR-ingar áttu að sama skapi erfitt með að byggja upp spil og reyndu langar sendingar fram á völlinn sem báru sjaldan árangur. Miðjan virtist nokkuð týnd og sóknarmenn fengu úr litlu að moða. „Þetta er auðvitað hrika- lega svekkjandi,“ sagði Valur Fannar Gíslason. „En við verðum að skora ef við ætlum okkur að vinna leiki. Við vorum með yfir- burði í kvöld en án markanna tel- ur það skammt.“ eirikurst@frettabladid.is baldur@frettabladid.is ÍSAFJARÐAR 5.099 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.199kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 18. - 24. maí EGILSSTAÐA 5.899 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 3.499 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 4.499 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 83 96 0 5/ 20 05 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.940 kr. aðra leiðina. flugfelag.isÞÓRARINN KRISTJÁNSSON Á eftir að reynast Þrótti vel í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórarinn Kristjánsson hefur fundið sér nýtt lið: firóttarar fá li›sstyrk FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Þórar- inn Kristjánsson gekk í gær til liðs við Þrótt í Landsbankadeild- inni og skrifaði undir tveggja ára samning við liðið. Þórarinn lék með Keflavík síðasta sumar en eftir tímabilið fór hann til Skotlands og gekk til liðs við Aberdeen. Meiðsli komu í veg fyrir það að hann næði sér á strik þar og var hann leystur undan samningi, hann setur stefnuna á að komast aftur út í atvinnumennskuna og vonast til að gera frekar stutt stopp hér á landi. Þrjú lið í Lands- bankadeildinni höfðu samband við Þórarin og voru í viðræðum við hann, auk Þróttar voru það Valur og hans gömlu félagar í Keflavík. Páll Einarsson fyrirliði Þrótt- ar sagði í samtali við Fréttablaðið að mikil ánægja sé hjá Þrótti með komu Þórarins. ,,Vonandi á hann eftir að styrkja okkur vel. Við vorum búnir að setja okkur það markmið að vera í toppbaráttu og hann hjálpar okkur klárlega með það. Við erum með þrjá til fjóra sóknarmenn fyrir en það er alveg klárt mál að hann er ekki slakari en þeir sem við höfum fyrir.“ - egm FYLKIR 4-3-3 Bjarni Ólafur 7 Gunnar 6 Hrafnkell 6 (61. Gustafson 7) Valur Fannar 6 Guðni Rúnar 7 Finnur 5 Helgi Valur 7 Viktor Bjarki 6 Ragnar 7 Sævar Þór 6 (89. Björn Viðar –) Eyjólfur 7 (86. Kjartan –) KR 4-4-2 Kristján 7 Gunnar 6 Ágúst Þór 6 Tryggvi 6 Helmis 7 Sölvi D. 5 (90. Gunnar K. –) Bjarnólfur 5 Sigurvin 8 Sigmundur 7 Rógvi 5 Arnar 6 1-0 Hrafnkell Helgi Helgason, víti (5.), 1- 1 Valur Fannar Gíslason, sjm (17.), 1–2 Sigurvin Ólafsson (90.). TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 22–7 (8–4) Horn 11–1 Aukaspyrnur fengnar 17–20 Rangstöður 1–3 1-2Fylkir KR Fylkisvöllur 1836. Egill Már Markússon (6) BARÁTTA Það var hart tekist á þegar Fylkir og KR mættust í gær. Hér þjarmar KR-ingurinn Bjarnólfur Lárusson að Fylkismanninum Eyjólfi Héðinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/É.ÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.