Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 ® Þakviðgerðir Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Mikið lifandis skelfingar ósköp erhægt að gera mikil mistök. Flest- ir kannast við að hafa verið lengi að jafna sig á að hafa kosið rangt. Kannski mætt á kjörstað í góðri trú á að með atkvæðinu myndi eitthvað breytast, sem gerist reyndar sjaldnast. Þetta getur verið erfitt. En þar sem eitt atkvæði hefur svosem aldrei ráðið úr- slitum, sko ekki eitt og sér, þá eru flestir fljótir að jafna sig. SVO ERU aðrir sem ekki aðeins kjósa ekki rétt. Nýverið upplýstist að þingmaður fór í framboð fyrir vitlaus- an flokk. Sagðist hafa ætlað í framboð fyrir mildan hægriflokk en var kjörinn á þing fyrir flokk sem mun vera ein- hvers staðar í villtasta vinstri. Og ekki bara að flokkurinn væri ekki mildur hægriflokkur, ekki var hitt betra. Í þessum fámenna hópi var einn svo leiðinlegur að ekki tók nokkru tali. Það var reyndar liðið hálft kjörtímabil þeg- ar þingmaðurinn áttaði sig á villu síns vegar. Hann tók ákvörðun um að yfir- gefa flokkinn. ÞAÐ ER ljótt að vera sífellt að velta mönnum upp úr því sem þeir hafa sagt. Enda má fullyrða að flestir hafa sagt eitthvað sem þeir geta ekki skýrt síðar. Þingmaðurinn, sem fór í ranga fram- boðið, sagði til að mynda einu sinni eitthvað á þessa leið þegar hann talaði um vinstriflokkinn sem hann hélt að væri mildur hægriflokkur: Ég hafði samband við flokkinn og gaf mér tíma í að kynna mér öll hans helstu baráttu- mál. Stefnuskráin er frábær í öllum málaflokkum... Það er ekkert annað, en til að gæta allrar sanngirni er rétt að vekja athygli á að þetta var sagt áður en þingmaðurinn áttaði sig á að hann var ekki í réttum flokki. ÞEGAR LEITA þarf að nýjum vistar- verum er eins gott að kanna hvað er í boði. Ólánsami þingmaðurinn gafst upp á vinstriflokknum og ekki síst leiðin- lega flokksbróðurnum og hóf að leita fyrir sér. Kannski fletti hann upp í eig- in ræðum og las eitthvað af þessu. „Ný- frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins með Hannes Hólmstein Gissurarson sem hugmyndafræðing og siðapostula þeirrar hreyfingar í fararbroddi er ógnvænleg,“ eða þessi orð um formann flokksins sem tók svo vel á móti þing- manninum blessuðum: „Ég skal ekki segja hvort kæruleysisleg áhrifin af dýrindis síld og ljúfum mjöð eða skipu- lagður heilaþvottaáróður frjálshyggju- aflanna fái forsætisráðherra til að segja aðra eins vitleysu og raunin er.“ Það er vonandi að þingmaðurinn hafi valið rétt að þessu sinni. Ólánsami þingmaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.