Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 32
Góðir skór Það er afar mikilvægt að vera á góðum skóm á ferðalagi og ekki ráðlegt að leggja í hann á nýjum skóm. Best er að ganga nýja skó vel til áður en farið er í ferðalag eða jafnvel hafa gamla góða skóparið í töskunni þar sem auðvelt er að grípa til þess.[ ] Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Það er ótrúlega gaman að ferðast með lest um Evrópu! Með Interrail kort í farteskinu eru þér allar leiðir færar. Interrail er fyrir fólk á öllum aldri sem vilja ferðast á ódýran hátt. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? xxx Keyrir ferðamenn á trukk um Suður-Ameríku Svava Ástudóttir fór í ævintýraferð með hópi fólks sem ferðaðist um á stórum trukk. Hún heill- aðist gjörsamlega af ferðamátanum, sem varð til þess að hún sótti um starf hjá fyrirtækinu og mun nú fara sína fyrstu ferð í sumar sem hópstjóri um Suður-Ameríku. Jónsmessunæturganga Útivistar Að fá að vera á göngu og fylgjast með sólinni rétt tylla sér þar sem jökulinn ber við himin og rísa einu augnabliki síðar eru forréttindi. Laugavegi 178, sími 562 1000 www.utivist.is Hvar verður þú helgina 24.-26. júní? Bókun stendur yfir nokkur sæti laus „Þetta er svo hrikalega gaman og er hinn fullkomni lífsstíll ef mað- ur hefur gaman af því að ferðast,“ segir Svava Ástudóttir, sem mun fljótlega taka við sinni fyrstu ferð sem hópstjóri á stórum trukk sem keyrir um Suður-Ameríku fyrir fyrirtækið Dragoman. „Áður en maður hefur störf er níu mánaða þjálfun þar sem nemendur læra meðal annars bifvélavirkjun, enda verða leið- sögumenn að geta gert við bílinn hvar og hvenær sem eitthvað kemur upp á. Auk þess þarf mað- ur að fara eina ferð til að læra rúntinn. Maður þarf að vera við öllu búinn og geta tekist á við að- stæður hverju sinni,“ segir Svava, sem einnig þurfti að ná sér í meirapróf og próf í skyndi- hjálp. Bíllinn sem hún keyrir rúmar vel um 25 manns auk þess sem hann geymir hluti sem þarf til ferðalagins. „Við erum meira að segja með ísskáp í bílnum og matar- og vatnsbirgðir sem duga í 2-3 vikur ef eitthvað kemur upp á,“ segir Svava. Auk hennar er bílstjóri í bílnum en hún er sú sem leiðir hópinn þó hún sjái einnig um að keyra. „Við skipt- umst á að keyra en ég leiði hóp- inn,“ segir Svava. Á ferðalaginu er gist á hótelum eða tjaldstæðum eða bara tjaldað úti í náttúrunni eða sofið á strönd- inni. Bílstjórinn og hópstjórinn gista hins vegar yfirleitt uppi á bílnum. Áður en hún fór á vit ævintýr- anna starfaði hún sem stílisti við verslunina ISIS í Smáralindinni og segist hún ekki hafa nein plön um framtíðina að ævintýrinu loknu. „Ég geri ráð fyrir að vera í þessu næstu 4-5 árin og vonandi fæ ég að fara til Kína og Afríku,“ segir Svava. „Þetta er auðvitað ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn er heimili manns og maður er í mjög nánu sambandi við samstarfsmann sinn og því getur þetta reynst erfiðara en hjónaband þar sem maður hefur ekkert prívat,“ segir Svava og bætir við að góð stemmning myndist alltaf í hópn- um á ferðalaginu og öllum líði vel. Hún segir þessar ferðir alls ekki vera neinar venjulegar skoð- unarferðir heldur sé bíllinn að- eins fararskjótinn. „Ferðirnar miðast við að fleygja manni í miðja menninguna og þær snúast ekki bara um að keyra heldur að kynnast menningu, landi og þjóð,“ segir Svava. Hún segir að fyrir- tækið Dragoman sé á nokkrum stöðum með verkefni þar sem fólk láti gott af sér leiða og að- stoði jafnvel við kennslu í bekkj- um í Afríku eða hjálpi til við að útbúa vatnsbrunna, auk þess sem boðið sé upp á sérstakar fjöl- skylduferðir. „Ég á ekki orð til að lýsa því hvað þetta er meiriháttar, eftir að maður fer í svona ferð kemur maður ekki sama manneskja til baka,“ segir Svava. Upplýsingar um ferðirnar er að finna á vefsíðunni Drago- man.com eða hjá Stúdentaferðum á Exit.is. kristineva@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Svava Ástudóttir ætlar sér að skoða heiminn næstu 4-5 árin. Svava ferðaðist um Egyptaland á meðan hún var að undirbúa sig fyrir starfið. Hér smellir hún kossi á Sfinxinn í Egyptalandi. Hér er Svava með leiðsögumanni í eyðimörkinni. Hér má sjá bílinn sem Svava mun keyra um Suður-Ameríku. 32-33 (04-05) Ferðir 18.5.2005 16.46 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.