Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 35
3LAUGARDAGUR 21. maí 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Reglustikureglugerðin Það er ekki tekið út með sældinni að vera jeppamaður. Í fyrsta lagi er það kostnaðarsamt að uppfylla þessa ástríðu sína, í öðru lagi eru mal- biksbúar oft með ranghugmyndir og fordóma í garð okkar og í þriðja lagi er maður aldrei heima um helgar og getur því ekki verið fullur niðri í bæ að berja fólk, eins og sumum finnst gaman að gera. Og nú er það opinberlega staðfest að stjórnvöldum er líka illa við jeppafólk. Fyrir utan óhóflegar álögur á dísilolíu, sem taka gildi í sumar, er nú ætlunin að útiloka alveg vetrarferðir um hálendið. Innan tveggja vikna mun umhverfisráðherra undirrita reglugerð þess efnis að jörð verði að vera þakin 50 cm snjólagi til að keyra megi á henni. Það sama gildir um til dæmis vélsleðaumferð en ekki um hesta, sem þó skilja víða eftir sig ljótari sár en ökutæki eru fær um. Í dag er akstur utan vega bannaður, að undanskildum akstri á jökl- um og jörðu sem er frosin og snævi þakin. Og þessu fara flestir eftir. Þeir sem ekki gera það munu ekki virða nýja reglugerð frekar en þau lög sem nú eru í gildi. Við hin erum hins vegar í vondum málum. Af hverju 50 cm? Sá sem stakk upp á því virðist ekki vita mikið um snjó eða íslenskt veðurfar. Og allra síst hálendið. Til að byrja með er alveg sama hvaða leið maður keyrir – maður getur aldrei komist frá A til B án þess að vera einhverntíma á grynnri snjó en 50 cm. Ofan á það blása stundum vindar á Íslandi. Segjum sem svo að mér takist að keyra á Hveravelli í metradjúpum púðursnjó og gisti þar yfir stormasama nótt. Daginn eftir er aðeins 20 cm lag af grjóthörðum og frosnum snjó eftir á hálendinu. Hvað á ég þá að gera? Ég veit að mér væri óhætt að keyra heim án þess að það hefði áhrif á undirlagið... en ég mætti það ekki. Ekki veit ég hvernig ætlunin er að framfylgja þessari reglugerð en viðurlög við brotum eru allt að tveggja ára fangelsi. Auðvitað er sjálfsagt að hugsa vel um hálendið okkar en þetta ákvæði er stórfurðulegt og virkar á mig sem farið sé offari gegn úti- vistarfólki. Og það á sama tíma og hálft hálendið er undirlagt af virkj- unarframkvæmdum og tilheyrandi þungaumferð. Ég veit um marga jeppaeigendur sem sjá fram á að selja bílana sína og fara að stunda miðbæjarbarsmíðar í staðinn. Sjálfur er ég svoddan písl að ég hef ekkert í það að gera. Ég er því að hugsa um að bæta frekar við einu sæti í jeppann til að geta tekið kerfiskarl með reglustiku með mér í ferðir sem passar að ég sé alltaf hálfum metra yfir jörðu. ■ Hágæða Polyurethane húðun í öllum litum                       KIA í Reykjavík SÖLUUMBOÐ OPNAÐ VIÐ HLIÐ HEKLU EN VERÐUR LÍKA ÁFRAM Í GARÐABÆ. KIA-umboðið á Íslandi opnar á mánu- daginn næstkomandi söluumboð að Laugavegi 172 við hlið Heklu hf., en Hekla keypti rekstur KIA-umboðsins fyrr á þessu ári. KIA er einnig með sýn- ingarsal að Flatahrauni í Hafnarfirði og mun verða þar áfram. KIA er sú tegund sem einna mest hefur vaxið hér á landi á þessu ári en sala KIA-bíla hefur fjór- faldast og er markaðshlutdeild KIA nú um 3%. Kia Motors Corporation er sá bílafram- leiðandi sem er í mestum vexti á heimsvísu. Fyrirtæk- ið var stofnað árið 1944 og er elsta bíla- smiðja Kóreu. Nýi Discover 3 jeppinn frá Land Rover hefur slegið í gegn. B&L í Eyjum um helgina ÁHERSLA LÖGÐ Á BREIDDINA Í ÚRVALI. B&L verður með bílasýningu í Eyjum nú um helgina, í samstarfi við Bíla- og vélaverkstæði Harðar og Matta. Yfir- skrift sýningarinnar er „Gerðu eitthvað skemmtilegt um helgina – komdu í reynsluakstur“. „Áherslan er lögð á breiddina sem ein- kennir úrvalið hjá okkur og mun sýn- ingin því vonandi höfða til sem flestra. Sem dæmi get ég nefnt 5 dyra bílinn Getz og nýja fjölskyldubílinn Sonata, sem eru báðir frá Hyundai, auk spor- tjeppanna Tucson og Santa Fe og 7 manna fjölnotabílinn Trajet. Úr úrvals- deildinni verður að sjálfsögðu mættur nýi Discovery 3 jeppinn frá Land Rover ásamt nýju 1 línunni frá BMW, auk þess sem Megane-línan frá Renault mun eiga sinn fulltrúa,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L. B&L bílasýningin verður opin frá klukk- an 12 til 16 bæði í dag og á morgun. Bílabúð Benna hefur hafið sölu á mótorhjólum og öllum þeim vörum sem tengjast þeim, og af því tilefni var efnt til mótor- hjólasýningar á dögunum sem var vel sótt af áhugamönnum um mótorhjólaíþróttina. Bílabúðin verður aðallega með Kawasaki og Yamaha-hjól en önnur merki munu einnig slæðast inn. Áhersla er lögð á að veita sérfræðiþekkingu og geta útvegað viðskiptavinunum allt sem til þarf til að takast á við mótorsportið, en Bílabúðin býð- ur upp á sérpöntunarþjónustu. „Við ákváðum að blanda okkur í slaginn og bæta þessu við hjá okkur,“ segir Ragnar Ingi Stef- ánsson hjá Bílabúð Benna. Að hans sögn er verið að mæta kröfum viðskiptavina auk þess sem þetta er eitthvað sem viðskiptavinir og starfsfólk Bílabúðarinnar hefur sýnt mik- inn áhuga. Tveggja hjóla tryllitæki Mótorhjól eru nú til sölu í fyrsta sinn í Bílabúð Benna. Bílabúð Benna selur nú mótorhjól. Ragnar Ingi Stefánsson situr fákinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.