Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 42
Ungverjaland Hljóm- sveitin Nox er þjóðlag- arokksveit sem vakið hefur feikilega athygli í heimalandi sínu og ná- grannalöndum þess. Það er þá ekki síst fyrir hina lögu- legu söngkonu, hina tuttugu og tveggja ára gömlu Sylvíu. Lagið sem þau flytja er sungið á ung- versku og heitir Spin World. Bretland Fyrir hönd Bretlands í ár keppir hin hæfileikaríka Javine Hylton en hún samdi bæði lag og texta lags- ins Touch My Fire. Hylton er ekki nema 23 ára og tók þátt í Pop Idol keppninni á Bret- landseyjum árið 2002 en datt mjög óvænt úr keppni. Síðan þá hefur hún hins vegar átt glæstan feril í heimalandinu og hefur meðal ann- ars átt fjögur lög á topp tíu listum á Bretlandi. Malta Ferill söngkon- unnar Chiara, sem keppir fyrir hönd Möltu, hefur verið þyrnum stráður. Hún spratt fram á sjónarsviðið árið 1998 þegar hún tók þátt í keppninni. Þá lenti hún í þriðja sætinu en vakti mikla athygli fyrir kröftugan flutn- ing. Því miður sviku hana allir sem gátu og ferillinn fór beinustu leið niður. Hún kemur tvíefld til baka og flytur lagið Angel. Rúmenía Luminita Anghel er enginn ný- græðingur á sviði tón- listar. Hún hefur verið að síðan hún var átta ára og hefur á sínum ferli unnið til fjölda verðlauna fyrir söng sinn og lagasmíðar. Atriðið hennar á fimmtudaginn vakti mikla athygli þar sem meðal annars slípirokkar voru notaðir á ruslatunnur. Anghel flytur lagið Let Me Try. Noregur Hljómsveitin Wig Wam var stofnuð árið 2001 og voru sveit- armeðlimir ákveðnir í að gera það gott. Það gekk þó hálf brösulega til að byrja með en eftir að sveitin rúllaði upp Eurovision-keppninni í Noregi urðu vinsældir þeirra ótrú- legar. Þeir syngja lagið In My Dreams. Tyrkland Söngkonan Gulseren fluttist aðeins sjö ára til Frakklands og hefur búið í París síðan þá. Hún er víst mikil fagmanneskja og elskar að vera á sviðinu. Hún hefur ferðast um alla Evrópu en verið mest í Frakklandi og Tyrklandi. Gulseren flytur lagið Rimi Rimi Ley. Moldóva Það verður seint logið upp á mold- óvsku sveitina ZDOB ZDUB. Hún hefur verið allsráðandi á mold- óvsku rokksenunnni undanfarin ellefu ár og er með ein- dæmum vinsæl í sínu heimalandi sem og annars staðar í Austur-Evr- ópu. Lagið sem hún flytur heitir Boonika Bate Dopa eða Amma ber trommuna. Albanía Albönsku þokkadísinni Ledina Çelo er margt til lista lagt og hefur meðal annars unnið sem fyrir- sæta í London. Hennar ástríða er þó engu að síður tónlistin og hefur hún sótt nám í klassískri tónlist, bæði heima og að heiman. Hún flytur lagið Tomorrow I Go. Kýpur Kýpurbúinn Con- stantinos Christoforou er stærsta stjarnan á þess- ari sólarparadís. Plötur hans seljast iðulega í bílförmum. Hann tók fyrst þátt í Eurovision árið 1996 í Osló þar sem hann flutti lagið Only for Us. Hann var síðan aftur á ferð- inni í Tallinn árið 2002 þegar hann, ásamt strákasveit sinni One, flutti lagið Gimme sem náði 6. sætinu. Constandinos syngur lagið Ela Ela. Spánn Stúlkna- sveitin Son de Sol samanstend- ur af þremur systrum frá borginni Sevilla sem er í Andalúsíu. Þær þykja með eindæmum færir dansarar og reka sinn eigin dans- skóla í heimaborg sinni. Þær systur syngja lagið Brujería. Ísrael Shiri Maimon er ísraelsk þokkagyðja sem hefur sungið frá barnæsku. Hún tróð fyrst upp aðeins tíu ára gömul og því má kannski segja að hljóðneminn hafi verið hennar fyrsta leikfang. Hún lenti í öðru sæti ísraelsku idol- keppninnar og náði miklum vin- sældum í kjölfarið. Shiri flytur lag- ið Hasheket Shenishar. Serbía-Svart- fjallaland No Name stráka- sveitin var stofn- uð árið 2003 af sex ungum strákum. Þeir þykja all- ir mjög hæfileikaríkir á sínu sviði og slógu strax í gegn heima fyrir. Þeir höfðu allir einhverja reynslu af tónlist áður en leiðir þeirra lágu saman en þeir syngja lagið I Will Reach Out for You. Danmörk Jakob Sveistr- up var óþekktur kennari í skóla fyrir börn með sérþarfir. Hann ákvað engu að síður að taka þátt í Eurovision-keppn- inni enda höfðu félagar hans haft það á orði að hann væri góður söngvari. Það kom á daginn því að Sveistrup heillaði dönsku þjóðina upp úr skónum og vann hann með- al annars hina dönsku Olsen-bræður sem sigruðu árið 2000. Sveistrup syngur í kvöld Talking to You. Svíþjóð Svíar hafa löngum þótt sigursælir í Eurovision og nægir þar að nefna Abba með Waterloo. Sá sem syng- ur fyrir hönd sænsku þjóðarinnar heitir Martin Sten- marck og er mikill gullkálfur í Sví- þjóð. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit fjórtán ára og hefur síð- an þá verið á kafi í tónlist. Hann á sér dyggan hóp áðdáenda víðsvegar um Evrópu, Brasilíu og Kína. Sten- marck flytur lagið Las Vegas. Makedónía Martin Vucic er þekktur heima fyrir og kemur af mikl- um tónlistarættum. Afi hans er einn þekktasti sekkjapípuleikari Make- dóníumanna. Vucic mun stíga á sviðið í kvöld ásamt sínum létt- klæddu dönsurum og flytja lagið Make My Day. Úkraína Fáir hafa sennilega farið varhluta af atburðunum í Kænu- garði á síðasta ári þegar þjóðin mótmælti í app- elsínugula litnum sín- um forsetakjörinu. Það er hljómsveitin Greenjolly sem flyt- ur baráttusönginn We Won’t Stand This – No, en enska útgáfan verður hófsamari að sögn meðlima hljóm- sveitarinnar. Þýskaland Það var mikil taugaspenna í þýsku Eurovision- keppninni þar sem bar- áttan um miðann til Kænugarðs stóð milli Nicole & Marco og Gracia. Það var síðan lagið Run & Hide sem bar sigur úr býtum með Gracia. Minnstu mátti þó muna að Gracia hefði misst brjóstin út úr þröngum leðurgallanum í öllum fagnaðarlátunum en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir það í tæka tíð. Króatía Boris Novkovic fékk tónlistina í vöggu- gjöf. Faðir hans er einn þekktasti popp-tónlist- armaður Króatíu og móðir hans er tónlistar- kennari. Boris er mjög afkastamikill tónlistarmaður og hefur á tuttugu ára ferli sínum gef- ið út einar fjórtán breiðskífur. Hann fékk einnig verðlaun sem mikil- vægasti tónlistarmaður Króatíu. Boris flytur lagið Wolves Die Alone. Grikkland Gríska þokkagyðjan Helena Paparizou þykir mjög sigurstrangleg og hefur verið spáð sigri í keppn- inni hjá mörgum veð- bönkum. Hún var að- eins sautján ára þegar hún sló fyrst í gegn heima fyrir en þetta er í annað skiptið sem hún tekur þátt í Eurovision, söng í Kaupmannahöfn árið 2001 ásamt æskuvini sínum Niko. Þau slógu í gegn svo um mun- aði og höfnuðu í þriðja sæti. Helena syngur lagið My Number One. Rússland Hin 23 ára gamla Natalia Podol- skaja er fyrrverandi laganemi við háskólann í Hvíta-Rússlandi og er einnig klassískt mennt- uð í píanóleik. Hún þykir hafa mjög góða söngrödd og hafa lagahöfund- ar keppst við semja lög handa henni. Nataliu bauðst að taka þátt fyrir hönd Bretlands árið 2004 en hún hafnaði því. Hún keppir með laginu Nobody Hurt No One. Bosnía og Herse- góvína Söngflokk- urinn Feminnem var stofnaður í fyrra í kjölfar vin- sælda stúlknanna í króatísku Idol-keppninni. Sannkall- að Feminnem-æði hefur gengið yfir heimaland þeirra og allt sem þær snerta breytast í gull. Stúlkurnar þrjár eru á aldrinum 20 til 25 og þær flytja lagið Call Me. Sviss Eistneska stúlkna- hljómsveitin Vanilla Ninjas flytur svissneska lagið í ár. Sviss er ekki að brjóta blað í sinni sögu með því að fá er- lenda tónlistarmenn til þess að taka þátt því eins og Eurovision-aðdá- endur ættu að muna var það einmitt sjálf Celine Dion sem söng fyrir landið árið 1988. Vanilla Ninjas syngur lagið Cool Vibes. L e t t l a n d Strákarnir tveir, þeir Walter og Kasha, hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára. Þeir eru miklar stjörnur í heima- landinu og hafa í raun verið þjóðar- eign frá barnsaldri. Strákarnir brugðu á það ráð á fimmtudaginn að flytja viðlagið einnig með tákn- máli, sem virðist hafa heppnast vel. Þeir flytja lagið The War Is Not Over. Frakkland Hin franska þokkadís Ortal hefur sungið í tæp tíu ár. Hún er af spænskum ættum en er fædd í Ísr- ael. Þegar hún var tví- tug kynntist hún hljómsveitinni Gypsy Sound og ferðaðist með henni í tvö ár. Þá hitti hún Bruce Willis, leikar- ann góðkunna, sem kom henni í samband við tónleikahaldara í Las Vegas. Ortal syngur lagið Chacun pense à soi. 2 ■■■ { EUROVISION } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! M YN DI R/ N O RD IC P H OT O S/ G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.