Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 21. maí 2005 SPURNING: HVER ER MUNUR- INN Á SMÁBORGARAHÆTTI OG SNOBBI? Svar: Ýmislegt er skylt með snobbi og smáborgarahætti en þó er munur á. Hvort tveggja ber vott um ákveðið ósjálfstæði í hugsun og gildismati. Snobbarinn lætur stjórnast af því sem þykir fínt, til dæmis af ákveðinni „elítu“, það er að segja einhvers konar úrvalshópi í samfélaginu, en smáborgarinn stjórnast hins vegar af almennum, ríkjandi við- horfum. Hinn smáborgaralegi leggur áherslu á að hverfa í fjöld- ann eða þóknast fjöldanum en hinn snobbaði reynir að hefja sig yfir fjöldann með því að sýnast „fínni“ en aðrir. Þessir tveir eiginleikar geta stundum farið saman, til dæmis ef fólk snobbar fyrir hlutum sem almenningur er samdóma um að séu fínir. Í sumum tilfellum reyn- ist það nefnilega fjöldanum þókn- anlegt að ákveðnir einstaklingar séu hafnir yfir hann. Óttinn við að skera sig úr fjöld- anum Sá sem er smáborgaralegur er, samkvæmt Íslenskri orðabók (Mörður Árnason 2002), „smá- munalegur, þröngsýnn (og hégómlegur) í háttum og viðhorf- um.“ Þetta orð er gjarnan notað um þá sem óttast það mest að skera sig úr fjöldanum. Hinir smáborgaralegu eru yfirleitt gagnrýnislausir á viðtekin gildi eða viðhorf í umhverfi sínu og haga lífi sínu samkvæmt þeim. Á hinn bóginn geta þeir verið fljótir að dæma þá sem hafna þessum viðteknu gildum og skera sig úr hópnum. Höfðingjasleikjur Orðabókin segir hins vegar að snobbarinn sé „sá sem smjaðrar fyrir hærra settum, höfðingja- sleikja; maður sem lætur bera á áhuga sínum á því sem þykir fínt eða gerir sér upp slíkan áhuga“. Höfðingjasleikjan smjaðrar fyrir höfðingjunum eingöngu vegna þess að þeir eru höfðingjar en ekki vegna þess að henni líki vel við þá sem manneskjur. Áhugi snobbarans á því sem þykir fínt ristir ekki djúpt heldur stafar hann eingöngu af því að viðkom- andi hlutir þykja fínir. Þannig getur hinn snobbaði sýnt, að minnsta kosti um tíma, svipaða hegðun og einhver sem ekki er snobbaður. Listasnobbar- inn sækir til dæmis myndlistar- sýningar og sinfóníutónleika í þeim tilgangi að láta sjá sig á við- komandi stöðum án þess að hann hafi nokkurn raunverulegan áhuga á því sem þar fer fram. Aðrir geta svo sótt sömu listvið- burði af einlægum áhuga á við- fangsefninu. Svo er þriðji mögu- leikinn til, að einhver sem hefur einlægan áhuga á listum sé líka haldinn listasnobbi þannig að hann telji sig yfir aðra hafinn vegna þessa áhuga síns og smjaðri fyrir listamönnum, list- fræðingum og frægum listunn- endum. Fjöldinn og smærri hópar Hinn smáborgaralegi speglar sig í augum fjöldans og leggur metnað sinn í að þóknast fjöldanum. Snobbarinn speglar sig hins vegar í augum ákveðins hóps sem hann af einhverjum ástæðum telur merkilegan. Hann getur látið sig álit fjöldans litlu varða á þeim forsendum að almenningur kunni ekki gott að meta. Sjálfsmat hans veltur á því hvernig hann er (eða telur sig vera) í augum þeirra sem hann telur mega sín mikils, á hvaða sviði svo sem það er. Snobb getur birst á ólíkum sviðum; einn snobbar kannski fyrir kvik- myndaleikurum, annar fyrir stjórnmálamönnum og sá þriðji á sviði hönnunar og húsbúnaðar og leggur metnað sinn í að verða „annálaður fagurkeri“. Því getur sama manneskjan sjálfsagt verið smáborgaraleg á sumum sviðum en snobbuð á öðrum. Frægir snobbarar Dæmi um fræga snobbara eru þeir bræður Frasier og Niles Crane úr sjónvarpsþáttaröðinni Frasier. Þeir eru þó ekki miklir smáborgarar þar sem þeir hafa yfirleitt ekki áhyggjur af að skera sig úr fjöldanum. Þeir leggja metnað sinn í að vera álitnir fínni en fjöldinn, sérstaklega hvað snertir smekk, gáfur og tengsl við lista- og menningarspírur. Hins vegar má segja að faðir þeirra, Martin, sé að vissu leyti smáborg- aralegur þar sem gildismat hans er að mörgu leyti gildismat fjöld- ans og frávik sona hans frá meðal- mennskunni fara í taugarnar á honum. Sine nobilitate Orðið snobb er tökuorð úr ensku, „snob“. Því heyrist oft haldið fram að orðið sé þannig til komið að í fínni skólum á Englandi hafi nemendur án aðalstignar verið skráðir sem „s. nob.“ sem er stytt- ing á „sine nobilitate“ sem merkir „án aðalstignar“. Erfitt reynist þó að finna áreiðanlegar heimildir þessu til staðfestingar og víða er þessi kenning véfengd. Snobbaðir skósmiðir Samkvæmt traustari heimildum þýddi orðið snob upphaflega „skó- smiður“ og vitað er um notkun orðsins í þeirri merkingu á 18. öld. Síðar var farið að nota orðið um fólk af lægri stigum þjóð- félagsins, eins og skósmiðir voru yfirleitt. Árið 1840 skrifaði rit- höfundurinn William Makepeace Thackeray greinaflokkinn The Snobs of England by One of Themselves. Þar er orðið snob notað nokkurn veginn í núverandi merkingu. Þótt sagan um „sine nobilitate“ sem uppruna orðsins snob sé ósennileg má benda á að hugsan- legt er að orðið hafi verið tekið í notkun í skólum Englands um nemendur af almúgaættum einmitt vegna þeirrar tilviljunar að það féll vel að styttingu á „sine nobilitate“. Einnig er talað um að nemendur við Cambridge hafi snemma tekið upp notkun á orð- inu snob en ef til vill notað það um alla sem ekki voru nemendur við skólann, fremur en til að gera grein fyrir ætterni nemenda. Þannig er ekki óhugsandi að sann- leikskorn leynist í kenningunni þótt smáatriðin kunni að vera röng. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Cornell-háskóla. Smáborgaraháttur og snobb Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Af hverju glitrar snjórinn, hvað er snef- ilspíra, af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu og hvernig myndast þurrís? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum með því að slá inn viðeigandi leitarorð á forsíðu Vísindavefsins www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS SNOBBAÐUR Dæmi um fræga snobbara eru þeir bræður Frasier og Niles Crane úr sjónvarpsþáttaröðinni Frasier.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.