Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 62
Elliðahvammur er paradís.Eins og klipptur úr ævintýriAstrid Lindgren, með rauð- og hvítmáluðum húsum, fugla- söng, veðursæld, eplatrjám, bý- flugum og stórfenglegu útsýni, í það minnsta enn í austur og norð- ur. Ekki eru nema fimm ár síðan bærinn var afskekkt sveitabýli í friði frá stórborgarysnum, en á hverjum degi síðan hefur byggðin færst nær sveitinni, nú með rað- húsum og blokkum í bakgarðinum. „Við fluttum hingað síðla árs 1964,“ segir Þorsteinn Sigmunds- son, einn af síðustu bændum höfuðborgarsvæðisins, sem síðan hefur verið með búskap í Elliða- hvammi ásamt eiginkonunni Guð- rúnu Alísu Hansen, ásamt því að reka þar umfangsmikið kjúklinga- og eggjabú. „Ég fæddist í Bergstaðastræt- inu 1943, þegar Reykjavík var enn lítið þorp. Sex ára fluttist ég í Kópavog, sem var algjör sveit í þá daga, en þegar bærinn fór að taka á sig kaupstaðarmynd fékk ég þrá til að flytjast nær sveitinni aftur og hóf leit að rétta bænum,“ segir Þorsteinn, sem sá auglýsingu ríkis- sjóðs um Elliðahvamm til sölu. „Við áttum 100 þúsund krónur í formi skyldusparnaðar. Jörðin kostaði 160 þúsund og Fram- kvæmdasjóður lánaði það sem upp á vantaði. Af því láni var auð- velt að borga og skuldir íþyngdu okkur ekki á þeim tíma, við áttum nóga peninga. Að mínu viti voru mistök að leggja skyldusparnað niður því hann var þarfaþing og í raun heppileg forsjárhyggja því þá átti ungt fólk fyrir húsum sín- um í stað þess að fá allt lánað, eins og nú tíðkast.“ Sápur, epli og kerti Þegar gengið er um paradísina Elliðahvamm má finna eplatré, vínberjatré, papriku, bláber, chilli og fleiri matjurtir sem hjónin hafa ræktað árum saman. Af epla- trénu er uppskeran hátt í 150 epli á haustin, sem notuð eru til átu, baksturs og eplavínsbruggs. Og jörðin gefur ríkulega af sér í matarkistur fleiri en fjölskyld- unnar í Elliðahvammi. „Ég lærði kerta- og sápusteyp- un hjá Sápugerðinni Frigg þegar landið var að koma úr gríðarlegri fátækt og Íslendingar óvanir sjálf- sagðri sápunotkun. Fyrst gerðum við sápuna 1313, sem var krafta- verk síns tíma, þá þvottaefnið Sparr og svo sápulöginn Þvol. Ekki voru til neinar flöskur undir sápuna svo við fórum á haugana á Seltjarnarnesi, hirtum þar tómar brennivínsflöskur, helltum Þvol- inu á þær, settum í korktappa og seldum í búðir,“ segir Þorsteinn, sem einnig bjó til Aladdin-kerti, undir dönsku merki. „Íslendingar notuðu mikið kerti en einhverra hluta vegna voru þau ekki flutt inn. Við feng- um að flytja inn hráefni og steypa kertin sjálf, sem þjóðin hélt að væru dönsk, sem gekk vel í land- ann því allt útlenskt þótti betra,“ segir Þorsteinn og brosir að minn- ingunni. Glannaskapur í kjúklingarækt Þorsteinn hætti í Frigg þegar fyrirtækið byggði gluggalausa nýmóðins verksmiðju í Garðabæ árið 1972. „Þá ákvað ég að hella mér al- farið út í búskap og byrjaði með varphænsni, gæsir, endur, kindur og hesta. Við bændurnir á Sól- bakka og Vatnsenda fórum fljót- lega út í samvinnuverkefni þegar við fengum okkur hana og byggð- um skúra þar sem við ræktuðum kjúklinga sem við slátruðum í litlu fuglasláturhúsi á Vatnsenda. Framleiðslan var ekki mikil; kannski þúsund fuglar á ári, en við höfðum af því ágætis tekjur, þótt aðstæður væru frumstæðar. Seinna stofnuðum við Hreiður, sem nú heitir Ísfugl,“ segir Þor- steinn, sem er brauðryðjandi í kjúklingarækt á Íslandi. „Íslendingar voru ekki farnir að borða fuglakjöt árið 1970, enda hræddir við að verða veikir af því. Það var ekki fyrr en Naustið fór að bjóða körfukjúkling og síðan Askur að framboð og eftirspurn fór vaxandi,“ segir Þorsteinn, sem síðan hefur ekki haft undan að rækta kjúklinga. „Ég reisti síðan stórt vélrænt hænsahús árið 1974, en foreldrar mínir höfðu verið með hænsn í Kópavogi. Pabbi var sjómaður og mamma með stórt heimili og sjö börn, þannig að það lenti á mér að hugsa um hænurnar. Ég kunni því vel og þótti sjálfsagt að fara út í hænsnarækt þótt öðrum hafi þótt það mikill glannaskapur á sínum tíma. Ég flokkast seint undir að vera stórbóndi og enn er þetta fjölskyldubú. Í tonnum talið fram- leiðum við 180 tonn af kjöti og eggjum, en Ísfugl sér um slátrun og dreifingu.“ Brúðkaupsnótt hjá bændum Upphaflegt skipulag að byggð við Elliðavatn var kallað Sveit í borg og átti að samanstanda af einstaka einbýlishúsum við þessa fögru útivistarperlu borgarbúa. „En svo fóru menn að hugsa upp á nýtt og sáu að þeir höfðu ekki efni á að fara þannig með byggingarlandið,“ segir Þor- steinn, sem allt til ársins 2000 bjó einn með fjölskyldu sinni í afar litlu samfélagi. „Það var ósköp gott þannig, en ég sá svo sem fyrir mér að byggð- in mundi teygja sig lengra og lengra í austur, þó ekki svona hratt. Ég mun sætta mig við þetta, enda finnum við ekki svo mikið fyrir þessu á afgirtu landinu. Þó hefur færst í vöxt að ókunnugt fólk birtist hér á hlaðinu, haldandi að þetta sé almenningsgarður eða afþreyingarpláss fyrir hesta og menn, og dæmi þess að heilu stóð- in hafi riðið hér inn svo knaparnir gætu pissað undir húsvegg þar sem gestir okkar hafa hreiðrað um sig,“ segir Þorsteinn, sem einnig rekur bændagistingu í Elliðahvammi, í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. „Við fórum út í skipulagða ferðaþjónustu árið 1996 þegar við vildum láta tómar byggingar vinna fyrir sér. Þetta er vinsæll áningarstaður ferðamanna, en aukabúgrein sem við stólum ekki á. Þetta fer ágætlega saman og góð tilbreyting frá bústörfunum að fá gesti og leysa vandamál þeirra,“ segir Þorsteinn og bætir við að talsvert sé um að brúðhjón eyði hjá honum brúðkaupsnótt- inni.“ Hamingjan Landið við Elliðavatn er dýrmætt enda æ eftirsóttara að búa við tún- fót náttúrunnar. „Hamingjan er ekki fólgin í peningum og ég hef engan áhuga á að selja í bili. Kópavogsbær hefur skipulagt hverfið þannig að við getum búið hér áfram meðan við viljum, sem er óvenjulegt því land- lægt er að sveitarfélög ryðjist yfir jaðarbúana og þvingi þá í burtu. Slík er saga Reykjavíkur og Kópa- vogs og margir farið burt með sár í hjarta sem kannski aldrei grær. Ég þekki marga svoleiðis,“ segir Þorsteinn, sem finnst Elliða- hvammur enn vera sama sveitin. „Hér gengur lífið sinn vana- gang. Það þarf að hugsa um skepnurnar, gefa þeim og þrífa undan þeim. Kannski fæ ég aftur þessa þrá að flýja þéttbýlið og vissulega hef ég velt því fyrir mér, en spurning hvort maður nenni því héðan af. Ég sé til.“ Þorsteinn og Alísa voru með hesta til 1980, þegar uppáhalds- hestur Þorsteins fór fyrir bíl aust- ur á Sandskeiði. „Þá missti ég áhugann á hesta- mennsku. Kindurnar voru í pöss- un á túnum Vatnsenda og í staðinn passaði ég hænur Magnúsar Hjaltested. Þetta var náið og gott samfélag. Konurnar unnu heima með börnin, sem fóru með skóla- bíl í Digranesskóla. Fyrst um sinn var ekki einu sinni byggð í Breið- holtinu, nema sveitabærinn Alaska, og þurfti langt niður í bæ eftir nýlenduvörum.“ Hunangið og hvönnin Þorsteinn festi nýverið kaup á tveimur býflugnabúum með norsk- um hunangsflugum og hyggur á hunangsframleiðslu. Aukreitis ræktar hann hvönn og dreymir um framleiðslu á hvannartei, sem ku vera allra meina bót. „Auðvitað sérðu þetta rómant- ískum augum,“ segir Þorsteinn um lífið í Elliðahvammi. „En þú sérð bara það sem við erum að leika okkur að og það er róman- tískt. Alvöru búskapur er hörku- vinna og ekki pláss fyrir rómant- ískar hugsjónir þar. Eflaust er bóndastarfið eitt það besta í heimi, en það mætti vel vera betra að vera bóndi á Íslandi.“ Þorsteinn hefur sínar skýring- ar á því að æ fleiri borgarbúar vilja flytja nær sveitinni. „Fjarhygli er eitthvað sem mann dreymir um. Að komast út fyrir rammann. Borgarlífinu fylg- ir pressa og mikið álag á fólki í vinnu. Því er nauðsynlegt að kom- ast út í náttúruna og hlaða batter- íin, hvort sem það er með ferð á golfvöllinn, sumarbústaðinn eða veiðiána. Ég labba mikið í kring- um vatnið en mæti aldrei nokkrum manni á göngu. Eflaust 38 21. maí 2005 LAUGARDAGUR ÞORSTEINN Í ELLIÐAHVAMMI, EINN AF SÍÐUSTU BÆNDUM Í BORGINNI „Það hefur færst í vöxt að ókunnugt fólk birtist hér á hlaðinu, haldandi að þetta sé almenningsgarður eða afþreyingarpláss fyrir hesta og menn, og dæmi þess að heilu stóðin hafi riðið hér inn svo knaparnir gætu pissað undir húsvegg þar sem gestir okkar hafa hreiðrað um sig,“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bóndi í borginni Grænt tún, blátt vatn, rau› hús og gulir fíflar. Í austurátt tignarlegt Vífilfelli›, Elli›avatn og Hei›- mörk. Náttúrumynd flar sem tíminn stendur í sta›. Vi› laglegan malarstíg su›a fallegar hunangsflugur í krónum fíflanna, í takt vi› rymjandi gröfur og krana sem reisa á methra›a heilt borgarhverfi flegar horft er yfir gir›inguna í vesturátt, af hla›inu heima í Elli›ahvammi vi› Vatnsenda, annars tveggja eftir- standandi bóndabæja á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Ábúandinn fiorsteinn Sigmundsson rá›lag›i fiórdísi Lilju Gunnarsdóttur a› sveipa höfu› sitt hettu til a› freista ekki hunangsflugnanna me› eplailmi hársins. Barnaheimilið Haustið sem Þorsteinn og Alísa fluttu með nýfætt barn sitt að Elliðahvammi stóð þar gamalt íbúðarhús með rimlum fyrir gluggum og hengilás á hverri hurð. „Hér hafði verið upptökuheimili fyrir börn og unglinga sem áttu við veruleg vandamál að stríða, en hingað var farið með þau í hálfgert fangelsi. Lög- regla kom með stúlkur sem voru í ástandinu og útburði; nýfædd, köld og matarlaus börn, innvafin í teppi, og afhentu ábúandanum Rósu, sem kom lífi í þau og gekk fjórtán börnum í móðurstað. Bærinn gekk undir viðurnefn- inu Barnaheimilið og að sveitasið fékk ég fljótlega viðurnefnið Steini á Barnaheimilinu,“ segir Þorsteinn hlæjandi, en á fyrstu árum búskapar þeirra Alísu var ekkert rennandi vatn á bænum, lélegt rafmagn og aðeins einn sími í allri sveitinni. „Hér bjó nánast ekkert fólk nema á bæjunum Vatnsenda og Sólbakka, en hér voru einnig nokkrir sumarbústaðir. Þrátt fyrir sérstaka fortíð staðarins fundum við aldrei fyrir depurð í andrúmslofinu. Þvert á móti fannst okkur við hafa fundið besta stað í heimi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.