Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 72
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Laugardagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  12.00 Breiðablik og Keflavík mætast í Landsbankadeild kvenna.  12.00 ÍA tekur á móti KR upp á Skipaskaga í Landsbankadeild kvenna.  14.00 Valur og Stjarnan etja kappi að Hlíðarenda í Landsbankadeild kvenna.  15.00 FH fær ÍBV í heimsókn í Kaplakrika í Landsbankadeild kvenna.  17.00 Annar vináttuleikur Íslands og Englands af þremur um helgina verður í Smáranum í dag. ■ ■ SJÓNVARP  08.50 Sporting – CSKA Moskva í úrslitum Evrópukeppni félagsliða. (e)  10.40 Bestu bikarmörkin á Sýn.  10.50 Fyrri tímataka Formúlu 1 keppninnar í Mónakó í beinni á Rúv.  11.35 Bestu bikarmörkin á Sýn. Annar hluti.  12.30 Upphitun fyrir enska bikarúrslitaleikinn á Sýn.  13.00 Man. United – Arsenal í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Sýn.  15.20 Sjónvarpsmóti í fimleikum í Sjónvarpinu.  17.00 Inside the PGA Tour á Sýn.  17.20 Dallas – Phoenix á Sýn. (e)  19.50 Real Madrid – Atl. Madrid í spænsku deildinni í beinni á Sýn. Króati til reynslu og Ramsey að æfa 48 21. maí 2005 LAUGARDAGUR > Við skiljum vel ... ... þá ákvörðun Jóhannesar Karls að gefa ekki kost á sér í landsliðið í miðju stuttu sumarfríi sínu. Hver vill ekki vera með börnunum sínum þá? En væri hið sama tilfellið ef Ísland væri 50 sætum ofar á styrkleika- lista FIFA? sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta fyrir að vinna góðan sigur á Englandi í gærkvöldi. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur í lokaundirbúningi liðsins fyrir Smáþjóðaleikana í Andorra og það er því óhætt að hvetja körfubolta- áhugafólk til að mæta og hvetja stelpurnar í hinum leikjunum sem verða í Smáranum í dag og í Njarðvík á morgun. Aðal frétt vikunnar Guðjón kominn til Notts County Það kom afskaplega fáum á óvart þegar Guðjón Þórðarson skrifaði undir þriggja ára samning við enska D-deildarliðið Notts County. Þrálátur orðrómur hafði verið þess efnis og þegar Guðjón rifti samningi sínum við Keflavík fyrir rúmri viku vissu allir hvað kæmi næst. Knattspyrnukappinn Jóhannes Karl Guðjónsson kom verulega á óvart í gærmorgun þegar hann tilkynnti í Morgunblaðinu að hann myndi ekki gefa kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Ungverjum og Möltu í byrjun júní. Fréttirnar komu flatt upp á lands- liðsþjálfarana sem og starfsmenn KSÍ enda höfðu þeir ekki hugmynd um að Jóhannes Karl ætlaði ekki að bjóða fram krafta sína. „Ég hef verið að hugsa um þetta í smá- tíma en tók ekki endanlega ákvörðun fyrr en eftir að tímabilinu í Englandi lauk,“ sagði Jóhannes Karl sem leikur með Leicester City. „Ég nýt þess ekki lengur að leika með landsliðinu og meðan svo er sé ég ekki ástæðu til þess að bjóða fram starfskrafta mína. Ég hef einfaldlega ekki gaman af þessu lengur og mun því frekar njóta mín með fjölskyld- unni í sumar,“ sagði Jó- hannes en hann á tvo unga drengi. Landsliðsþjálfarinn Ásgeir Sigurvinsson var að sötra morgunkaffið þegar Frétta- blaðið náði tali af honum en hann lenti í svip- aðri stöðu í gær og bróðir Jó- hannesar, Þórður, í mars þegar Fréttablaðið tjáði hon- um að hann hefði ekki verið valinn í landsliðshóp Ásgeirs fyrir leikina gegn Króatíu og Ítalíu. „Ég veit ekkert meira um málið en það sem ég sá í blaðinu. Þetta kemur mér verulega á óvart og Loga líka. Það hafa ekki verið neinir samstarfsörðugleikar við drenginn,“ sagði Ásgeir en hann býst ekki við því að hringja í Jó- hannes og leita útskýringa. „Fyrst hann tók þá ákvörðun að láta hvorki okkur né sambandið vita af þessu þá tel ég það ekki vera í okkar verka- hring að hafa samband við hann.“ Leikmannamál Snæfells: Pálmi farinn KÖRFUBOLTI Pálmi Freyr Sigur- geirsson hefur tilkynnt forráða- mönnum Snæfells að hann muni ekki leika með liðinu á næsta keppnistímabili og rennir það stoðum undir þrálátan orðróm um að hann muni skrifa undir samn- ing við KR-inga um að leika með þeim næsta vetur í úrvalsdeild- inni. Samningur Pálma við Snæ- fell náði til ársins 2006 og því mun liðið sem fær hann til liðs við sig þurfa að gera það upp áður en af félagaskiptunum verður. Pálmi er þriðji lykilmaður Snæfells sem yfirgefur félagið í sumar. -bb FÓTBOLTI Juventus varð í gær ítalskur meistari í fótbolta í 28. sinn þrátt fyrir að leikmenn liðsins hafi ekki þurft að svitna. AC Milan gerði 3–3 jafntefli við Palermo og því er það ljóst að liðið getur ekki náð Juventus af stigum. AC Milan spilaði sinn leik á undan hinum í þessari næstsíðustu umferð þar sem liðið mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðviku- daginn. Juventus er þar með fjórða liðið sem Fabio Capello gerir að meisturum. AC Milan notaði varaliðið sitt í leiknum en komst samt í 3–1 í fyrri hálfleik með mörkum Serginho (2) og Jon Dahl Tomasson. Palermo tryggði sér jafntefli með tveimur mörkum í seinni hálfleik – jöfnunarmarkið kom á 79. mínútu og það skoraði Simone Baroni. -egm AC Milan gerði 3–3 jafntefli og missti af titlinum Juventus meistari í 28. sinn HANDBOLTI Vilhjálmur Halldórsson handknattleiksmaður hefur skrif- að undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern sem Aron Kristjánsson þjálfar. Rétt fyrir úrslitakeppnina hér heima var haft samband við Vil- hjálm. ,,Liðið sýndi mér mikinn áhuga og svo ýtir það undir að þarna er íslenskur þjálfari og svo nokkrir íslenskir leikmenn. Mér líst mjög vel á þetta, þeir hafa hörkulið. Skyttan sem ég verð að slást við er mjög góð og svo voru þeir að kaupa örvhenta skyttu frá Flens- borg,“ sagði Vilhjálmur sem held- ur út í júní. Vilhjálmur segir vissulega erfitt að yfirgefa lið Vals í þessari stöðu. ,,Ég var þarna einungis í eitt ár en leið mjög vel hjá félag- inu. Það vantar ekki mikið til að þetta verði allt í fína, ef þeir fá örvhenta skyttu og miðjumann eru þeir komnir langleiðina. Svo eru ungir strákar sem eru alveg reiðubúnir að spila.“ Fyrir hjá Skjern eru þrír Íslendingar, þeir Vignir Svavarsson, Jón Jóhannes- son og Ragnar Óskarsson. -egm Stórskytta fer frá Val til Danmerkur: Vilhjálmur samdi vi› Skjern KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta vann átta stiga sigur, 71–63, á enskum stall- systrum sínum í fyrsta vináttulandsleik þjóðanna af þremur en liðin mættust í DHL- Höllinni í gær. Íslensku stelpurnar höfðu frumkvæðið allan tímann eftir mjög góðan fyrsta leikhluta sem vannst 29–18. Íslensku stelpunar settu 5 af 9 þriggja stiga körfum sínum niður í þessum 1. leikhluta. Ísland hafði yfir 40–32 í hálfleik, enska liðið náði að minnka muninn niður í 3 stig í fjórða leikhlutanum en íslensku stelpurnar kláruðu leikinn vel. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 22 (24 mín., 6 fráköst, hitti úr 8 af 12 skotum), Birna Valgarðsdóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 10, Alda Leif Jónsdóttir 8 (5 stoðs.), Helga Þorvalsdóttir 7, Signý Hermanns- dóttir 5 (9 fráköst), Helga Jónasdóttir 4 (3 varin), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 3, Rannveig Randversdóttir 2. -óój Kvennalandsliðið í körfu: Enskar lag›ar Eftir mikla mei›slahrinu hjá Grindvíkingum er loksins fari› a› fjölga á æfingum li›sins. Króatískur sóknarma›ur hefur hafi› æfingar me› li›inu sem og Scott Ramsay. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON: HÆTTUR MEÐ LANDSLIÐINU Hef ekki gaman af þessu lengur FÓTBOLTI Í gær kom til landsins króatískur sóknarmaður, Mario Mijatovic, sem mun æfa næstu daga með Grindavíkurliðinu. Hann er 25 ára gamall og hefur leikið í króatísku 1.deildinni með Kamen Ingrad. Eftir þessar æf- ingar mun verða tekin ákvörðun um hvort samið verði við leik- manninn. Hópur Grindavíkurliðs- ins er frekar þunnskipaður um þessar mundir en Alfreð Elías Jó- hannsson og Sveinn Þór Stein- grímsson eru fótbrotnir og verða líklega frá næstu tvo mánuði. Lið- ið tapaði fyrir Val 3-1 í fyrstu um- ferð Landsbankadeildarinnar á mánudag en í þeim leik fór Ray Anthony Jónsson meiddur af velli, hann fór í myndatöku í gær og lít- ur út fyrir að hann verði einnig frá í tvo mánuði. Jack kemur aftur Mathias Jack kemur til Grinda- víkurliðsins á nýjan leik á þriðju- daginn en hann er 36 ára og lék með liðinu sumarið 2003. Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grinda- víkur, sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að hann væri með 12 leikfæra menn í sínum hópi fyrir leikinn gegn FH á morgun en svo verður fyllt upp í hópinn með strákum úr 2.flokk. ,,Við erum í leit að leikmönnum til að auka breiddina í hópnum, samt sem áður þurfum við að vanda valið og fá ekki hvern sem er. Við erum með nokkra efnilega leikmenn í 2. flokki sem verða orðnir mjög góð- ir eftir svona eitt til tvö ár og munum nota þá gegn FH. Þannig að ég þarf ekkert að byrja að æfa!“ sagði Milan Stefán í gær. Þá hefur Scott Ramsay æft að undanförnu með Grindavík. ,,Hann býr í bænum og ég var bú- inn að sjá hann mikið vera einn að skokka og sparka í bolta. Ég talaði við hann og hann vildi koma á æf- ingu hjá okkur, hann á marga vini í liðinu og vill halda sér í formi. Það er allavega ekki slæmt að hafa svona frábæran leikmann á æfingu, hann getur bara gert aðra leikmenn betri,“ sagði Milan Stef- án sem þjálfaði Ramsay áður hjá Grindavík og hjá Keflavík í fyrra, hann útilokaði það ekki að Ramsay færi aftur í Grindavík. ,,Það hefur ekkert verið rætt enn- þá um að fá hann en ég neita því ekki að það væri mjög fínt.“ Kristján vill halda Ramsay Ramsay bíður dóms og er allt í óvissu varðandi hans mál. Hann hefur ekki æft með Keflavík síð- ustu tvær vikur eða svo en Krist- ján Guðmundsson, þjálfari liðsins, hafði ekki heyrt af því að hann væri að æfa með Grindavík en það kom honum þó ekki á óvart þegar við höfðum samband við hann í gær. ,,Ég hef tilkynnt stjórninni og Ramsay sjálfum að ég vil halda honum hjá okkur. Það er verið að skoða samningsmál varðandi hann núna,“ sagði Kristján. Ingvar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Grindavíkur, sagði að allir hjá liðinu væru bara að reyna að hjálpa Ramsay í gegnum hans erfiðleika. ,,Aðalatriðið er að honum líði sem best, fótboltinn er aukaatriði. Það geta öll lið á Ís- landi notað hann en ég held bara að hann sé ekki í standi til að ræða þau mál og því erum við ekkert að íþyngja honum í sambandi við það. Ég geri ekki ráð fyrir því að hann verði með í sumar, hann verður líklegast bara að leika sér í þessu sér til ánægju. Ef hann kemur hins vegar að fyrra bragði og sækist eftir því að spila fyrir okkur munum við að sjálfsögðu skoða það,“ sagði Ingvar. elvar@frettabladid.is SPILAR HANN Í SUMAR? Scott Ramsay er byrjaður að æfa með Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STUTT STOPP HJÁ VAL Vilhjálmur Hall- dórsson lék í eitt ár með Val en spilar í Danmörku næstu þrjú árin. 22 STIG Á 24 MÍNÚTUM Helena Sverris- dóttir kom inn af bekknum og skoraði 22 stig á 24 mínútum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.