Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 86
Fáir, ef einhverjir, eru jafn miklir Eurovision-aðdáendur og Páll Óskar Hjálmtýsson. Sjálfur tók hann þátt í keppninni 1997 með laginu Minn hinsti dans. Páll var jafn svekktur yfir gengi íslenska lagsins og aðrir en sagðist bera höfuðið hátt; við gætum verið stolt af Selmu okkar. „Við verðum að passa okkur á því að bregðast ekki við á dæmigerðan íslenska hátt og næra minnimáttarkennd okkar,“ segir hann spekingslega. „Það er hrokafullt af okkur að segja þetta vera einhverja klíku- keppni og sirkus. Ef við myndum vinna væri það væntanlega ekki upp á teningnum,“ segir hann. Páll segir væntingarnar til ís- lenska lagsins hafa verið aðeins úr hófi. „Þetta átti bara að vera formsatriði að komast upp úr undankeppninni. Þetta er reyndar mjög dæmigert fyrir okkur. Þeg- ar Icy-tríóið fór út 1986 fylltumst við áhyggjum yfir því hvar ætti að halda keppnina þegar við vær- um búnir að vinna hana,“ segir hann og hlær. Hann segist þó hafa séð ýmsa vankanta á íslenska lag- inu, dansinn hafi ekki verið nógu sjónvarpsvænn en hefði vafa- laust tekið sig vel út á sviði. „Þetta er sjónvarpsþáttur, því má ekki gleyma,“ segir hann. „Mér fannst það koma illa út að sjá bara andlitið á Selmu og einhvern putta á dansara.“ Páll eyddi gærdeginum í að hugga nánustu vini og ættingja. „Auðvitað er maður á pínulitlum bömmer en við verðum bara að draga andann djúpt og hafa gam- an af þessu í kvöld því þetta er skemmtileg keppni,“ segir Páll, fullur tilhlökkunar. „Ég spái því að baráttan eigi eftir að standa milli Noregs, Ungverjalands, Sviss og Grikklands. Þá gæti Moldavía líka komið á óvart,” segir Páll og er þess fullviss að sigurvegarinn komi úr und- ankeppninni vegna þess að fólk verði orðið vant þeim lögum. Í kvöld heldur Páll sitt árlega Eurovision-teiti á NASA, þar sem sjálft Icy-tríóið mun troða upp. „Svo hringdi Jónsi í mig og bað um að fá að vera með þannig að hann mætir á svæðið og syngur lagið sitt,“ segir Páll og bætir við að hann ætli sér að spila í sjö tíma samfleytt, frá ellefu um kvöldið til sex um morguninn. „Mér tókst það allavega síðast.“ freyrgigja@frettabladid.is 62 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Lárétt: 1 kýr, 6 gufu, 7 fljót, 8 hreyfing, 9 skógardýr, 10 kvæðis, 12 keyra, 14 jullu, 15 fæði, 16 tímaskeið, 17 fjandi, 18 beygði sig. Lóðrétt: 1 dokaði við, 2 svardaga, 3 í röð, 4 hefur ávinning af, 5 kyrri, 9 skel, 11 alda, 13 lengdareining, 14 eldur, 17 neysla. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lífið heldur áfram hér í Kænu- garði þrátt fyrir að Selma og vinir hafi ekki komist áfram í úrslita- keppnina í fyrradag. Það var ekki laust við að það sæjust tár falla hjá nokkrum í íslenska hópnum þegar niðurstaðan lá fyrir. Hópur- inn er allur að skríða saman eftir áfallið, en flestir leyfðu sér þann munað að sofa vel frameftir enda ekki farið snemma í háttinn þar sem keppnin stóð fram á nótt að úkraínskum tíma. Það er ekki laust við að Selmu hafi verið örlítið brugðið í fyrra- kvöld, en hún var reyndar sjálf búin að vinna nokkuð í því að kveða niður væntingar, því hún gerði sér alveg grein fyrir því hvað gæti gerst. Þess vegna er áfallið kannski minna. Hópurinn heldur ekki heim fyrr en á sunnudag og er því tveggja daga frí hjá mannskapn- um og tíminn verður eflaust not- aður til að skoða sig um. Hér eru menn enn að furða sig á því hvernig makedóníska lagið komst áfram. Grikkjum er enn spáð sigri í keppninni, en það verður gaman að sjá hvernig Austur-Evrópa bregst við í kvöld. Við höldum þó að sjálfsögðu með Dönum og Norðmönnum og ég skora á land- ann að gera vel við þá. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Almenningur ehf. Ársfundur ráðsins hefst 27. maí. Ebóla-veiran. Gamaldags íþróttatreyjur í „retro“-stíl eru hrikalega töffog virka bæði fyrir stelpur og stráka. Það er þessi gam- aldags stíll sem er svo vinsæll núna. Svona peysur er hægt að fá frekar ódýrt í búðum sem selja notaðar vörur eða þá að kaupa nýja týpu af gamaldagsstílnum fyrir fúlgur fjár. Fyrri kosturinn er líklega vænlegri. Íþróttamerki eins og Adidas og Puma framleiða nú íþróttafatnað í gamla stíln- um á ný en eins og fyrr segir er hann mjög dýr. Skoskt tígulmunstur á peysum, sokkum eða hverju sem erer aftur komið í tísku. Munstrið fer inn og út úr tískublöð- unum í gegnum árin og nú er það enn einu sinni kúl. Munstrið heitir Argyle á ensku og er upprunalega komið frá Skotlandi. Á myndinni er tígulmunstruð peysa eftir hönnuðinn Paul Smith. Tígulmunstrið er líka bæði fyrir stráka og stelpur! Skyrtukjólar. Þeir eru nokkuð líkir karlmannsskyrtum og skartaeins og þær kraga, tölum að framan og oft er brett upp á ermarnar. Það er sama hvort skyrtukjóllinn er einlitaður, munstr- aður, síðerma eða stutterma, hann er rosalega flottur og algjörlega í tísku núna. Skyrtukjóllinn er líka fínn fyrir góða veðrið og er einn af fáum kjólum sem virka vel sem hversdagsfatnaður. Þykk leðurarmbönd. Nei þetta er algjörlega ekki inninúna. Þetta minnir á eitthvað pönkaraútlit eða einhvers konar sadó-masó-lúkk sem er augljóslega ekki í tísku. Núna er það hippastíllinn, gamli stíllinn og rómantíski stíll- inn sem blívur. Ekkert harðkjarna-leðurdæmi, takk. Mjó leðurarmbönd passa samt fínt inn í hippastílinn svo þau eru í góðu lagi. En ekki þykk sem minna á handjárn. Bleikt sanserað naglalakk. Æi, nei. Þettaer bara fyrir gömlu konurnar og allt í lagi á þeim en ekki fyrir ungar og sætar stelpur. Í naglatískunni eru sanseruð naglalökk ekki flott núna og alls ekki bleik og sanseruð. Ef þið viljið eitthvað pottþétt þá er það ferskju- litur, fjólubláir og rauðleitir litir sem eru málið núna. Ekki sanserað! Aflitað hár. Þetta er algjörlega ekki sniðugt. Ekki baraþað að aflitun fer hörmulega illa með hárið heldur er aflitað hár með því ljótara og hallærislega sem hægt er að gera hárinu sínu. Aflitað hár verður í flestum tilfellum gul- leitt á litinn og það er nú ekki eitthvað sem fólk ætti að sækjast eftir. Hárlitur á umfram allt að vera náttúrulegur og fallegur. INNI ÚTI ...fá frændur okkar Norðmenn, sem buðu upp á frumlegt atriði í Eurovision. HRÓSIÐ PÁLL ÓSKAR Spáir Norðmönnum, Ungverjum, Svisslendingum og Grikkjum velgengni í aðalkeppninni Dagana 13.-25. júní býðst þér að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og taka þátt í umræðum, tilraunum, vettvangsferðum og heilabrotum um flest milli himins og jarðar. Hvað vekur áhuga þinn? Viltu vita meira? Skráning í Háskóla unga fólksins er hafin. Líttu inn á www.ung.is og skoðaðu þig um. Ertu á aldrinum 12-16 ára?* *Háskóli unga fólksins er opinn unglingum fæddum á árunum 1989 - 1993. PÁLL ÓSKAR: BER HÖFUÐIÐ HÁTT Ekki klíkukeppni og sirkus PJETUR SIGURÐSSON SKRIFAR FRÁ KÆNUGARÐI MAKEDÓNÍA Íslenski hópurinn er enn að furða sig á því hvernig makedóníska lagið komst áfram í úrslitakeppnina. Grikkjum spá› sigri Lárétt: 1beljur, 6eim,7pó,8ið,9api, 10óðs,12aka,14bát,15el,16ár, 17 ári,18laut. Lóðrétt: 1beið,2eið,3lm,4uppsker, 5 rói,9aða,11bára,13alin,14bál,17át.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.