Fréttablaðið - 23.05.2005, Page 14

Fréttablaðið - 23.05.2005, Page 14
Forysta Samfylkingarinn- ar er gerbreytt og nýtt fólk í trúnaðarstöðum flokksins metur stöðuna á næstunni eftir sögulegan landsfund. Málefnavinnu, sem kynnt var á lands- fundinum, verður haldið áfram næstu mánuði og misseri. Í stjórnmálaályktun Samfylking- arinnar, sem samþykkt var fyrir lok landsfundarins í gær, segir meðal annars að hreyfing jafnað- armanna stefni að því að mynda meirihluta í sveitarstjórnum sem geti axlað aukið hlutverk sveitar- félaga í fjölbreytilegri nærþjón- ustu. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar að ári liðnu og vill Samfylkingin leggja aukna áherslu á lýðræði og frekari þátt- töku og áhrif íbúa á sveitarstjórn- arstiginu. Í ályktuninni segir að það sé höfuðverkefni að hafa forystu um að fella í næstu þingkosningum þá ríkisstjórn misskiptingar og vald- beitingar sem nú sitji. Samfylk- ingin vilji leiða frjálslynda vel- ferðarstjórn sem einsetji sér að auka félagslegt réttlæti í landinu, treysti stöðu fólks á vinnumark- aði og stuðli að launajafnrétti. Að auki fjallar stjórnmála- ályktunin ýtarlega um velferð, heilbrigðismál, menntun, menn- ingu og listir, efnahagslíf, tekjur sveitarfélaga, lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, umhverfisvernd og utanríkismál. Samgöngumál í nefnd Ýmsum málum var vísað áfram til meðferðar í nefndum og ráðum flokksins. Það á meðal annars við um gögn Framtíðarhópsins svo- nefnda, en á snærum Samfylking- arinnar er á næstu mánuðum ætl- unin að styrkja mjög málefnastöðu og hugmyndafræði flokksins. Samþykkt var að vísa öllum samgöngumálum, þar á meðal til- lögu um að flytja Reykjavíkur- flugvöll í nágrenni höfuðborgar- innar, til starfshóps sem skilar áliti eða tillögum síðar. Ætlunin er að halda sérstakt þing eða ráð- stefnu um samgöngumál á vegum flokksins næsta haust eða snemma vetrar. Kona víkur vegna kynjakvóta Viðmælendur Fréttablaðsins á landsfundi Samfylkingarinnar voru margir þeirrar skoðunar í gær að í endurnýjun forystunnar fælust ákveðin skilaboð og vega- nesti fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, nýkjörinn formann flokksins. Á það er meðal annars bent, að landsfundarmenn kusu Ágúst Ólaf Ágústsson varafor- mann flokksins, en hann var lengstum talinn stuðningsmaður Össurar Skarphéðinssonar, frá- farandi formanns Samfylkingar- innar, þó svo að Ágúst hefði lýst því yfir þegar nær dró landsfundi að framboð hans væri með öllu óháð. Eftir því sem næst verður komist hallaði Ingibjörg Sólrún sér frekar að Lúðvík Bergvins- syni, keppinauti Ágústs Ólafs, síð- ustu dagana fyrir landsfundinn. Þá vakti athygli að Stefán Jón Hafstein, fráfarandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, náði ekki kjöri í stöðu ritara Sam- fylkingarinnar. Stefán Jón hefur verið mjög handgenginn Ingi- björgu Sólrúnu, meðal annars á vettvangi borgarmála. Helena Karlsdóttir frá Akureyri lagði Stefán Jón í ritarakjörinu, en Val- gerður Bjarnadóttir bauð sig einnig fram í embættið auk þeirra tveggja.. Ekki er ósennilegt að val margra landsfundarfulltrúa hafi helgast af kynjakvóta Samfylk- ingarinnar, en hann gerir ráð fyrir að karlar og konur hafi ekki minna en 40 prósent fulltrúa hvort kynið í ráðum og nefndum flokksins. Einnig er á það bent að heppilegt hafi þótt að Helena er af landsbyggðinni. Þess má geta að nauðsynlegt reyndist að rýma fyrir karli við kjör í framkvæmdastjórn Sam- fylkingarinnar í gær vegna kynja- kvótans. Í fyrsta skipti í sögu flokksins þurfti því kona að víkja vegna reglu sem í reyndinni var sett til að tryggja nægilega hátt hlutfall kvenna í nefndum og ráð- um flokksins. Heimilislegur stjórnmálaflokkur Glöggur landsfundarfulltrúi þótt- ist einnig sjá að endurnýjun í for- ystu Samfylkingarinnar endur- speglaði vel uppruna og tilurð Sam- fylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún ætti sjálf rætur í Kvennalistanum, Helena Karlsdóttir ritari kæmi úr Alþýðuflokknum, Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður hefði tengsl við Þjóðvaka, Ari Skúlason, sem kjörinn var gjaldkeri Samfylk- ingarinnar, ætti rætur í Alþýðu- bandalaginu og Gunnar Svavars- son, nýkjörinn formaður fram- kvæmdastjórnarinnar, ætti rætur sínar í sjálfri Samfylkingunni. Stjórnmálaskýrendum á lands- fundinum þótti að öllu samanlögðu þessi samsetning mynda nokkurt jafnvægi í nýrri forystu flokksins. Einn þeirra sló á létta strengi og sagði að nú væri Samfylking- unni stjórnað af konum og börn- um. Og kvað ástandið orðið áþekkt og heima hjá sér. En hann bætti við að líklega mætti þá einnig segja að Samfylkingin væri heimilislegur stjórnmála- flokkur. johannh@frettabladid.is 14 23. maí 2005 MÁNUDAGUR Lilju Sæmundsdóttur, kennara og þroskaþjálfa, hefur verið meinað að ættleiða barn frá Kína af því að emb- ættismönnum í dómsmálaráðuneytinu þykir hún of þung. Lilja var 45 ára þeg- ar hún hóf ættleiðingarferlið. Hún hefur unnið mikið með börnum og ól bróður sinn upp. Hún fékk frábær meðmæli frá barnaverndarnefnd Akureyrar. Allt mælti því með henni sem verðandi foreldri. Dómsmálaráðuneytið fékk ættleiðingar- nefnd til að gefa umsögn og það var þá sem málið stoppaði. Hvaða máli skiptir þyngdin? Einstaklingur sem er of þungur er í heilsufarslegum áhættuhópi, hann get- ur fengið sykursýki og hjartasjúkdóma. Lilja Sæmundsdóttir virðist afskaplega hraust og traust manneskja. Hún hefur aðeins tvisvar verið frá vinnu á síðustu tíu árum. Hún stundar reglulega leikfimi og hefur mikla reynslu af uppeldisstörf- um. Þegar fólk nýtur ásta veltir það ekki fyrir sér þyngd sinni. Það eignast börn hvort sem það er 65 kíló eða 175 kíló. Það þykir því undarlegt að ráðuneytið leggist gegn ættleiðingu, ekki síst ef manneskjan er fullkomlega hæf til þess að verða foreldri að öðru leyti. Gilda sömu reglur alls staðar? Ekki gilda sömu reglur í ættleiðingar- málum og málum þar sem fólk er feng- ið til að sjá og hugsa um börn, verða fósturforeldrar, á vegum félagsmálayfir- valda. Þá velta yfirvöld ekki fyrir sér þyngd viðkomandi, ekkert frekar en kyn- hneigð eða öðrum þáttum. Menn hljóta líka að velta því fyrir sér hvort sama gildi um karlana og pör, mega of þungir karl- ar til dæmis ættleiða börn eða pör þar sem bæði eru of þung? Þessu á dóms- málaráðuneytið eftir að svara. Eru mannréttindi brotin? Leiða má líkur að því. Það verður alltént að teljast í hæsta máta undar- legt að konu skuli synjað um að ætt- leiða barn frá Kína af því að hún sé of þung. Mannréttindabrot? FBL-GREINING: OF ÞUNG TIL AÐ ÆTTLEIÐA BARN Unnið er að stofnun þverpólitískra samtaka til varnar Vestfjörðum. Frumkvöðullinn að stofnun þeirra er Víðir Benediktsson, framkvæmda- stjóri á Bolungarvík. Hvernig ætlið þið að bæta hag Vestfirðinga? Við viljum breyta hugarfari stjórn- málamanna þannig að þeir fari að láta meira til sín taka á landsbyggð- inni. Í aldanna rás hefur þjóðarauð- urinn komið frá sjávarútvegsbyggð- unum. Nú er okkur ekki gert kleift að nýta þessi gjöfulu fiskimið og stjórnmálamenn hafa brugðist okkur í því að vinna að nýjum atvinnuveg- um fyrir okkur í staðinn. Viltu breyta hugarfari þeirra eða segja þeim upp? Þeir eru í vinnu hjá okkur og ef þeir standa sig ekki í stykkinu verðum við að segja þeim upp í næstu kosningum og fá aðra til starfans. Einhverja sem vilja vinna að fjöl- breyttu atvinnulífi hér á Vestfjörðum. Þannig höldum við unga fólkinu og börnunum og þá kemur vonin um betri framtíð byggðanna. VÍÐIR BENEDIKTSSON Framkvæmdastjóri. fiingmönnum stillt upp vi› vegg VESTFIRÐINGAR RÍSA UPP SPURT & SVARAÐ Skipt um alla í forystusveitinni JÓHANN HAUKSSON BLAÐAMAÐUR Á VETTVANGI LANDSFUNDUR SAMFYLKINGAR KOSIÐ Á LANDSFUNDI Samfylkingarfólk kaus sér forystu til næstu tveggja ára. Glöggur landsfundarfulltrúi þóttist einnig sjá að endur- nýjun í forystu Samfylkingarinnar endurspeglaði vel uppruna og tilurð Samfylkingarinnar, forystufólkið væri úr Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Þjóðvaka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.