Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 12

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 12
NEI EÐA JÁ? Þinghús Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi er þakið slagorðum þessa dagana sem hvetja Frakka til að greiða stjórnarskrársáttmála ESB atkvæði sitt á sunnudaginn. Ekki er þó víst að þeir leggi blessun sína yfir plaggið. 12 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR MEXÍKÓBORG, AP Mikið eldgos hófst á mánudaginn í fjallinu Colima sem er 690 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg. Eng- inn er þó talinn í hættu enda er mannabyggð fjarri fjallinu. Mikil sprenging markaði upp- haf gossins og í kjölfarið mynd- aðist glóandi flikrubergsský sem geystist niður fjallshlíðarnar. Öskustrókurinn stóð rúma þrjá kílómetra upp í loftið og finna mátti hraunbombur í fjögurra kílómetra fjarlægð Enginn er talinn í hættu og ekki er vitað um neitt eignatjón af völd- um öskufallsins enda eru næstu mannabústaðir langt í burtu. „Þetta eru öflugustu spreng- ingar sem við höfum mælt síðan 1991,“ sagði Tonatiuh Domingu- ez, jarðeðlisfræðingur á rann- sóknarstöð í Colima-borg. Colima-fjall er 3.280 metra hátt. Það gýs með reglulegu millibili, síðast 1999. Árið 1913 varð í því gríðarmikið þeytigos og myndaðist þá rúmlega 500 metra djúpur gígur. Ösku rigndi þá í Guadalajara-borg sem er um 120 kílómetrum norðar. ■ Yfirdráttarlán hækka enn Einkaneysla hefur aukist miki› a› undanförnu og yfirdráttarlánin hækka›. Forstö›uma›ur greiningardeildar Landsbankans segir fletta endurspegla bjarts‡ni fólks á a› endurgrei›a lánin. Óvíst sé a› um varanlega aukningu sé a› ræ›a. EFNAHAGSMÁL Yfirdráttarlán hafa aukist um 2,2 milljarða síðan í febrúar. Þetta kemur fram í nýjasta vegvísi L a n d s b a n k a n s . Aukningin kom að mestu leyti fram í mars, en aðeins lít- illega í apríl. Þegar bankarnir komu inn á íbúðalána- markaðinn lækk- uðu yfirdráttarlán nokkuð og urðu lægst í desember. „Sú hagræðing sem heimilin náðu fram með uppgreiðslu yfirdráttarlána í tengslum við end- urfjármögnun fast- eignalána virðist því vera orðin að engu,“ segir í Veg- vísinum. Vextir á yfirdráttarlán- um einstaklinga eru nú 18,70 pró- sent hjá bönkunum, nema KB þar sem þeir eru 18,20 prósent. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, sagði mikilvægt að hafa í huga að yfirdráttarlán sveiflist mikið. Einkaneysla hafi verið í miklum vexti að undanförnu og aukin yfirdráttarlán séu hluti af þeirri þróun. Hún vonar að þetta sé tímabundið ástand og óvíst að um varanlega aukningu sé að ræða. „Þetta endurspeglar bjart- sýni fólks og trú á að það geti greitt lánin upp,“ sagði Edda. Hún bendir á að tveir toppar hafi verið á yf- irdráttarlánum síð- ustu misseri, annars vegar í ágúst og sept- ember og hins vegar í apríl, eða rétt um páskana. Það sé mögulegt að vegna hás gengis hafi fólk í miklum mæli notað tækifærið í fríinu og tekið yfirdráttarlán til að ferðast til út- landa. Ásta S. Helgadótt- ur, forstöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, telur aukningu yfirdráttarlána fyrst og fremst vera vísbendingu um aukna neyslu. „Bílar hafa selst mjög mikið að undanförnu og það stefnir í metár í utanlandsferð- um.“ Bæði Edda og Ásta bentu á að yfirdráttarlánin væru þægilegur lánamöguleiki. Það þyrfti aðeins eitt símtal, sjaldnast ábyrgðar- mann og þinglýsing er óþörf. Enn fremur losna menn við stimpil- gjaldið. - grs FÖGUR SJÓN Glóandi flikruberg geystist niður hlíðar Colima-fjalls þegar gosið hófst. M YN D / A P M yn d/ AP KÍNA LAUMUFARÞEGI LÉST Drengur beið bana þegar hann féll úr hjólaskáp flugvélar sem var að hefja sig til flugs í Gansu-héraði í vestanverðu Kína. Talið er að pilturinn hafi verið laumufarþegi í leit að betra lífi á austur- ströndinni. LÖGREGLUMÁL FLÝTTI SÉR UM OF Rúmlega tví- tugur karlmaður var tekinn á 156 kílómetra hraða á Ólafsfjarðar- vegi á leið til Dalvíkur síðdegis í fyrradag. Nokkrir ökumenn til viðbótar voru teknir fyrir of hraðan akstur á Ólafsfjarðarvegi sama dag, en enginn á nándar nærri jafnmiklum hraða. Skaðbrunnin ungmenni: Bjuggu sér til geislasver› LONDON ,AP Tveir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna í Bret- landi, tvítugur piltur og 17 ára stúlka, liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að smíða sér geislasverð. Innblásið af ævintýrum Loga geimgengils og Svarthöfða ákvað parið að smíða sér geislasverð með því að fylla hylki af flúorljósaperum með bensíni. Ætlunin var að taka skylmingabardaga upp á mynd- band. Fólkið slasaðist hins vegar þegar annað „geislasverðið“ sprakk í loft upp. Fólkið var flutt á brunadeild til aðhlynningar og mun vera mikið slasað. Annar maður var á svæðinu og hefur verið yfirheyrður af lögreglu. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans. VASARNIR TÓMIR Yfirdráttarlán eru nú yfir 60 milljarð- ar og að meðaltali um 206 þúsund krónur á hvern Ís- lending. Eldgos hófst á mánudag í Colima-fjalli í Mexíkó: Öflugustu sprengingar í rúman áratug

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.