Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 34

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 34
FIMMTUDAGUR 26. maí 2005 Veiðimenn eru óhressir með vorið, apríl var slarksamur á sjóbirtingsslóðum og margir áttu erfiðar stundir á bökkun- um innan um íshröngl og jakaburð. Vatnamótin voru þó gjöful, þar veiddust á sjötta hundrað fiskar, en þar er öllum sjóbirtingi sleppt.Það er áberandi hve fáum sögum fer af öðrum veiðislóðum. Maímánuður hefur verið svo kaldur að vötnin við höfuðborgina koma seint til og fáir hafa hörku til að vera lengi að. Elliðavatn og Þingvallavatn hafa því ekki boðið upp á næðisstundir sem hörðustu unnendur stang- veiða gerðu sér vonir um í vetur. Fátt var við Elliðavatn um síðustu helgi, en ef allt hefði verið með felldu hefði staðið þar maður við mann. Hlíðarvatn gaf þó skot á dögunum og þokkalega væna fiska. Sogið hefur verið mjög mishitt- ið í vorveiðinni, Bíldsfellið lofaði góðu í nokkra daga en datt svo alveg niður. Norðurland hefur verið hrikalegt, en einn náði góðri bleikju í tjörn við Akureyri þegar línan fauk óvart út! Ef veðurspáin rætist kann að glaðna yfir um næstu helgi og þá fer allt af stað. Stórar „opnanir“ í vændum! Urriðasvæðið í Mývatnsveit verður opnað næsta laugar- dag og verður sami harði kjarninn mættur þar, sem mætir alltaf óháð veðri og vindum. Norðurá verður opn- uð 1. júní af stjórn SVFR í viðurvist allra helstu fjölmiðl- anna. Nú mælast margir félagsmanna til þess að stjórn- armenn sleppi fiskum, sérstaklega stórfiskum, í opnun- inni! Verður vandlega fylgst með því hvernig stjórnin hegðar sér á bakkanum. Heilræði vikunnar: Bestu veiðitækifærin á næstunni? Fyrir alla almenna veiðimenn eru bestu tækifærin til veiða á næstunni í Elliðavatni, Vífilsstaðavatni og Þing- vallavatni ef hlýnar um nokkrar gráður. Í Þingvallavatni er nauðsynlegt að nota þungar flugur (púpur, kúluhausa, bobba og „killera“) og draga hægt með botni, gefa flug- unni nægan tíma til að sökkva. Í Elliðavatni þarf að leita að fiskinum þar sem hann er í æti, niður við botn eða rétt undir yfirborðinu. Flotlína dugar með löngum taumi (12 fet) en misþungar flugur sjá um að veiða á mismun- andi dýpi. Á flugur.is má finna ítarlegar veiðileiðbeining- ar um bæði vötnin, kort, heilræði og myndir af flugum sem reynst hafa vel. Almennt má segja um alla vorveiði, hvort heldur um er að ræða silung eða lax, þegar sú veiði byrjar, að stórar flugur veiði betur í köldu vatni, að gefa verði flugunni færi á að sökkva vel, og draga hægt eða láta reka hægt undan straumi. Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flugur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar veiðiskap í sumar. VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Vorveiðin víðast slök vegna kulda Viva Cala Mesquida - Park og Resort Fjölskylduparadísin Cala Ratjada er á nor›austurodda Mallorca. Hér er sjórinn kristaltær og margar af fegurstu ströndum eyjarinnar. Viva Cala Mesquida er heill heimur útaf fyrir sig me› endalausri afflreyingu fyrir börn á öllum aldri. fijónustan er dæmiger› fyrir Viva- hótelin og allur a›búna›ur fyrsta flokks. Ver› á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› me› 1 svefnh. 29.6.-13.7; m.v. 2 fullor›na 70.500,-2 vikur: 50.250,- • 280 íbú›ir og svítur • Gestamóttaka 24 klst. • Bar, matvöruverslun • Barnadagskrá • Barnalaug, innilaug, sauna • 50 m frá strönd • Svalir/verönd, gar›ur, sólbekkir • Sundlaugagar›ur og sólbekkir • Handklæ›i vi› sundlaug • Heilsurækt • Leiksvæ›i fyrir börn • Matvöruverslun • Skemmtidagsrá • Hárflurrka og öryggishólf • Gervihnattasjónvarp 25. maí UPPSELT 1. júní UPPSELT 8. júní UPPSELT 15. júní UPPSELT 22. júní 3 sæti laus 29. júní – 7. september Enn eru laus sæti me› gistingu á Viva Mesquida og fleiri frábærum hótelum og íbú›um. Mallorca í sumar F í t o n / S Í A F I 0 1 3 0 6 0 Ver› m.v. bókun á sumarferdir.is. Innifali›: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Símabókunargjald er 1.500,- pr. farflega. Cala d’Or Manacor Puerto de Alcúdia Palma de Mallorca Palma NovaPort Adriano Playa De Palma Porto Colom Mallorca Cala Mesquida hertzerlendis@hertz.is 18.450 Vika í Hahn/Frankfurt * Ford KA eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 77 07 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Sumarið á Vestfjörðum ÚT ER KOMIÐ VEGLEGT RIT UM SUM- ARIÐ Á VESTFJÖRÐUM FYRIR FERÐA- FÓLK. Frétta- og þjón- ustublaðið Vest- firðir sumarið 2005 er komið út ellefta sumar- ið í röð. Útgef- andi blaðsins er H-prent ehf. á Ísafirði en blað- ið liggur frammi á öllum helstu upplýsingamiðstöðum landsins. Í rit- inu er að finna allar helstu upplýsing- ar sem ferðafólk á Vestfjörðum þarf að vita um þessa náttúruperlu, hvort sem það er erlent eða innlent ferða- fólk. Sigurður G. Tómasson náði einni bleikju þrátt fyrir kuldann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.