Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 37
8 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR   Vorum að taka upp helling af nýjum vörum GLÆSILEGUR SUMARFATNAÐUR Mokkasínur. Ha? Hvað er nú það? Æi já, skórnir sem gúmmítöffararnir klæddust fyrir mörgum árum til að heilla kvenþjóðina. Mikið rétt. En mokkasínur eru komnar aftur í tísku í öllu sínu veldi og nú eru það ekki bara gúmmítöffararnir sem fá veiðileyfi á mokkasínurnar heldur gjörsamlega allir. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að mokkasín- ur yrðu eitt það heitasta í sumar? Mokkasínur hafa verið að- hlátursefni tískufrömuða síðast- liðin ár en nú er breyting á. Skó- verslanir heimsins eru fullar af alls kyns fallegum mokkasínum og í hverju tískutímaritinu á fætur öðru er fólk hvatt til að skreyta fætur sínar með mokkasínum. Ótrúlegt en satt. Mokkasínur í indjánastíl eru það heitasta þessa dagana og eiga þær helst að vera eins skærar og hægt er. Fallegar klassískar leður- og rúskinnsmokkasínur eru líka inni fyrir þessa hefðbundnu þannig að það ættu í raun og veru allir sem vettlingi geta valdið að finna mokkasínur eftir sínu höfði. Þess vegna er óþarfi að hlæja að mokkasínum lengur og hafa helstu tískuhönnuðir heims þurft að éta ofan í sig stóru orðin og hanna mokkasínur til að anna eftirspurn. Góðar mokkasínur eru líka næstum því gulls ígildi. Mokkasínur úr ekta rúskinni eða leðri eru afskaplega þægilegar fyrir þreytta fætur og það fást varla þægilegri skór á markaðin- um. Finnst ekki líka öllum hræði- lega leiðinlegt að reima? Mokkasínur leysa einmitt það hvimleiða vandamál listilega vel. lilja@frettabladid.is Dömumokkasínur á 13.990 krónur í Kron. Töff litaðar herramokkasínur á 12.990 krónur í Kron. Ofursvalar herramokkasínur á 9.400 krónur í Bianco Footwear. Camper dömumokkasínur á 11.990 krónur í Kron. Mokkasínur voru afar vinsælar á níunda áratugnum meðal hjartaknúsara eins og Michaels Jackson og Dons Johnson en sá fyrrnefndi var iðulega í mokkasínum. Hefðbundnar mokkasínur með slaufu á 5.400 krónur í Bianco Footwear. Smart sumar- mokkasínur á 12.995 krónur í Steinari Waage. Svartar og hvítar Camper mokkasínur fyrir herra á 12.990 krónur í GS Skóm. Ljósar og hlébarðamokkasínur í indjánastíl á 4.990 krónur í GS Skóm. Klassískar brúnar herramokkasínur á 10.995 krónur í Steinari Waage. Rauðar dömu- mokkasínur á 13.995 krónur í Steinari Waage. Finnst ekki öllum leiðinlegt að reima?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.