Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 50

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 50
Algeng mistök í garðrækt Þegar menn gera mistök í garðrækt er oft auðvelt að bæta úr þeim, en í sumum tilfellum geta mistök kost- að mikla vinnu. Það hafa ekki allir svokallaða græna fingur og algengt er að gerð séu mistök í garðræktinni. En mis- tök í garðrækt er oft hægt að leið- rétta, jafnvel með lítilli fyrirhöfn. Algeng mistök í garðrækt skipta þó tugum. Algengt er að fólk velji rangar plöntur í garðinn hjá sér eða komi þeim fyrir á röngum stöðum. Sumar eru veikari gegn hvers kyns sjúkdómum, aðrar veðurþolnar, sumar þrífast best í mikilli birtu eða góðu skjóli. Í þessum tilfellum er hentugt að ráðfæra sig við sérfræð- inga, garðyrkjufræðinga eða fólk með reynslu af garðrækt. Margir garðræktendur verða að gjalda þess að planta á röngum tíma, of snemma eða of seint á árinu. Þegar slík mistök eru gerð verður það oft til þess að plönturn- ar eiga í erfiðleikum með að ná sér á strik. Einnig er algengt að plant- að sé of þétt. Þegar plöntur vaxa verður oft þröngt á þingi. Gæta verður þess að bæta garðflat- ir reglubundið með áburði, 3-4 sinnum á ári hverju, og vert að geta þess að lífrænn áburður er bestur til þess. Flestir garðræktendur láta sér nægja að setja áburð í garðinn sinn einu sinni á ári. Til samanburðar má geta þess að flatir eins og þær sem eru á golfvöllum fá áburð í hverjum mánuði. Skordýr af mörgum tegundum er að finna í görðum og ræktendur eru oft fullfljótir á sér að eitra ef þeir verða varir við skordýr í garðinum hjá sér. Sum skordýr eru skaðleg, en önnur geta verið til góðs fyrir garð- inn. Það kann ekki góðri lukku að stýra að fjarlægja nytsöm skordýr úr garðinum. Garðræktendur ættu einnig að vera vakandi fyrir því að nýta sér líf- rænan úrgang úr garði sínum í rot- kassa til að gera safnhaug og búa til næringarríka mold. Vel gerð garðmold getur skipt sköpum fyrir ræktun í garðinum. Garðmold er fullstaðin eða rotnuð þegar hráefn- ið er orðið óþekkjanlegt og hún á að vera dökk á lit og laus í sér. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { HÚS & GARÐAR } ■■■ 11 Ál grátt Hvítt Svart granít Hvítur marmari Álklæðningar frá ALPOLIC er góð lausn á klæðningum, úti sem inni. Ýmsir litir og steinalíki. Stórhöfða 33 Sími: 577 4100 Kynnið ykkur verð og liti lakkhú›un 0,5 mm álhú› steinefna kjarni 0,5 mm álhú› undirlag Umhverfisvænt Álklæðning er augnayndi Sumar plöntur þurfa mikla vökvun. Alhliða viðgerðaþjónusta fyrir iðnaðarmanninn Súðarvogi 20 • 104 Reykjavík Sími: 577 3050 • Gsm: 897 4417 tv@btnet.is GARÐYRKJA Á ÍSLANDI Fyrstu áreiðanlegu sög- ur af garðyrkju á Ís- landi eru frá því um miðja 17. öld þegar Gísli Magnússon, sýslu- maður í Fljótshlíð, hóf tilraunir með ræktun á korni, kúmeni og grænmeti. Upphaf garðyrkju miða margir við fyrstu skipulögðu jarðeplatilraunir Björns Halldórssonar á Sauðlauksdal á ofanverðri 18. öld. Snemma á 19. öld fóru bændur við Eyjafjörð að planta trjám við bæi sína og á árun- um 1820-30 voru gróðursett birkitré og reynivíðir á Skriðu, Lóni og Forn- haga í Hörgárdal. Upp úr 19. öld fóru ýmsir áhugamenn um trjárækt að rækta innfluttar tegundir í görð- um við heimili sín, jafnan sunnan undir húsvegg þar sem sólar naut í ríkasta mæli. Elsti skrúðgarður sem varðveist hefur hér á landi, er Land- fógetagarðurinn í Reykjavík. Á fyrstu áratugum 20. aldar fór þeim fjölg- andi sem lögðu stund á trjárækt og garðyrkju og sömuleiðis fjölgaði þeim sem lögðu stund á nám í þeim fræðum. Í dag skipta þeir þúsundum garðræktendurnir á Íslandi, áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.