Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 72

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 72
FIMMTUDAGUR 26. maí 2005 39 Íslensk/kanadíska djasstríóið Cold Front heldur útgáfutónleika á Hótel Borg á föstudaginn í til- efni af útkomu sinnar fyrstu plötu. Cold Front er skipað þeim Birni Thoroddsen gítarleikara, Steve Kirby bassaleikara og Ric- hard Gillis trompetleikara. „Ég hef verið að spila mikið undanfarin fjögur ár í Kanada og þetta samstarf kom út úr því,“ segir Björn. „Þetta eru þunga- vigtarmenn sem eru með mér og ég tel mig vera kominn í góðan félagsskap. Þessir menn eru eig- inlega í meistaraflokki og það er æðislegt að fá að vera með þeim. Þetta er það lengsta sem ég hef komist á mínum ferli.“ Björn Thoroddsen hefur á undanförnum árum verið með annan fótinn vestan hafs og nýt- ur mikillar virðingar þar. Hann er nú af mörgum talinn vera einn af betri djassgítarleikurum Evr- ópu og hefur vegur hans farið vaxandi. Steve Kirby er banda- rískur kontrabassaleikari sem hefur leikið með mörgum af fremstu djasstónlistarmönnum heimsins, m.a. Elvin Jones og Wynton Marsalis. Richard Gillis trompetleikari er Kanadamaður sem stjórnar stórsveit Winnipeg-borgar. Platan Cold Front inniheldur þekkta standarda í bland við vandað frumsamið efni. Hún er þegar komin út í Kanada og hef- ur fengið mjög góðar viðtökur. Var hún m.a. valin á spilunarlista kanadíska ríkisútvarpsins CBC, bæði hjá ensku- og frönskumæl- andi stöðvunum í Toronto og Montreal. Í kjölfarið fylgdi já- kvæð umsögn í fréttablaði CBC sem er dreift til allra útvarps- stöðva ríkisins í Kanada. Yfir- maður tónlistardeildar kanadíska ríkisútvarpsins hreifst mjög af Birni og kallaði hann: „the amazing guitar player from Iceland“. Björn segir markaðinn í Kanada spennandi. „Þetta er stór markaður og margfaldur á við Ísland. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í fimm ár og þetta er afrakstur af því,“ segir hann. Tónleikarnir á Hótel Borg hefjast klukkan 21.00. ■ Edith Piaf fer austur Dagana 1. og 2. júní næstkomandi gefst íbúum Austurlands tæki- færi til að upplifa ógleymanlega túlkun Brynhild- ar Guðjónsdótt- ur á Edith Piaf, einni frægustu söngkonu heims. Söngdagskrá úr samnefndri sýningu Þjóð- l e i k h ú s s i n s verður sýnd í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Flytj- endur ásamt Brynhildi verða leikarinn Baldur Trausti Hreins- son og tónlistarmennirnir Jóhann G. Jóhannsson, sem leikur á pí- anó, Birgir Bragason á kontra- bassa, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og klarinett, og Tatu Kantomaa á harmoniku. Brynhildur „Piaf“ Guðjóns- dóttir hefur heillað landann með túlkun sinni á Edith Piaf, ein- hverri ógleymanlegustu söngkonu síðustu aldar, en Brynhildur hlaut Grímuna – Íslensku leiklistar- verðlaunin, fyrir túlkun sína á Ed- ith Piaf. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi í liðlega 75 skipti og virðist ekkert lát á vin- sældunum. ■ ÚR HÍBÝLUM VINDANNA Sýningum lýkur í kvöld. Híb‡lin kve›ja Í kvöld verður síðasta sýning á Híbýlum vindanna í Borgarleik- húsinu. Leikgerð Bjarna Jónsson- ar er eftir rómaðri skáldsögu Böðvars Guðmundssonar sem er hin fyrri af tveimur er segja frá Íslendingum sem yfirgáfu ætt- jörðina á síðari hluta nítjándu ald- ar og leituðu að nýrri framtíð fyrir sig og sína vestanhafs. Ólafur Jensson Fíólín er fátæk- ur bóndi og heimilið er barn- margt. Hann og Sæunn kona hans neyðast til sundra fjölskyldunni þegar þau ákveða að freista gæf- unnar í nýja landinu. Híbýli vind- anna er leikrit um drauma, brostnar vonir og söknuð, en fjall- ar síðast en ekki síst um þraut- seigju og fórnir fólks í leit að nýj- um samastað í tilverunni. Það er tuttugu manna leikhópur sem fer með fjölmörg hlutverk í sýningunni, en aðalhlutverkin eru í höndum Björns Inga Hilmarssonar og Kötlu Margrétar Þorgeirsdótt- ur. Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- stjóri sýningarinnar. ■ BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTT- IR Syngur lög úr sýningunni Edith Piaf á Austurlandi. COLD FRONT Hljómsveitin er skipuð þeim Birni Thoroddsen, Steve Kirby og Richard Gillis. Kominn í gó›an félagsskap

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.